Segir lág laun leikskólakennara mýtu Árni Sæberg skrifar 24. apríl 2024 14:02 Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundaráðs í Reykjavíkurborg. Hún er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Framsóknar segir það mýtu að leikskólakennarar séu á lágum launum. Þeir séu á sambærilegum launum og lögfræðingar hjá borginni. Leikskólamálin voru til umræðu í borgarstjórn í morgun, eins og svo oft áður. Málshefjendur voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem vöktu athygli á stöðu leikskólamála með áberandi hætti í gær. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði í ræðu sinni að staðan í leikskólamálum væri óþolandi, það væru allir sammála um. Hluti vandans væri að laun leikskólakennara væru ekki góð, þau væru lág. Þá væru starfsaðstæður leikskólakennara ekki upp á marga fiska. Þar nefndi hún til að mynda mygluvanda sem steðjar víða að. Grunnlaunin 725 þúsund á mánuði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs, tók til máls og sagði fullyrðingar um lág laun leikskólakennara einfaldlega ekki halda vatni. Ræðu hennar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hún hafi látið framkvæma úttekt í febrúar þar sem laun leikskólakennara hjá borginni voru borin saman við laun viðskiptafræðinga og lögfræðinga sem starfa hjá borginni. „Leikskólakennari sem er ráðinn hjá okkur er með 725.179, leikskólasérkennari er með 740.375 krónur. Fjármálaráðgjafi er með 742.876 og lögfræðingur er með 789.120. Þess ber að gæta að leikskólakennari sem ráðinn er hjá okkur fær greitt fyrir að borða með börnunum og þar af leiðandi er frítt fæði meðfram. Þannig að sú mýta að leikskólakennarar séu illa borgaðir er einfaldlega ekki rétt.“ Borgin yfirbýður hressilega Samkvæmt gildandi launatöflu á vef Félags leikskólakennara eru grunnlaun leikskólakennara aðeins 608.838 krónur á mánuði, ríflega 116 þúsund krónum lægri en Árelía segir borgina borga. Þá eru grunnlaun leikskólasérkennara sömuleiðis talsvert lægri samkvæmt kjarasamningi, aðeins 622.019 krónur. Það gerir ríflega 118 þúsund krónum minna en grunnlaun hjá borginni. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Framsóknarflokkurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55 Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Leikskólamálin voru til umræðu í borgarstjórn í morgun, eins og svo oft áður. Málshefjendur voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem vöktu athygli á stöðu leikskólamála með áberandi hætti í gær. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði í ræðu sinni að staðan í leikskólamálum væri óþolandi, það væru allir sammála um. Hluti vandans væri að laun leikskólakennara væru ekki góð, þau væru lág. Þá væru starfsaðstæður leikskólakennara ekki upp á marga fiska. Þar nefndi hún til að mynda mygluvanda sem steðjar víða að. Grunnlaunin 725 þúsund á mánuði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs, tók til máls og sagði fullyrðingar um lág laun leikskólakennara einfaldlega ekki halda vatni. Ræðu hennar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hún hafi látið framkvæma úttekt í febrúar þar sem laun leikskólakennara hjá borginni voru borin saman við laun viðskiptafræðinga og lögfræðinga sem starfa hjá borginni. „Leikskólakennari sem er ráðinn hjá okkur er með 725.179, leikskólasérkennari er með 740.375 krónur. Fjármálaráðgjafi er með 742.876 og lögfræðingur er með 789.120. Þess ber að gæta að leikskólakennari sem ráðinn er hjá okkur fær greitt fyrir að borða með börnunum og þar af leiðandi er frítt fæði meðfram. Þannig að sú mýta að leikskólakennarar séu illa borgaðir er einfaldlega ekki rétt.“ Borgin yfirbýður hressilega Samkvæmt gildandi launatöflu á vef Félags leikskólakennara eru grunnlaun leikskólakennara aðeins 608.838 krónur á mánuði, ríflega 116 þúsund krónum lægri en Árelía segir borgina borga. Þá eru grunnlaun leikskólasérkennara sömuleiðis talsvert lægri samkvæmt kjarasamningi, aðeins 622.019 krónur. Það gerir ríflega 118 þúsund krónum minna en grunnlaun hjá borginni.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Framsóknarflokkurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55 Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55
Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20