Alþjóðlegi leiðsöguhundadagurinn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar 26. apríl 2024 10:30 Í vikunni fögnuðum við alþjóðadegi leiðsöguhunda. Á síðasta miðvikudegi hvers apríl mánaðar er þessum mikilvæga degi fagnað í tilefni þess að árið 1989 voru stofnuð samtök sem fengu nafnið International Guide Dog Federation. Samtökin gegna því hlutverki að þjónusta blinda og sjónskerta einstaklinga út um allan heim með því að þjálfa og úthluta leiðsöguhundum sem stuðla að stuðningi til sjálfstæðis. Blindrafélagið í samstarfi við Sjónstöðina sjá úthluta blindum og sjónskertum einstaklingum leiðsöguhundum. Á Íslandi eru í dag starfandi 14 leiðsöguhundar og eru þeir staðsettir út um allt land með notendum sínum. Frá aldamótum hefur verið úthlutað 21 hundi og núna í maí eigum við von á hundi númer 22. Hundarnir eru öflugt hjálpartæki fyrir blint og sjónskert fólk og veita þeir notendum aukið öryggi. Notandi leiðsöguhunds öðlast aukið frelsi til þess að komast um í umhverfi sínu, jafnt innandyra sem utan. Leiðsöguhundar eru skilgreindir sem hjálpartæki samkvæmt reglugerð um úthlutanir hjálpartækja fyrir blinda og sjónskertra einstaklinga. Það er afar mikilvægt að viðhalda þessu verkefni vel með því að úthluta leiðsöguhundum til nýrra notenda sem og þeirra sem hafa verið með hund sem er farinn á eftirlaun. Við viljum þakka Bakhjörlum Blindrafélagsins fyrir stuðning sem rennur meðal annars til þessa verkefnis, þeirra sem styðja með kaupum á leiðsöguhundadagatalinu sem kemur út ár hvert ásamt ónefndum aðilum sem hafa stutt beint við félagið. Einnig langar okkur að segja ykkur frá glænýjuverkefni sem fékk nafnið Vinir leiðsöguhunda. Verkefnið hefur það tilgang að auka umræðu og sýnileika leiðsöguhunda, auka virkni notenda þeirra og hvetja til þátttöku í samfélaginu. Þátttaka er fyrirtækjum að kostnaðarlausu og felst í því að bjóða leiðsöguhunda og notendur velkomna og tilkynna það með sérstökum límmiða í glugga, birta mynd á vef, segja frá á samfélagsmiðlum o.s.frv. ásamt því að upplýsa starfsfólk um réttindi leiðsöguhunda og notenda þeirra. Límmiðinn inniheldur einnig aðgengilegan QR- kóða þar sem bæði blindir og sjónskertir sem og sjáandi geta kynnt sér verkefnið nánar á vefsvæðinu okkar Vinir leiðsöguhunda | Blindrafélagið. Á vef verkefnisins munu koma fram allir samstarfsaðilar og þátttakendur. Þar munu helstu upplýsingar um fyrirtækin birtast, merki (e. logo) þeirra o.fl. Til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni er hægt að skrá þátttöku hér Blindrafélagið Í tilefni dagsins fengum við heimsókn frá Guðna Th. forseta Íslands sem afhendi viðurkenningu til framkvæmdarstjóra Bónus, Björgvini Víkinssyni, fyrir hönd Blindrafélagsins. Viðurkenningin þakkaði Bónus fyrir frábært samstarf ásamt þökkum fyrir að taka þátt í verkefninu Vinir Leiðsöguhunda. Bónus hefur selt vörur ÓJ & Kaaber Ísam, pakkaðar af Blindravinnustofunni og undir merkjum hennar í mörg ár. Við þökkum öllum þeim sem hafa lagt okkur lið í gegnum árin. Kær kveðja Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hundar Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni fögnuðum við alþjóðadegi leiðsöguhunda. Á síðasta miðvikudegi hvers apríl mánaðar er þessum mikilvæga degi fagnað í tilefni þess að árið 1989 voru stofnuð samtök sem fengu nafnið International Guide Dog Federation. Samtökin gegna því hlutverki að þjónusta blinda og sjónskerta einstaklinga út um allan heim með því að þjálfa og úthluta leiðsöguhundum sem stuðla að stuðningi til sjálfstæðis. Blindrafélagið í samstarfi við Sjónstöðina sjá úthluta blindum og sjónskertum einstaklingum leiðsöguhundum. Á Íslandi eru í dag starfandi 14 leiðsöguhundar og eru þeir staðsettir út um allt land með notendum sínum. Frá aldamótum hefur verið úthlutað 21 hundi og núna í maí eigum við von á hundi númer 22. Hundarnir eru öflugt hjálpartæki fyrir blint og sjónskert fólk og veita þeir notendum aukið öryggi. Notandi leiðsöguhunds öðlast aukið frelsi til þess að komast um í umhverfi sínu, jafnt innandyra sem utan. Leiðsöguhundar eru skilgreindir sem hjálpartæki samkvæmt reglugerð um úthlutanir hjálpartækja fyrir blinda og sjónskertra einstaklinga. Það er afar mikilvægt að viðhalda þessu verkefni vel með því að úthluta leiðsöguhundum til nýrra notenda sem og þeirra sem hafa verið með hund sem er farinn á eftirlaun. Við viljum þakka Bakhjörlum Blindrafélagsins fyrir stuðning sem rennur meðal annars til þessa verkefnis, þeirra sem styðja með kaupum á leiðsöguhundadagatalinu sem kemur út ár hvert ásamt ónefndum aðilum sem hafa stutt beint við félagið. Einnig langar okkur að segja ykkur frá glænýjuverkefni sem fékk nafnið Vinir leiðsöguhunda. Verkefnið hefur það tilgang að auka umræðu og sýnileika leiðsöguhunda, auka virkni notenda þeirra og hvetja til þátttöku í samfélaginu. Þátttaka er fyrirtækjum að kostnaðarlausu og felst í því að bjóða leiðsöguhunda og notendur velkomna og tilkynna það með sérstökum límmiða í glugga, birta mynd á vef, segja frá á samfélagsmiðlum o.s.frv. ásamt því að upplýsa starfsfólk um réttindi leiðsöguhunda og notenda þeirra. Límmiðinn inniheldur einnig aðgengilegan QR- kóða þar sem bæði blindir og sjónskertir sem og sjáandi geta kynnt sér verkefnið nánar á vefsvæðinu okkar Vinir leiðsöguhunda | Blindrafélagið. Á vef verkefnisins munu koma fram allir samstarfsaðilar og þátttakendur. Þar munu helstu upplýsingar um fyrirtækin birtast, merki (e. logo) þeirra o.fl. Til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni er hægt að skrá þátttöku hér Blindrafélagið Í tilefni dagsins fengum við heimsókn frá Guðna Th. forseta Íslands sem afhendi viðurkenningu til framkvæmdarstjóra Bónus, Björgvini Víkinssyni, fyrir hönd Blindrafélagsins. Viðurkenningin þakkaði Bónus fyrir frábært samstarf ásamt þökkum fyrir að taka þátt í verkefninu Vinir Leiðsöguhunda. Bónus hefur selt vörur ÓJ & Kaaber Ísam, pakkaðar af Blindravinnustofunni og undir merkjum hennar í mörg ár. Við þökkum öllum þeim sem hafa lagt okkur lið í gegnum árin. Kær kveðja Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar