Umdeildur flutningur á hælisleitendum til Rúanda samþykktur Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2024 10:55 Rishi Sunak forsætisráðherra sagði ekkert geta stöðvað Rúandaferðirnar þegar hann ræddi við blaðamenn í gær. Helsta kosningamál hans er að „stöðva bátana“ sem hælisleitendur sigla á yfir Ermarsund. AP/Toby Melville Frumvarp sem leyfir breskum stjórnvöldum að senda suma hælisleitendur til Rúanda var samþykkt endanlega á þinginu þar í nótt. Alþjóðleg mannréttindasamtök og stofnanir fordæma lögin og hvetja bresk stjórnvöld til þess að sjá að sér. Ríkisstjórn Íhaldsflokksins hefur í fleiri mánuði reynt að koma frumvarpinu umdeilda í gegnum þingið. Frumvarpið veitti stjórnvöldum heimild til þess að senda hælisleitendur sem koma ólöglega til Bretlands til Austur-Afríkulandsins Rúanda á meðan unnið er úr umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd. Þarlend stjórnvöld fá greitt fyrir að taka á móti fólkinu. Hæstiréttur Bretlands dæmdi fyrri útgáfu frumvarpsins ólöglega þar sem stjórnvöld gætu ekki tryggt öryggi hælisleitenda í Rúanda. Í kjölfarið voru breytingar gerðar á frumvarpinu og samkomulag við stjórnvöld í Rúanda um aukna vernd fyrir hælisleitendurnar handsalað. Frumvarpið er pólitískt forgangsmál Rishi Sunak, forsætisráðherra. Helsta baráttumál hans fyrir þingkosningar sem fara fram í haust er að stöðva ólöglegar komur flóttafólks sem sækist eftir hæli í Bretlandi með smábátum yfir Ermarsund sem hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Íhaldsflokkur Sunak á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum. Gætu hunsað Mannréttindadómstólinn Málið velktist um á þingi í tvo mánuði vegna ítrekaðra breytingatillagna sem ókjörin lávarðadeildin gerði við frumvarpið en neðri deildin hafnaði jafnóðum. Lávarðadeildin féll loks frá athugasemdum sínum í gær og var frumvarpið afgreitt sem lög á þingfundi sem stóð fram á nótt. Sunak var herskár þegar hann ræddi við blaðamenn í gærmorgun áður en frumvarpið varð að lögum. Sakaði hann andstæðinga Íhaldsflokksins um að beita öllum brögðum til þess að koma í veg fyrir brotflutning fólks og að leyfa bátunum að halda áfram að koma yfir sundið. Allt væri tilbúið til að hefja brottflutning hælisleitenda til Rúanda. Búið væri að leigja flugvélar, fjölga rýmum í fangelsum og starfsfólki og ryðja dagskrá dómstóla til þess að taka við áfrýjunarmálum. Brottflutningurinn hæfist eftir tíu til tólf vikur. Farandfólk siglir yfir Ermarsund á litlum gúmmíbát með franskt varðskip í baksýn. Komum slíkra báta til Bretlands fjölgaði úr nokkur hundruð á ári í tugi þúsunda á örfáum árum. Að minnsta kosti fimm fórust þegar bátur með hundrað manns lenti í vandræðum á sundinu í dag.Vísir/EPA Stjórn Sunak hefur ítrekað sagst ætla að hunsa Mannréttindadómstól Evrópu, reyni hann að koma í veg fyrir brottflutninginn til Rúanda. Sunak endurtók það í gær. „Við erum tilbúin, áætlanirnar eru tilbúnar og þessar flugferðir fara af stað hvað sem gerist. Enginn erlendur dómstóll stöðvar okkur í að koma flugvélunum af stað,“ sagði Sunak. Í andstöðu við flóttamannasamninginn Andstæðingar laganna hafa sagt þau stríða gegn alþjóðalögum. Bæði flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðið hvöttu bresk stjórnvöld til þess að endurskoða áform sín þar sem þau græfu undan alþjóðlegum viðbrögðum við auknum flóttamannastraumi í heiminum og alþjóðlegum mannréttindum. „Nýju lögin marka nýtt skref í átt frá langri hefð Bretlands að útvega þeim hæli sem þurfa á því að halda í andstöðu við flóttamannasamninginn,“ sagði Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannamála hjá SÞ. Michael O'Flaherty, mannréttindastjóri Evrópuráðsins, sagði lögin vekja upp stórar spurningar um mannréttinda hælisleitenda og réttarríkið sjálft í Bretlandi. Hann gagnrýndi sérstaklega að lögin meinuðu hælisleitendum að leita til dómstóla þegar þeim væri hótað að vera sendir til þeirra landa sem þeir flýja, að sögn AP-fréttastofunnar. Talskona stjórnvalda í Rúanda fagnaði samþykkt laganna í dag. Rúanda sé öruggt ríki og brugðist hafi verið við áhyggjum breska hæstaréttarins um ástand mannréttindamála þar. Verkamannaflokkurinn hefur sagt ætla að afnema lögin komist hann til valda eftir kosningarnar í haust. Yvetta Cooper, skuggainnanríkisráðherra flokksins, ítrekaði þá afstöðu eftir samþykkt laganna og sagði engan hælisleitenda verða sendan til Rúanda vinni flokkurinn kosningarnar. Fimm manns að minnsta kosti fórust á Ermarsundi í morgun þegar bát hlekktist á þar. Reuters-fréttastofan segir að eitt barn sé á meðal þeirra látnu. Franska strandgæslan leitar enn að fólki í sjónum. Innan við þrjú hundruð manns komu ólöglega á bátum yfir Ermarsund til Bretlands árið 2018 en þeir voru orðnir hátt í 45 þúsund árið 2022. Nokkuð fækkaði í hópnum eftir að bresk stjórnvöld gripu til harðari aðgerða gegn glæpasamtökum sem flytja fólk yfir sundið í fyrra. Þá komu tæplega 29.500 manns yfir sundið. Bretland Rúanda Flóttamenn Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Einu skrefi nær því að senda hælisleitendur til Rúanda Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er einu skrefi nær því að tryggja flutning hælisleitenda til Rúanda, á meðan þeir bíða efnislegrar meðferðar sinna mála í Bretlandi. Frumvarp þess efnis var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær eftir misheppnaða tilraun samflokksmanna Sunaks til uppreisnar. 18. janúar 2024 07:41 Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Ríkisstjórn Íhaldsflokksins hefur í fleiri mánuði reynt að koma frumvarpinu umdeilda í gegnum þingið. Frumvarpið veitti stjórnvöldum heimild til þess að senda hælisleitendur sem koma ólöglega til Bretlands til Austur-Afríkulandsins Rúanda á meðan unnið er úr umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd. Þarlend stjórnvöld fá greitt fyrir að taka á móti fólkinu. Hæstiréttur Bretlands dæmdi fyrri útgáfu frumvarpsins ólöglega þar sem stjórnvöld gætu ekki tryggt öryggi hælisleitenda í Rúanda. Í kjölfarið voru breytingar gerðar á frumvarpinu og samkomulag við stjórnvöld í Rúanda um aukna vernd fyrir hælisleitendurnar handsalað. Frumvarpið er pólitískt forgangsmál Rishi Sunak, forsætisráðherra. Helsta baráttumál hans fyrir þingkosningar sem fara fram í haust er að stöðva ólöglegar komur flóttafólks sem sækist eftir hæli í Bretlandi með smábátum yfir Ermarsund sem hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Íhaldsflokkur Sunak á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum. Gætu hunsað Mannréttindadómstólinn Málið velktist um á þingi í tvo mánuði vegna ítrekaðra breytingatillagna sem ókjörin lávarðadeildin gerði við frumvarpið en neðri deildin hafnaði jafnóðum. Lávarðadeildin féll loks frá athugasemdum sínum í gær og var frumvarpið afgreitt sem lög á þingfundi sem stóð fram á nótt. Sunak var herskár þegar hann ræddi við blaðamenn í gærmorgun áður en frumvarpið varð að lögum. Sakaði hann andstæðinga Íhaldsflokksins um að beita öllum brögðum til þess að koma í veg fyrir brotflutning fólks og að leyfa bátunum að halda áfram að koma yfir sundið. Allt væri tilbúið til að hefja brottflutning hælisleitenda til Rúanda. Búið væri að leigja flugvélar, fjölga rýmum í fangelsum og starfsfólki og ryðja dagskrá dómstóla til þess að taka við áfrýjunarmálum. Brottflutningurinn hæfist eftir tíu til tólf vikur. Farandfólk siglir yfir Ermarsund á litlum gúmmíbát með franskt varðskip í baksýn. Komum slíkra báta til Bretlands fjölgaði úr nokkur hundruð á ári í tugi þúsunda á örfáum árum. Að minnsta kosti fimm fórust þegar bátur með hundrað manns lenti í vandræðum á sundinu í dag.Vísir/EPA Stjórn Sunak hefur ítrekað sagst ætla að hunsa Mannréttindadómstól Evrópu, reyni hann að koma í veg fyrir brottflutninginn til Rúanda. Sunak endurtók það í gær. „Við erum tilbúin, áætlanirnar eru tilbúnar og þessar flugferðir fara af stað hvað sem gerist. Enginn erlendur dómstóll stöðvar okkur í að koma flugvélunum af stað,“ sagði Sunak. Í andstöðu við flóttamannasamninginn Andstæðingar laganna hafa sagt þau stríða gegn alþjóðalögum. Bæði flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðið hvöttu bresk stjórnvöld til þess að endurskoða áform sín þar sem þau græfu undan alþjóðlegum viðbrögðum við auknum flóttamannastraumi í heiminum og alþjóðlegum mannréttindum. „Nýju lögin marka nýtt skref í átt frá langri hefð Bretlands að útvega þeim hæli sem þurfa á því að halda í andstöðu við flóttamannasamninginn,“ sagði Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannamála hjá SÞ. Michael O'Flaherty, mannréttindastjóri Evrópuráðsins, sagði lögin vekja upp stórar spurningar um mannréttinda hælisleitenda og réttarríkið sjálft í Bretlandi. Hann gagnrýndi sérstaklega að lögin meinuðu hælisleitendum að leita til dómstóla þegar þeim væri hótað að vera sendir til þeirra landa sem þeir flýja, að sögn AP-fréttastofunnar. Talskona stjórnvalda í Rúanda fagnaði samþykkt laganna í dag. Rúanda sé öruggt ríki og brugðist hafi verið við áhyggjum breska hæstaréttarins um ástand mannréttindamála þar. Verkamannaflokkurinn hefur sagt ætla að afnema lögin komist hann til valda eftir kosningarnar í haust. Yvetta Cooper, skuggainnanríkisráðherra flokksins, ítrekaði þá afstöðu eftir samþykkt laganna og sagði engan hælisleitenda verða sendan til Rúanda vinni flokkurinn kosningarnar. Fimm manns að minnsta kosti fórust á Ermarsundi í morgun þegar bát hlekktist á þar. Reuters-fréttastofan segir að eitt barn sé á meðal þeirra látnu. Franska strandgæslan leitar enn að fólki í sjónum. Innan við þrjú hundruð manns komu ólöglega á bátum yfir Ermarsund til Bretlands árið 2018 en þeir voru orðnir hátt í 45 þúsund árið 2022. Nokkuð fækkaði í hópnum eftir að bresk stjórnvöld gripu til harðari aðgerða gegn glæpasamtökum sem flytja fólk yfir sundið í fyrra. Þá komu tæplega 29.500 manns yfir sundið.
Bretland Rúanda Flóttamenn Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Einu skrefi nær því að senda hælisleitendur til Rúanda Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er einu skrefi nær því að tryggja flutning hælisleitenda til Rúanda, á meðan þeir bíða efnislegrar meðferðar sinna mála í Bretlandi. Frumvarp þess efnis var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær eftir misheppnaða tilraun samflokksmanna Sunaks til uppreisnar. 18. janúar 2024 07:41 Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Einu skrefi nær því að senda hælisleitendur til Rúanda Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er einu skrefi nær því að tryggja flutning hælisleitenda til Rúanda, á meðan þeir bíða efnislegrar meðferðar sinna mála í Bretlandi. Frumvarp þess efnis var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær eftir misheppnaða tilraun samflokksmanna Sunaks til uppreisnar. 18. janúar 2024 07:41
Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31