Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2024 10:20 Frá Kjarnagötu á Akureyri í gær. Vísir Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. Konan sem lést er um fimmtugt. Samkvæmt heimildum fréttastofu flutti fólkið inn í íbúð í fjölbýlishúsinu við Kjarnagötu í vetur. Þar bjó fólkið ásamt að minnsta kosti einum syni á þrítugsaldri. Íbúar í fjölbýlishúsinu lýstu því í samtali við fréttastofu í gær að lítill samgangur væri á milli fólks í húsinu sem telur ellefu íbúðir. Það er í eigu leigufélagsins Heimstaden, áður Heimavellir. Íbúar lýstu því að hafa heyrt hróp og köll úr íbúðinni endrum og sinnum. Afar hljóðbært væri í fjölbýlishúsinu. Aðfaranótt mánudags, þegar konan lést, virðist enginn hafa tekið eftir neinu. Ekki heldur þegar lögreglu bar að garði á fimmta tímanum um morguninn. Þegar íbúar vöknuðu svo síðar um morguninn tóku þeir eftir bíl frá lögreglu og áttuðu sig á því að eitthvað hefði gerst. Tilkynning barst svo frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra upp úr klukkan tólf á hádegi í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla meðal annars til rannsóknar hvort um heimilisofbeldi hafi verið að ræða sem endaði með versta mögulega móti. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, tjáði fréttastofu í gær að engar upplýsingar væri hægt að veita á þessum tímapunkti. Ekki einu sinni um aldur fólksins eða tengsl þeirra. Rannsóknin væri á viðkvæmu stigi. Fram kom í tilkynningu lögreglu að starfsfólk á tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið flogið norður til að aðstoða við rannsókn á vettvangi andlátsins. Þetta er annað af tveimur andlátum á tveimur dögum þegar sem grunur leikur á um manndráp. Karlmaður frá Litáen fannst látinn í sumarbústað í Kiðjabergi nærri Hvítá í Árnessýslu um helgina. Fjórir samlandar hans voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en fækkaði um tvo í þeim hópi í gær þegar tveimur var sleppt. Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglumál Akureyri Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
Konan sem lést er um fimmtugt. Samkvæmt heimildum fréttastofu flutti fólkið inn í íbúð í fjölbýlishúsinu við Kjarnagötu í vetur. Þar bjó fólkið ásamt að minnsta kosti einum syni á þrítugsaldri. Íbúar í fjölbýlishúsinu lýstu því í samtali við fréttastofu í gær að lítill samgangur væri á milli fólks í húsinu sem telur ellefu íbúðir. Það er í eigu leigufélagsins Heimstaden, áður Heimavellir. Íbúar lýstu því að hafa heyrt hróp og köll úr íbúðinni endrum og sinnum. Afar hljóðbært væri í fjölbýlishúsinu. Aðfaranótt mánudags, þegar konan lést, virðist enginn hafa tekið eftir neinu. Ekki heldur þegar lögreglu bar að garði á fimmta tímanum um morguninn. Þegar íbúar vöknuðu svo síðar um morguninn tóku þeir eftir bíl frá lögreglu og áttuðu sig á því að eitthvað hefði gerst. Tilkynning barst svo frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra upp úr klukkan tólf á hádegi í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla meðal annars til rannsóknar hvort um heimilisofbeldi hafi verið að ræða sem endaði með versta mögulega móti. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, tjáði fréttastofu í gær að engar upplýsingar væri hægt að veita á þessum tímapunkti. Ekki einu sinni um aldur fólksins eða tengsl þeirra. Rannsóknin væri á viðkvæmu stigi. Fram kom í tilkynningu lögreglu að starfsfólk á tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið flogið norður til að aðstoða við rannsókn á vettvangi andlátsins. Þetta er annað af tveimur andlátum á tveimur dögum þegar sem grunur leikur á um manndráp. Karlmaður frá Litáen fannst látinn í sumarbústað í Kiðjabergi nærri Hvítá í Árnessýslu um helgina. Fjórir samlandar hans voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en fækkaði um tvo í þeim hópi í gær þegar tveimur var sleppt.
Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglumál Akureyri Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira