Árangur gegn verðbólgu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 24. apríl 2024 15:01 Ríkisstjórnin hefur einsett sér það markmið að vinna bug á verðbólgunni og skapa skilyrði til lækkunar vaxta. Fréttir morgunsins sýna að við séum á réttri leið: Verðbólga minnkaði úr 6,8% í 6% nú í apríl og hefur ekki verið minni í rúmlega tvö ár. Til samanburðar var verðbólgan 10% fyrir ári síðan. Þróun síðustu mánaða ber þess merki að verðbólga geti haldið áfram að hjaðna á næstunni – það sýna spár líka. Hjöðnun verðbólgunnar er jákvæð tíðindi en það eru ekki síður jákvæð tíðindi að samhliða minni verðbólgu sé hagkerfið á ágætri siglingu þó að hægt hafi töluvert á: Mun fleiri fyrirtæki vilja fjölga starfsfólki frekar en fækka og þá hafa væntingar fyrirtækja til næstu sex mánaða batnað mikið og eru almennt heldur jákvæðar. Aðhald í ríkisfjármálum Við megum þó ekki vera værukær og verðstöðugleikinn krefst þess að við vinnum að honum með raunverulegum aðgerðum. Verðbólgan getur komið úr óvæntum áttum, líkt og nær allur heimurinn hefur fundið undanfarin ár, en við höfum blessunarlega tæki og tól til að hafa afgerandi áhrif á þróun hennar. Í fjármálaáætlun 2025-29 er aðhald í ríkisfjármálum allt tímabilið og útgjaldavöxtur er minni en sem nemur vexti hagkerfisins sem mun að lokum skila sér í jákvæðri afkomu ríkissjóðs. Það segir sig þó sjálft að endurskoða þarf þær áætlanir sem aðrar ef horfur breytast til hins verra og ekki tekst að ná verðbólgu nærri 2,5% verðbólgumarkmiði. Ef við þurfum meira aðhald þá verður að vera meira aðhald. Síðasta púslið á vinnumarkaði Hóflegir langtímakjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru líka afar mikilvægir til að við náum markmiðum okkar. Við samningana sem undirritaðir voru í mars skapast forsendur fyrir minnkandi verðbólgu á næstu mánuðum. Það eru mjög góð tíðindi því annað var uppi á teningnum þegar samningar voru undirritaðir í desember 2022 og verðbólga jókst í framhaldinu upp í nær 10% og vextir hækkuðu enn meira. Enn á þó eftir að semja hjá hinu opinbera þar sem ekki er í boði að semja á annan veg en á almennum markaði. Takist það ekki erum við aftur lent aftur á byrjunarreit, sem augljóslega gagnast engum. „Það þýðir ekki að keyra áfram einhverjir sérhópar upp yfir aðra. Þá er þetta hrunið og það hrynur yfir þá hina sömu,“ sagði Guðmundur Jaki við undirritun þjóðarsáttarinnar árið 1990. Í okkar höndum Ef allt gengur hins vegar eftir blasir við að peningastefnunefnd Seðlabankans getur loks farið að lækka vexti. Það er ekki hlutverk mitt að spá fyrir eða segja hvenær og hversu hratt. Rétt er að hafa í huga að það tekur 12-18 mánuði fyrir vaxtatæki Seðlabankans að hafa tilætluð áhrif og því er enn hætt við að vextir hafi verið hækkaðir meira en þörf var á, og enn frekar að þeim verði haldið háum of lengi. Hvað sem þeirri óvissu líður er það alfarið undir okkur hinum komið að skapa skilyrði fyrir því að nefndin geti lækkað vexti myndarlega. Við eigum enn töluvert í land en með aga og þrautseigju að vopni munum við ná þangað. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Verðlag Íslenska krónan Alþingi Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur einsett sér það markmið að vinna bug á verðbólgunni og skapa skilyrði til lækkunar vaxta. Fréttir morgunsins sýna að við séum á réttri leið: Verðbólga minnkaði úr 6,8% í 6% nú í apríl og hefur ekki verið minni í rúmlega tvö ár. Til samanburðar var verðbólgan 10% fyrir ári síðan. Þróun síðustu mánaða ber þess merki að verðbólga geti haldið áfram að hjaðna á næstunni – það sýna spár líka. Hjöðnun verðbólgunnar er jákvæð tíðindi en það eru ekki síður jákvæð tíðindi að samhliða minni verðbólgu sé hagkerfið á ágætri siglingu þó að hægt hafi töluvert á: Mun fleiri fyrirtæki vilja fjölga starfsfólki frekar en fækka og þá hafa væntingar fyrirtækja til næstu sex mánaða batnað mikið og eru almennt heldur jákvæðar. Aðhald í ríkisfjármálum Við megum þó ekki vera værukær og verðstöðugleikinn krefst þess að við vinnum að honum með raunverulegum aðgerðum. Verðbólgan getur komið úr óvæntum áttum, líkt og nær allur heimurinn hefur fundið undanfarin ár, en við höfum blessunarlega tæki og tól til að hafa afgerandi áhrif á þróun hennar. Í fjármálaáætlun 2025-29 er aðhald í ríkisfjármálum allt tímabilið og útgjaldavöxtur er minni en sem nemur vexti hagkerfisins sem mun að lokum skila sér í jákvæðri afkomu ríkissjóðs. Það segir sig þó sjálft að endurskoða þarf þær áætlanir sem aðrar ef horfur breytast til hins verra og ekki tekst að ná verðbólgu nærri 2,5% verðbólgumarkmiði. Ef við þurfum meira aðhald þá verður að vera meira aðhald. Síðasta púslið á vinnumarkaði Hóflegir langtímakjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru líka afar mikilvægir til að við náum markmiðum okkar. Við samningana sem undirritaðir voru í mars skapast forsendur fyrir minnkandi verðbólgu á næstu mánuðum. Það eru mjög góð tíðindi því annað var uppi á teningnum þegar samningar voru undirritaðir í desember 2022 og verðbólga jókst í framhaldinu upp í nær 10% og vextir hækkuðu enn meira. Enn á þó eftir að semja hjá hinu opinbera þar sem ekki er í boði að semja á annan veg en á almennum markaði. Takist það ekki erum við aftur lent aftur á byrjunarreit, sem augljóslega gagnast engum. „Það þýðir ekki að keyra áfram einhverjir sérhópar upp yfir aðra. Þá er þetta hrunið og það hrynur yfir þá hina sömu,“ sagði Guðmundur Jaki við undirritun þjóðarsáttarinnar árið 1990. Í okkar höndum Ef allt gengur hins vegar eftir blasir við að peningastefnunefnd Seðlabankans getur loks farið að lækka vexti. Það er ekki hlutverk mitt að spá fyrir eða segja hvenær og hversu hratt. Rétt er að hafa í huga að það tekur 12-18 mánuði fyrir vaxtatæki Seðlabankans að hafa tilætluð áhrif og því er enn hætt við að vextir hafi verið hækkaðir meira en þörf var á, og enn frekar að þeim verði haldið háum of lengi. Hvað sem þeirri óvissu líður er það alfarið undir okkur hinum komið að skapa skilyrði fyrir því að nefndin geti lækkað vexti myndarlega. Við eigum enn töluvert í land en með aga og þrautseigju að vopni munum við ná þangað. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun