Satt og logið Bryndís Schram skrifar 26. apríl 2024 13:30 Ég veit ekki, hvort það hefur farið fram hjá ykkur, en í þessari viku var haldin meiri háttar ráðstefna í Norræna húsinu á vegum Alþjóðamáladeildar Háskóla Íslands. Þar höfðu framsögu bæði forseti Íslands, Guðni Jóhannesson og utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - og stóðu umræður langt fram eftir degi. Ég heyrði bæði ræðu forsetans og utanríkisráðherra. Forsetinn leyfði sér jafnvel þann munað að vera persónulegur og gera grín að sjálfum sér. Það fer honum reyndar mjög vel. Bæði tvö fóru yfir farinn veg, ræddu tímamót í lífi þjóðar, og hvaða alþjóðlegir samningar hefðu reynst henni best og bætt hag allra landsmanna.Þau voru bæði sammála um - og lögðu áherslu á - að mikilvægastur allra samninga frá upphafi, væri EES-samningurinn! Og hananú! Mér er það enn í fersku minni, hvernig maðurinn minn, Jón Baldvin, stóð aleinn í stríði við alla hina um þennan svokallaða EES-samning á níunda áratugnum. Vinstri menn sögðu allir „nei, aldrei“. Og hægri menn voru líka á móti - þ.e.a.s. pólitískt, þótt sumir sæju ný tækifæri, auðvitað. Margir þeirra hvísluðu í eyra mér: „Láttu hann ekkj gefast upp, Bryndis. Við stöndum með honum, en getum það ekki opinberlega vegna forystunnar, skilurðu?“ Það var ekki fyrr en Jón Baldvin bauð Davíð forsætið í nýrri ríkisstjórn, að Sjálfstæðisflokkurinn skipti um skoðun - bara si svona! Eða hvað? Og þannig komst hann til valda, blessaður. Allt á kostnað vinstri manna, sem voru sumir hverjir of skammsýnir og gamaldags í hugsun – sáu ekki inn í framtíðina, þegar færi gafst. ................................................ Svo heyrði ég ekki betur en að forsetinn fullyrti, að framganga Íslands til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða væri óvéfengjanlegt dæmi um, að smáþjóðir gætu haft áhrif í alþjóðamálum . Gott ef það væri ekki eina dæmið um, að frumkvæði Íslands – í blóra við forystu Vesturveldanna – hefði skipt sköpum. En engin nöfn voru nefnd – frekar en í fyrra málinu. En það fór ekki á milli mála, að þetta tvennt – EES-samningurinn og frumkvæði Íslands að stuðningi við endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða –var nefnt sem dæmi um það besta, sem Ísland hefði afrekað á lýðveldistímanum. Jú, jú, ég man þetta eins og það hefði gerst í gær. Það hafði verið hringt um nótt. Niðamyrkur allt um kring. Landsbergis var með grátstafinn í kverkunum; „Komdu núna, Jón Baldvin. Þú ert sá eini ,sem þorir að taka svari okkar“. Ogmaðurinn minn hvarf út í myrkrið. Ég heyrði ekki frá honum dögum saman. Þarna sat ég þennan morgun (að vísu heima hjá mér) og hlustaði á lofræður um atburði úr Íslandssögunni, sem maðurinn minn, Jón Baldvin Hannibalsson, sem ég er búin að elska í meira en 60 ár og deila með gleði og sorg, ber einn – aleinn- ábyrgð á - alla tíð sannfærður um réttmæti þrátt fyrir stöðug mótlæti og illt umtal. Illt umtal, já. Hver er ástæða þess, að hvorki forseti né utanríkisráðherra nefnir nafn þess manns, sem er gerandinn í báðum þeim stórmálum, sem um er að ræða? Ástæðan er sú, að árum saman hefur verið í gangi skipulögð rógsherferð á hendur okkur með þeim afleiðingum, að ekki þykir við hæfi að nefna nöfnin okkar á opinberum vetvangi. Nýlegt dæmi um þetta er, að þegar þjóðhöfðingjar og aðrir forystumnn Eystrasaltsþjóða heimsóttu Ísland á 30 ára afmæli hins endurheimta sjálfstæðis til þess að segja takk – þá sá sjálfur forsetiÍslands til þess, að þeir gætu ekki borið fram þakkir sínar við þann, sem þær verðskuldaði. Það má segja Sjálfstæðisflokknum til hróss, að „ljótar sögur“, sem þeir auglýstu eftir fyrir nokkrum misserum, hafi borið árangur. . Mér fannst það bara svo lítilmannlegt að nefna ekki nafn Jóns Baldvins í Norræna húsinu þennan morgun, að ég get ekki orða bundist. Fyrirgefið mér. Höfundur er eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég veit ekki, hvort það hefur farið fram hjá ykkur, en í þessari viku var haldin meiri háttar ráðstefna í Norræna húsinu á vegum Alþjóðamáladeildar Háskóla Íslands. Þar höfðu framsögu bæði forseti Íslands, Guðni Jóhannesson og utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - og stóðu umræður langt fram eftir degi. Ég heyrði bæði ræðu forsetans og utanríkisráðherra. Forsetinn leyfði sér jafnvel þann munað að vera persónulegur og gera grín að sjálfum sér. Það fer honum reyndar mjög vel. Bæði tvö fóru yfir farinn veg, ræddu tímamót í lífi þjóðar, og hvaða alþjóðlegir samningar hefðu reynst henni best og bætt hag allra landsmanna.Þau voru bæði sammála um - og lögðu áherslu á - að mikilvægastur allra samninga frá upphafi, væri EES-samningurinn! Og hananú! Mér er það enn í fersku minni, hvernig maðurinn minn, Jón Baldvin, stóð aleinn í stríði við alla hina um þennan svokallaða EES-samning á níunda áratugnum. Vinstri menn sögðu allir „nei, aldrei“. Og hægri menn voru líka á móti - þ.e.a.s. pólitískt, þótt sumir sæju ný tækifæri, auðvitað. Margir þeirra hvísluðu í eyra mér: „Láttu hann ekkj gefast upp, Bryndis. Við stöndum með honum, en getum það ekki opinberlega vegna forystunnar, skilurðu?“ Það var ekki fyrr en Jón Baldvin bauð Davíð forsætið í nýrri ríkisstjórn, að Sjálfstæðisflokkurinn skipti um skoðun - bara si svona! Eða hvað? Og þannig komst hann til valda, blessaður. Allt á kostnað vinstri manna, sem voru sumir hverjir of skammsýnir og gamaldags í hugsun – sáu ekki inn í framtíðina, þegar færi gafst. ................................................ Svo heyrði ég ekki betur en að forsetinn fullyrti, að framganga Íslands til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða væri óvéfengjanlegt dæmi um, að smáþjóðir gætu haft áhrif í alþjóðamálum . Gott ef það væri ekki eina dæmið um, að frumkvæði Íslands – í blóra við forystu Vesturveldanna – hefði skipt sköpum. En engin nöfn voru nefnd – frekar en í fyrra málinu. En það fór ekki á milli mála, að þetta tvennt – EES-samningurinn og frumkvæði Íslands að stuðningi við endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða –var nefnt sem dæmi um það besta, sem Ísland hefði afrekað á lýðveldistímanum. Jú, jú, ég man þetta eins og það hefði gerst í gær. Það hafði verið hringt um nótt. Niðamyrkur allt um kring. Landsbergis var með grátstafinn í kverkunum; „Komdu núna, Jón Baldvin. Þú ert sá eini ,sem þorir að taka svari okkar“. Ogmaðurinn minn hvarf út í myrkrið. Ég heyrði ekki frá honum dögum saman. Þarna sat ég þennan morgun (að vísu heima hjá mér) og hlustaði á lofræður um atburði úr Íslandssögunni, sem maðurinn minn, Jón Baldvin Hannibalsson, sem ég er búin að elska í meira en 60 ár og deila með gleði og sorg, ber einn – aleinn- ábyrgð á - alla tíð sannfærður um réttmæti þrátt fyrir stöðug mótlæti og illt umtal. Illt umtal, já. Hver er ástæða þess, að hvorki forseti né utanríkisráðherra nefnir nafn þess manns, sem er gerandinn í báðum þeim stórmálum, sem um er að ræða? Ástæðan er sú, að árum saman hefur verið í gangi skipulögð rógsherferð á hendur okkur með þeim afleiðingum, að ekki þykir við hæfi að nefna nöfnin okkar á opinberum vetvangi. Nýlegt dæmi um þetta er, að þegar þjóðhöfðingjar og aðrir forystumnn Eystrasaltsþjóða heimsóttu Ísland á 30 ára afmæli hins endurheimta sjálfstæðis til þess að segja takk – þá sá sjálfur forsetiÍslands til þess, að þeir gætu ekki borið fram þakkir sínar við þann, sem þær verðskuldaði. Það má segja Sjálfstæðisflokknum til hróss, að „ljótar sögur“, sem þeir auglýstu eftir fyrir nokkrum misserum, hafi borið árangur. . Mér fannst það bara svo lítilmannlegt að nefna ekki nafn Jóns Baldvins í Norræna húsinu þennan morgun, að ég get ekki orða bundist. Fyrirgefið mér. Höfundur er eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun