Uppgjör, viðtöl og myndir: Fram - Haukar 23-27 | Gestirnir sterkari undir lokin Hinrik Wöhler skrifar 23. apríl 2024 21:25 „Hingað og ekki lengra vinkona,“ sögðu Haukar einfaldlega undir lok venjulegs leiktíma og í framlengingu. Vísir/Hulda Margrét Haukar sigraði Fram í framlengdum leik í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Fram skoraði ekki mark í framlengingunni og endaði leikurinn með fjögurra marka sigri Hauka, 27-23. Haukar eru þar af leiðandi komnir yfir í einvíginu en það þarf að sigra þrjá leiki til að tryggja sér farseðilinn í úrslitaeinvígið. Það var nákvæmlega mánuður síðan frá síðasta leik Fram í deildinni en það var ekki að sjá á liðinu í upphafi leiks og byrjuðu þær leikinn að krafti. Elísa Helga Sigurðardóttir ver hér vel.Vísir/Hulda Margrét Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan orðin 7-3, Fram í vil, og gekk lítið upp hjá Haukum. Eftir leikhlé hjá þjálfurum Hauka í upphafi leiks kom loks meiri kraftur í gestina úr Hafnarfirði. Þær fengu tækifæri til að jafna leikinn undir lok fyrri hálfleiks en misstu boltann klaufalega í sókninni og Harpa María Friðgeirsdóttir, hornamaður Fram, skoraði úr hraðaupphlaupi í kjölfarið. Fram fór með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn, 13-11. Harpa María Friðgeirsdóttir, leikmaður Fram.Vísir/Anton Brink Gestirnir komu vel stemmdir inn í síðari hálfleik og komust yfir 16-15 eftir tæplega tíu mínútna leik. Framkonur náðu að kveikja á sér og snéru blaðinu við og allt stefndi í sigur Fram en staðan var 23-20 þegar þrjár mínútur voru eftir. Sóknarleikur Fram fraus undir lok leiks og köstuðu leikmenn liðsins unnum leik frá sér. Haukar gengu á lagið á síðustu mínútum leiksins og Elín Klara Þorkelsdóttir jafnaði leikinn úr vítakasti þegar venjulegur leiktími var liðinn. Elín Klara á vítalínunni.Vísir/Hulda Margrét Grípa þurfti til framlengingar og stirður sóknarleikur Framara hélt áfram. Heimakonur náðu ekki að skora mark í allri framlengingunni og á meðan datt allt með Haukum. Leikurinn endaði með fjögurra marka endurkomusigri Hauka, 27-23 og geta leikmenn Fram nagað sig í handarbökin að ná ekki að klára leikinn í venjulegum leiktíma. Sigrinum fagnað.Vísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Síðustu tvær mínútur leiksins voru æsispennandi og var sóknarleikur Fram afar hugmyndasnauður. Í lokasókn Hauka í venjulegum leiktíma náði Sonja Lind Sigsteinsdóttir að fiska víti þegar hún fór inn úr hægra horninu. Elín Klara Þorkelsdóttir fór á vítapunktinn og náði að knýja fram jafntefli við mikinn fögnuð samherja og stuðningsmanna Hauka. Sonja Lind (til vinstri) lét til sín taka á ögurstundu.Vísir/Hulda Margrét Stjörnur og skúrkar Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst Hauka með átta mörk, þar af fimm úr vítum og þar á meðal jöfnunarmarkið þegar leiktíminn var liðinn. Birta Lind Jóhannsdóttir kom henni næst hjá Haukum með fimm mörk úr sex skotum. Elín Klara gat leyft sér að fagna vel og innilega.Vísir/Hulda Margrét Hjá Fram var það hornamaðurinn Harpa María Friðgeirsdóttir sem skoraði sex mörk og átti prýðisleik í vinstra horninu. Steinunn Björnsdóttir átti virkilega góðan leik í vörn Fram og tók fjölmarga bolta í hávörn og átti aragrúa af löglegum stöðvunum. Steinunn átti flottan leik í liði Fram en hafði lítt gaman að góðum leik Elínar Klöru.Vísir/Hulda Margrét Sóknarleikur Fram undir lok leiks fær falleinkunn og mögulega hefði Einar Jónsson, þjálfari Fram, átt að taka leikhlé á ögurstundu. Fram var með unninn leik í höndunum sem þær köstuðu frá sér. Dómarar Það var talsvert um sóknarbrot í fyrri hálfleik og runnu margar sóknir liðanna út í sandinn þegar dómarar leiksins, Árni Snær Magnússon og Þorvar Bjarmi Harðarson, dæmdu ruðning, skref eða línu. Þrátt fyrir einstök mótmæli leikmanna þá héldu þeir sömu línu í gegnum leikinn. Þjálfarateymi Fram var ósátt með langar sóknir Hauka á köflum og mögulega hafa þau eitthvað til síns máls. Einar var alls ekki sáttur.Vísir/Hulda Margrét Stemning og umgjörð Það heyrðist ekki mikið í stuðningsmönnum framan af leik en það má segja að það hafi verið mikill hiti í Lambhagahöllinni undir lok venjulegs leiktíma þegar Haukar komu til baka. Fjölmenntu en hefðu mátt láta betur í sér heyra.Vísir/Hulda Margrét Stuðningsmannasveit Hauka var ekki mjög fjölmenn en Hafnfirðingar voru þó afar háværir og eignuðu sér stúkuna undir lok leiks. Confetti sprengjur, trommusláttur og meira til. Fámennt en góðmennt.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var svona Toyota-gæði“ Mikill Toyota-maður hann Stefán.Vísir/Hulda Margrét Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, var léttur í bragði eftir leik og þakkaði vörn og markvörslu sigurinn í kvöld. „Við spiluðum frábæra vörn og Elísa [Helga Sigurðardóttir] kom sterk inn. Þetta var svona Toyota-gæði og þegar maður ekur Toyota þá líður manni vel og þannig var vörnin hjá okkur,“ sagði þjálfarinn og bílaáhugamaðurinn Stefán Arnarson skömmu eftir leik. Stefán þjálfaði Fram um árabil en lét af störfum eftir síðasta tímabil og mætti í kvöld sínum gömlu lærisveinum. „Alltaf gaman að vinna og ég ber mikla virðingu fyrir Fram, algjörlega frábært lið. Vissulega betra að vinna en að tapa fyrir þeim, það er ljóst,“ sagði Stefán þegar hann var spurður hvort sigurinn hafi verið sætari fyrir vikið. Stefán alltaf líflegur.Vísir/Hulda Margrét Haukar fóru hægt af stað í leiknum en á endanum small varnarleikurinn og var það munurinn á liðunum undir lok leiks samkvæmt Stefáni. „Við byrjuðum svakalega illa, tapa boltum og skila okkur illa til baka. Við vinnum okkur aðeins inn í fyrri hálfleik og svo lendum við í smá brekku en vörnin og markvarslan skóp sigurinn.“ „Við þurfum að fækka feilum og kíkja aðeins á sóknarleikinn hvort við getum bætt okkar þar. Þetta er langt einvígi og þú þarft að vinna þrjá og staðan er bara 1-0,“ sagði Stefán um áherslur næstu daga. „Mér leið eins og það væri nóg á tankinum“ Steinunn í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var ekki upplitsdjörf eftir leik og átti erfitt með að skilja hvernig þær náðu að kasta leiknum frá sér undir lokin. „Við náðum ekki að koma boltanum í markið og ég skil ekki hvað veldur. Mér leið eins og það væri nóg á tanknum hjá okkur öllum og vorum staðráðnar að koma sterkar inn í framlenginguna en einhvern veginn náðum ekki að framfylgja því,“ sagði Steinunn skömmu eftir leik. Steinunn hafði góða tilfinningu gegnum allan leikinn og bjóst ekki við öðru nema þær myndu sigla sigrinum heim undir lok venjulegs leiktíma. „Ég man ekki hvernig síðustu mínúturnar voru en mér fannst við bara með þær. Mér leið fáránlega vel í öllum leiknum og þannig var tilfinningum hjá öllum. Vonbrigðin eru því meiri fyrir vikið. Eins og ég segi, þetta er rétt að byrja og vonandi fer þetta betur,“ sagði Steinunn. Hvaða atriði þarf að skerpa á fyrir næsta leik á föstudag? „Það hlýtur að vera sóknarleikurinn hjá okkur. Markvarslan kom sterk inn í seinni hálfleiknum en náum ekki að nýta það. Það eru lítil atriði eins og þær náðu að draga okkur í breiddina. Við þurfum bara að finna út úr þessu,“ sagði Steinunn að endingu. Olís-deild kvenna Haukar Fram Handbolti Tengdar fréttir „Ég hefði bara átt að taka leikhlé“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var niðurlútur eftir fjögurra marka tap, 27-23, á móti Haukum í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikurinn í undanúrslitum Olís-deildar kvenna og fór hann fram í Lambhagahöllinni, heimavelli Fram. 23. apríl 2024 22:45
Haukar sigraði Fram í framlengdum leik í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Fram skoraði ekki mark í framlengingunni og endaði leikurinn með fjögurra marka sigri Hauka, 27-23. Haukar eru þar af leiðandi komnir yfir í einvíginu en það þarf að sigra þrjá leiki til að tryggja sér farseðilinn í úrslitaeinvígið. Það var nákvæmlega mánuður síðan frá síðasta leik Fram í deildinni en það var ekki að sjá á liðinu í upphafi leiks og byrjuðu þær leikinn að krafti. Elísa Helga Sigurðardóttir ver hér vel.Vísir/Hulda Margrét Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan orðin 7-3, Fram í vil, og gekk lítið upp hjá Haukum. Eftir leikhlé hjá þjálfurum Hauka í upphafi leiks kom loks meiri kraftur í gestina úr Hafnarfirði. Þær fengu tækifæri til að jafna leikinn undir lok fyrri hálfleiks en misstu boltann klaufalega í sókninni og Harpa María Friðgeirsdóttir, hornamaður Fram, skoraði úr hraðaupphlaupi í kjölfarið. Fram fór með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn, 13-11. Harpa María Friðgeirsdóttir, leikmaður Fram.Vísir/Anton Brink Gestirnir komu vel stemmdir inn í síðari hálfleik og komust yfir 16-15 eftir tæplega tíu mínútna leik. Framkonur náðu að kveikja á sér og snéru blaðinu við og allt stefndi í sigur Fram en staðan var 23-20 þegar þrjár mínútur voru eftir. Sóknarleikur Fram fraus undir lok leiks og köstuðu leikmenn liðsins unnum leik frá sér. Haukar gengu á lagið á síðustu mínútum leiksins og Elín Klara Þorkelsdóttir jafnaði leikinn úr vítakasti þegar venjulegur leiktími var liðinn. Elín Klara á vítalínunni.Vísir/Hulda Margrét Grípa þurfti til framlengingar og stirður sóknarleikur Framara hélt áfram. Heimakonur náðu ekki að skora mark í allri framlengingunni og á meðan datt allt með Haukum. Leikurinn endaði með fjögurra marka endurkomusigri Hauka, 27-23 og geta leikmenn Fram nagað sig í handarbökin að ná ekki að klára leikinn í venjulegum leiktíma. Sigrinum fagnað.Vísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Síðustu tvær mínútur leiksins voru æsispennandi og var sóknarleikur Fram afar hugmyndasnauður. Í lokasókn Hauka í venjulegum leiktíma náði Sonja Lind Sigsteinsdóttir að fiska víti þegar hún fór inn úr hægra horninu. Elín Klara Þorkelsdóttir fór á vítapunktinn og náði að knýja fram jafntefli við mikinn fögnuð samherja og stuðningsmanna Hauka. Sonja Lind (til vinstri) lét til sín taka á ögurstundu.Vísir/Hulda Margrét Stjörnur og skúrkar Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst Hauka með átta mörk, þar af fimm úr vítum og þar á meðal jöfnunarmarkið þegar leiktíminn var liðinn. Birta Lind Jóhannsdóttir kom henni næst hjá Haukum með fimm mörk úr sex skotum. Elín Klara gat leyft sér að fagna vel og innilega.Vísir/Hulda Margrét Hjá Fram var það hornamaðurinn Harpa María Friðgeirsdóttir sem skoraði sex mörk og átti prýðisleik í vinstra horninu. Steinunn Björnsdóttir átti virkilega góðan leik í vörn Fram og tók fjölmarga bolta í hávörn og átti aragrúa af löglegum stöðvunum. Steinunn átti flottan leik í liði Fram en hafði lítt gaman að góðum leik Elínar Klöru.Vísir/Hulda Margrét Sóknarleikur Fram undir lok leiks fær falleinkunn og mögulega hefði Einar Jónsson, þjálfari Fram, átt að taka leikhlé á ögurstundu. Fram var með unninn leik í höndunum sem þær köstuðu frá sér. Dómarar Það var talsvert um sóknarbrot í fyrri hálfleik og runnu margar sóknir liðanna út í sandinn þegar dómarar leiksins, Árni Snær Magnússon og Þorvar Bjarmi Harðarson, dæmdu ruðning, skref eða línu. Þrátt fyrir einstök mótmæli leikmanna þá héldu þeir sömu línu í gegnum leikinn. Þjálfarateymi Fram var ósátt með langar sóknir Hauka á köflum og mögulega hafa þau eitthvað til síns máls. Einar var alls ekki sáttur.Vísir/Hulda Margrét Stemning og umgjörð Það heyrðist ekki mikið í stuðningsmönnum framan af leik en það má segja að það hafi verið mikill hiti í Lambhagahöllinni undir lok venjulegs leiktíma þegar Haukar komu til baka. Fjölmenntu en hefðu mátt láta betur í sér heyra.Vísir/Hulda Margrét Stuðningsmannasveit Hauka var ekki mjög fjölmenn en Hafnfirðingar voru þó afar háværir og eignuðu sér stúkuna undir lok leiks. Confetti sprengjur, trommusláttur og meira til. Fámennt en góðmennt.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var svona Toyota-gæði“ Mikill Toyota-maður hann Stefán.Vísir/Hulda Margrét Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, var léttur í bragði eftir leik og þakkaði vörn og markvörslu sigurinn í kvöld. „Við spiluðum frábæra vörn og Elísa [Helga Sigurðardóttir] kom sterk inn. Þetta var svona Toyota-gæði og þegar maður ekur Toyota þá líður manni vel og þannig var vörnin hjá okkur,“ sagði þjálfarinn og bílaáhugamaðurinn Stefán Arnarson skömmu eftir leik. Stefán þjálfaði Fram um árabil en lét af störfum eftir síðasta tímabil og mætti í kvöld sínum gömlu lærisveinum. „Alltaf gaman að vinna og ég ber mikla virðingu fyrir Fram, algjörlega frábært lið. Vissulega betra að vinna en að tapa fyrir þeim, það er ljóst,“ sagði Stefán þegar hann var spurður hvort sigurinn hafi verið sætari fyrir vikið. Stefán alltaf líflegur.Vísir/Hulda Margrét Haukar fóru hægt af stað í leiknum en á endanum small varnarleikurinn og var það munurinn á liðunum undir lok leiks samkvæmt Stefáni. „Við byrjuðum svakalega illa, tapa boltum og skila okkur illa til baka. Við vinnum okkur aðeins inn í fyrri hálfleik og svo lendum við í smá brekku en vörnin og markvarslan skóp sigurinn.“ „Við þurfum að fækka feilum og kíkja aðeins á sóknarleikinn hvort við getum bætt okkar þar. Þetta er langt einvígi og þú þarft að vinna þrjá og staðan er bara 1-0,“ sagði Stefán um áherslur næstu daga. „Mér leið eins og það væri nóg á tankinum“ Steinunn í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var ekki upplitsdjörf eftir leik og átti erfitt með að skilja hvernig þær náðu að kasta leiknum frá sér undir lokin. „Við náðum ekki að koma boltanum í markið og ég skil ekki hvað veldur. Mér leið eins og það væri nóg á tanknum hjá okkur öllum og vorum staðráðnar að koma sterkar inn í framlenginguna en einhvern veginn náðum ekki að framfylgja því,“ sagði Steinunn skömmu eftir leik. Steinunn hafði góða tilfinningu gegnum allan leikinn og bjóst ekki við öðru nema þær myndu sigla sigrinum heim undir lok venjulegs leiktíma. „Ég man ekki hvernig síðustu mínúturnar voru en mér fannst við bara með þær. Mér leið fáránlega vel í öllum leiknum og þannig var tilfinningum hjá öllum. Vonbrigðin eru því meiri fyrir vikið. Eins og ég segi, þetta er rétt að byrja og vonandi fer þetta betur,“ sagði Steinunn. Hvaða atriði þarf að skerpa á fyrir næsta leik á föstudag? „Það hlýtur að vera sóknarleikurinn hjá okkur. Markvarslan kom sterk inn í seinni hálfleiknum en náum ekki að nýta það. Það eru lítil atriði eins og þær náðu að draga okkur í breiddina. Við þurfum bara að finna út úr þessu,“ sagði Steinunn að endingu.
Olís-deild kvenna Haukar Fram Handbolti Tengdar fréttir „Ég hefði bara átt að taka leikhlé“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var niðurlútur eftir fjögurra marka tap, 27-23, á móti Haukum í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikurinn í undanúrslitum Olís-deildar kvenna og fór hann fram í Lambhagahöllinni, heimavelli Fram. 23. apríl 2024 22:45
„Ég hefði bara átt að taka leikhlé“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var niðurlútur eftir fjögurra marka tap, 27-23, á móti Haukum í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikurinn í undanúrslitum Olís-deildar kvenna og fór hann fram í Lambhagahöllinni, heimavelli Fram. 23. apríl 2024 22:45
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik