„Dapurlegt“ að andstæðingar bólusetninga hafi svo mikil áhrif Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2024 20:45 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þá þróun að dregið hafi úr bólusetningum barna vera dapurlega og telur hann að hún skýrist af einhverju leyti af harkalegum árásum á bólusetningar gegn Covid. Kári segir miður að fólk sem haldi því fram að jörðin sé flöt og bólusetningar séu alltaf hættulegar sé komið með svo mikil áhrif í samfélaginu. Þátttaka í bólusetningum gegn mislingum telst nú ófullnægjandi til að hindra útbreiðslu sjúkdómsins meðal barna á Íslandi. Sjá einnig: Alltof mörg börn misstu af bólusetningu við mislingum Fyrir sex árum voru um níutíu og fimm prósent barna fullbólusett gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum en hlutfallið er nú komið niður í um 89 prósent. Þá hefur þátttaka í bólusetningu gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta, sem hefur verið að greinast á landinu, einnig dvínað. „Þess ber að geta að hvaða skoðun sem menn hafa á bólusetningum við Covid-19, þá eru þessar bólusetningar að vissu leyti öðruvísi. Þetta eru bólusetningar við sjúkdómum barna sem koma inn í þennan heim án þess að hafa ónæmi fyrir býsna mörgum sjúkdómum,“ sagði Kári í fréttum stöðvar 2. Kári benti á mislinga og sagði þá þess eðlis að eitt af hverjum fjórum börnum sem sýkist lendi á sjúkrahúsi. Eitt til tvö af hverjum þúsund börnum deyi vegna mislinga. Þar að auki væri hætta á því að börn sem smitist af mislingum fái skemmdir á heila. Bóluefni gegn mislingum séu í dag svo gott sem hættulaus. Þau geti valdið smá hita í nokkurn tíma. „Ef svo heldur fram sem horfir þá komumst við með okkar íslenska heilbrigðiskerfi til að vera með fangið fullt af vandamálum sem það þyrfti ekki að hafa,“ sagði Kári. „Það er dapurlegt að þessi hópur fólks sem heldur því fram að jörðin sé flöt og bólusetningar séu alltaf hættulegar, að þau skuli vera farin að hafa þetta mikil áhrif í íslensku samfélagi.“ Hann sagði ekki hægt að spá til um mögulegan faraldur í framtíðinni en það væri alveg ljóst að hættan á því væri í öfugu hlutfalli við bólusetningarhlutfall. Því fleiri sem eru ekki bólusettir, því meiri er hættan á faraldri. „Ég held það væri afskaplega skynsamlegt af foreldrum, af öllum foreldrum, að láta bólusetja börnin sín. Ef þeim þykir vænt um þau, ef þau vilja verja þau af miklum áföllum út af sjúkdómum, þá held ég að það væri afskaplega skynsamlegt að fara með barnið sitt og láta bólusetja það.“ Bólusetningar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Kári segir miður að fólk sem haldi því fram að jörðin sé flöt og bólusetningar séu alltaf hættulegar sé komið með svo mikil áhrif í samfélaginu. Þátttaka í bólusetningum gegn mislingum telst nú ófullnægjandi til að hindra útbreiðslu sjúkdómsins meðal barna á Íslandi. Sjá einnig: Alltof mörg börn misstu af bólusetningu við mislingum Fyrir sex árum voru um níutíu og fimm prósent barna fullbólusett gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum en hlutfallið er nú komið niður í um 89 prósent. Þá hefur þátttaka í bólusetningu gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta, sem hefur verið að greinast á landinu, einnig dvínað. „Þess ber að geta að hvaða skoðun sem menn hafa á bólusetningum við Covid-19, þá eru þessar bólusetningar að vissu leyti öðruvísi. Þetta eru bólusetningar við sjúkdómum barna sem koma inn í þennan heim án þess að hafa ónæmi fyrir býsna mörgum sjúkdómum,“ sagði Kári í fréttum stöðvar 2. Kári benti á mislinga og sagði þá þess eðlis að eitt af hverjum fjórum börnum sem sýkist lendi á sjúkrahúsi. Eitt til tvö af hverjum þúsund börnum deyi vegna mislinga. Þar að auki væri hætta á því að börn sem smitist af mislingum fái skemmdir á heila. Bóluefni gegn mislingum séu í dag svo gott sem hættulaus. Þau geti valdið smá hita í nokkurn tíma. „Ef svo heldur fram sem horfir þá komumst við með okkar íslenska heilbrigðiskerfi til að vera með fangið fullt af vandamálum sem það þyrfti ekki að hafa,“ sagði Kári. „Það er dapurlegt að þessi hópur fólks sem heldur því fram að jörðin sé flöt og bólusetningar séu alltaf hættulegar, að þau skuli vera farin að hafa þetta mikil áhrif í íslensku samfélagi.“ Hann sagði ekki hægt að spá til um mögulegan faraldur í framtíðinni en það væri alveg ljóst að hættan á því væri í öfugu hlutfalli við bólusetningarhlutfall. Því fleiri sem eru ekki bólusettir, því meiri er hættan á faraldri. „Ég held það væri afskaplega skynsamlegt af foreldrum, af öllum foreldrum, að láta bólusetja börnin sín. Ef þeim þykir vænt um þau, ef þau vilja verja þau af miklum áföllum út af sjúkdómum, þá held ég að það væri afskaplega skynsamlegt að fara með barnið sitt og láta bólusetja það.“
Bólusetningar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira