ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ ÍR er komið áfram í Powerade-bikar kvenna í handbolta eftir fimm marka sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ, lokatölur 22-27. Handbolti 30.10.2025 21:16
Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Ísland og Þýskaland mættust í vináttulandsleik í Nürnberg nú í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna en þau mætast aftur á sunnudaginn en leikirnir eru liðir í undirbúning liðanna fyrir EM sem fram fer í janúar. Það verður seint sagt að frammistaða íslenska liðsins í kvöld hafi verið upp á tíu en liðið sá aldrei til sólar og tapaði með ellefu mörkum. Lokatölur í Nürnberg 42-31 fyrir Þjóðverja. Handbolti 30.10.2025 18:01
Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Norska handboltakonan Sanna Solberg-Isaksen verður ekki með norska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta í næsta mánuði. Handbolti 30.10.2025 17:45
Haukur magnaður í sigri Löwen Selfyssingurinn Haukur Þrastarson átti algjörlega magnaðan leik er Rhein-Neckar Löwen vann fjögurra marka sigur gegn Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 38-34. Handbolti 26. október 2025 15:38
Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Blær Hinriksson skoraði þrjú mörk fyrir Leipzig er liðið gerði 28-28 jafntefli gegn Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 25. október 2025 19:34
KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur KA/Þórt vanna afar sterkan sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild kvenna í dag, 29-30. Stjörnukonur eru hins vegar enn án stiga eftir tap gegn Haukum. Handbolti 25. október 2025 16:56
Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Tveir leikir fóru fram í Olís-deild karla í handbolta í dag. Íslandsmeistarar Fram unnu afar öruggan ellefu marka útisigur gegn HK og ÍBV vann nauman tveggja marka sigur gegn KA. Handbolti 25. október 2025 16:39
Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Íslandsmeistarar Vals unnu góðan þriggja marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Á sama tíma vann ÍR sterkan fimm marka sigur gegn Selfyssingum. Handbolti 25. október 2025 16:30
Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Kristjáni Erni Kristjánssyni og félögum hans í Skanderborg mistókst að halda í við topplið Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir tap í dag. Handbolti 25. október 2025 15:43
Afturelding komst upp að hlið Hauka Afturelding sótti góðan sigur gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatökur 31-34 fyrir Aftureldingu. Handbolti 24. október 2025 20:42
Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Norska handknattleiksfélagið Sola HK safnaði veglegri upphæð fyrir krabbameinsfélög í landinu í tilefni af bleikum október. Handbolti 24. október 2025 07:03
„Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Birgir Már Birgisson var hetja FH-liðsins þegar liðið bar sigurorð af Haukum í áttundu umferð Olís-deildar karla í hanbolta í Kaplakrika í kvöld. Handbolti 23. október 2025 22:14
Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli FH sigraði Hauka, 27-26, þegar liðin mættust í Hafnarfjarðarslag í Olís-deild karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Það var Birgir Már Birgisson sem tryggði FH sigur með marki sínu á lokaandartaki leiksins. Handbolti 23. október 2025 21:18
Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Valsmenn voru næstum því búnir að missa frá sér sigurinn þegar þeir fengu ÍR-inga í heimsókn á Hlíðarenda í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Handbolti 23. október 2025 20:34
Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Þórsarar komu sér upp úr fallsæti og höfðu sætaskipti við Selfyssinga eftir þriggja marka sigur í leik liðanna á Akureyri í OLís deild karla í handbolta í kvöld. Handbolti 23. október 2025 20:22
Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Ómar Ingi Magnusson átti enn einn stórleikinn í kvöld þegar Magdeburg vann sannfærandi sigur í Meistaradeildinni. Viktor Gísli Hallgrímsson fagnaði sigri á móti sínum gömlu félögum í sömu keppni á sama tíma. Handbolti 23. október 2025 20:19
Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Íslendingaliðið Gummersbach gerði í kvöld 25-25 jafntefli við Kiel í þýsku bundesligunni í handbolta. Handbolti 23. október 2025 18:54
Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Viktor Gísli Hallgrímsson nýtur lífsins í Barcelona og að deila þar markmannsstöðunni með danska landsliðsmarkverðinum Emil Nielsen. Í kvöld snýr hann aftur á sinn fyrrum heimavöll í Póllandi. Handbolti 23. október 2025 14:33
Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Leikmenn spænska kvennalandsliðsins í handbolta sýndu í verki, líkt og Íslendingar fyrr á þessu ári, að þær hefðu engan áhuga á að spila handboltaleik við Ísrael á meðan að Ísraelar stunduðu þjóðarmorð á Gaza. Handbolti 23. október 2025 13:00
Hatar hvítu stuttbuxurnar „Burt með hvítar stuttbuxurnar“ er nú orðið að baráttumáli fyrir handboltakonur heimsins þegar styttist í næsta heimsmeistaramót kvenna í handbolta. Handbolti 23. október 2025 07:00
Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Á tímum þegar flestum þykir löngu kominn tími til að fækka stórmótum í handbolta og minnka álagið á besta handboltafólk heims þá fer evrópska handboltasambandið í þveröfuga hátt. Handbolti 22. október 2025 19:47
Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Íslendingaliðin Sävehof og Skara gerðu jafntefli í kvöld í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar. Handbolti 22. október 2025 18:52
Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í portúgalska félaginu Sporting sóttu sigur til Noregs í Meistaradeildinni í kvöld. Handbolti 22. október 2025 18:17
Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Handboltamaðurinn Reynir Þór Stefánsson átti algjört draumavor þegar hann lék sinn fyrsta A-landsleik, var lykilmaður í tvöföldu meistaraliði Fram og samdi svo við þýska félagið Melsungen. Hann hefur hins vegar ekkert getað spilað með Melsungen vegna hjartavandamála. Handbolti 22. október 2025 11:32