Hættu við umfangsmiklar árásir á Íran Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2024 18:58 Gervihnattamyndir gefa til kynna að skotflaugar Ísraela hafi hæft skotmarkið, þó ráðamenn í Ísrael hafi neitað því. Fyrir miðju myndarinnar má sjá sviðna jörð í kringum farartæki sem sérfræðingar segja ratsjá fyrir rússneskt loftvarnarkerfi af gerðinni S-300. AP/Planet Labs Ráðamenn í Ísrael ætluðu sér að gera mun umfangsmeiri árásir á Íran en þeir ákváðu svo á endanum að gera. Pólitískur þrýstingur frá Joe Biden og nokkrum ráðamönnum í Evrópu er sagður hafa átt stóran þátt í því að þess í stað gerðu Ísraelar minni árás sem klerkastjórn Íran gat sleppt að svara með frekari árásum. Í frétt New York Times er haft eftir heimildarmönnum í Bandaríkjunum og í Ísrael að Ísraelar hafi upprunalega ætlað sér að gera árásir á nokkur hernaðarleg skotmörk víðsvegar um Íran og þar á meðal á eitt skotmark nærri Tehran, höfuðborg Íran. Þannig vildu Ísraelar svara umfangsmiklum árásum Írana á Ísrael þann 13. apríl, þar sem fleiri þrjú hundruð sjálfsprengidrónum og stýri- og skotflaugum var skotið að Ísrael. Allir drónarnir, allar stýriflaugarnar og flestar skotflaugarnar voru skotnar niður af Ísraelum og bandamönnum þeirra. Sjá einnig: Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Þetta var í fyrsta sinn sem Íranar gera beina árás á Ísrael. Svarárás Ísraela hefði að öllum líkindum leitt til frekari árása frá Íran og áframhaldandi stigmögnun. Þess í stað ákváðu Ísraelar að skjóta nokkrum eldflaugum, líklega skotflaugum, að ratsjá fyrir loftvarnarkerfi Íran. Með því vildu Ísraelar sýna klerkastjórn Íran að þeir gætu gert árásir á Íran ef viljinn væri fyrir hendi. Þeir vildu einnig sýna að þeir gætu gert árásir á skotmörk í miðju Íran en umrædd ratsjá er tiltölulega skammt frá kjarnorkurannsóknarstöð þar sem Íranar hafa auðgað úran um árabil. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 1979 sem Ísrael gerir beina árás á Íran með þessum hætti. Í frétt NYT segir að skotflaugunum hafi verið skotið á loft úr flugvélum nokkuð langt frá landamærum Íran. Skotflaugar (e. Ballistic missile) virka á þann veg að þær fara hátt til himins, og í sumum tilfellum upp í geim, áður en þær falla aftur til jarðar og á skotmörk sín á gífurlegum hraða. Ísraelar eru einnig sagðir hafa notað dróna til að rugla loftvarnarkerfi Íran. Aukin harka og árásir Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða innrás Ísraela á Gasaströndina. Klerkastjórnin hefur stutt ýmissa hópa á Gasaströndinni og í Líbanon, eins og Hamas og Hesbollah sem barist hafa við Ísraela. Íranar hafa einnig stutt aðra hópa í Sýrlandi, Írak og í Jemen sem hafa á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar árásir á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum og flutningaskip á Rauðahafi. Margir þeirra vígahópa sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum hafa myndað nokkurs konar regnhlífarsamtök sem kallast Íslamska andspyrnuhreyfingin. Ákveðin þáttaskil urðu í þessu skuggastríði þegar Ísraelar gerðu loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damskus í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði. Þar felldu þeir meðal annars tvo háttsetta herforingja í QUDS-sveitum íranska byltingarvarðarins. QUDS-sveitirnar sjá um að útvega áðurnefndum vígahópum vopn og fjármagn og sjá þeim fyrir þjálfun og annarskonar aðstoð. Ísrael Íran Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Ísraelar æfir yfir fyrirhuguðum þvingunum á Netzah Yehuda herdeildina Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela hefur heitið því að berjast gegn því með kjafti og klóm að Bandaríkjamenn beiti einstaka deildir innan Ísraelska hersins þvingunum og hætti fjárstuðningi við þær sérstaklega. 22. apríl 2024 07:36 Umfang árásarinnar kom á óvart Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir að umfang árásar Írana á Ísrael sem gerð var í gær komi honum á óvart. Árásin sem slík hafi þó ekki komið á óvart. Albert segir ljóst að Ísraelsmenn muni bregðast við en telur litlar líkur á því að allsherjarstríð brjótist út. 14. apríl 2024 19:46 Munu láta Írana gjalda þegar þeim hentar Ísraelar munu svara fyrir sig og láta Íran gjalda fyrir árásina í gærkvöldi, þegar slíkt hentar Ísrael. Þetta sagði Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, í yfirlýsingu sem birt var skömmu áður en hann fór á fund stríðsráðs ríkisins í dag. 14. apríl 2024 14:48 Hættu við eftir símtal frá Biden Stríðsráð Ísrael mun koma saman seinna í dag til að ræða möguleg viðbrögð við umfangsmikilli árás Írana á landið í gærkvöldi og í nótt. Ísraelar ætluðu sér að bregðast við árásinni í gærkvöldi en eru sagðir hafa hætt við. 14. apríl 2024 11:25 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Í frétt New York Times er haft eftir heimildarmönnum í Bandaríkjunum og í Ísrael að Ísraelar hafi upprunalega ætlað sér að gera árásir á nokkur hernaðarleg skotmörk víðsvegar um Íran og þar á meðal á eitt skotmark nærri Tehran, höfuðborg Íran. Þannig vildu Ísraelar svara umfangsmiklum árásum Írana á Ísrael þann 13. apríl, þar sem fleiri þrjú hundruð sjálfsprengidrónum og stýri- og skotflaugum var skotið að Ísrael. Allir drónarnir, allar stýriflaugarnar og flestar skotflaugarnar voru skotnar niður af Ísraelum og bandamönnum þeirra. Sjá einnig: Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Þetta var í fyrsta sinn sem Íranar gera beina árás á Ísrael. Svarárás Ísraela hefði að öllum líkindum leitt til frekari árása frá Íran og áframhaldandi stigmögnun. Þess í stað ákváðu Ísraelar að skjóta nokkrum eldflaugum, líklega skotflaugum, að ratsjá fyrir loftvarnarkerfi Íran. Með því vildu Ísraelar sýna klerkastjórn Íran að þeir gætu gert árásir á Íran ef viljinn væri fyrir hendi. Þeir vildu einnig sýna að þeir gætu gert árásir á skotmörk í miðju Íran en umrædd ratsjá er tiltölulega skammt frá kjarnorkurannsóknarstöð þar sem Íranar hafa auðgað úran um árabil. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 1979 sem Ísrael gerir beina árás á Íran með þessum hætti. Í frétt NYT segir að skotflaugunum hafi verið skotið á loft úr flugvélum nokkuð langt frá landamærum Íran. Skotflaugar (e. Ballistic missile) virka á þann veg að þær fara hátt til himins, og í sumum tilfellum upp í geim, áður en þær falla aftur til jarðar og á skotmörk sín á gífurlegum hraða. Ísraelar eru einnig sagðir hafa notað dróna til að rugla loftvarnarkerfi Íran. Aukin harka og árásir Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða innrás Ísraela á Gasaströndina. Klerkastjórnin hefur stutt ýmissa hópa á Gasaströndinni og í Líbanon, eins og Hamas og Hesbollah sem barist hafa við Ísraela. Íranar hafa einnig stutt aðra hópa í Sýrlandi, Írak og í Jemen sem hafa á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar árásir á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum og flutningaskip á Rauðahafi. Margir þeirra vígahópa sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum hafa myndað nokkurs konar regnhlífarsamtök sem kallast Íslamska andspyrnuhreyfingin. Ákveðin þáttaskil urðu í þessu skuggastríði þegar Ísraelar gerðu loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damskus í Sýrlandi fyrr í þessum mánuði. Þar felldu þeir meðal annars tvo háttsetta herforingja í QUDS-sveitum íranska byltingarvarðarins. QUDS-sveitirnar sjá um að útvega áðurnefndum vígahópum vopn og fjármagn og sjá þeim fyrir þjálfun og annarskonar aðstoð.
Ísrael Íran Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Ísraelar æfir yfir fyrirhuguðum þvingunum á Netzah Yehuda herdeildina Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela hefur heitið því að berjast gegn því með kjafti og klóm að Bandaríkjamenn beiti einstaka deildir innan Ísraelska hersins þvingunum og hætti fjárstuðningi við þær sérstaklega. 22. apríl 2024 07:36 Umfang árásarinnar kom á óvart Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir að umfang árásar Írana á Ísrael sem gerð var í gær komi honum á óvart. Árásin sem slík hafi þó ekki komið á óvart. Albert segir ljóst að Ísraelsmenn muni bregðast við en telur litlar líkur á því að allsherjarstríð brjótist út. 14. apríl 2024 19:46 Munu láta Írana gjalda þegar þeim hentar Ísraelar munu svara fyrir sig og láta Íran gjalda fyrir árásina í gærkvöldi, þegar slíkt hentar Ísrael. Þetta sagði Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, í yfirlýsingu sem birt var skömmu áður en hann fór á fund stríðsráðs ríkisins í dag. 14. apríl 2024 14:48 Hættu við eftir símtal frá Biden Stríðsráð Ísrael mun koma saman seinna í dag til að ræða möguleg viðbrögð við umfangsmikilli árás Írana á landið í gærkvöldi og í nótt. Ísraelar ætluðu sér að bregðast við árásinni í gærkvöldi en eru sagðir hafa hætt við. 14. apríl 2024 11:25 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Ísraelar æfir yfir fyrirhuguðum þvingunum á Netzah Yehuda herdeildina Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela hefur heitið því að berjast gegn því með kjafti og klóm að Bandaríkjamenn beiti einstaka deildir innan Ísraelska hersins þvingunum og hætti fjárstuðningi við þær sérstaklega. 22. apríl 2024 07:36
Umfang árásarinnar kom á óvart Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir að umfang árásar Írana á Ísrael sem gerð var í gær komi honum á óvart. Árásin sem slík hafi þó ekki komið á óvart. Albert segir ljóst að Ísraelsmenn muni bregðast við en telur litlar líkur á því að allsherjarstríð brjótist út. 14. apríl 2024 19:46
Munu láta Írana gjalda þegar þeim hentar Ísraelar munu svara fyrir sig og láta Íran gjalda fyrir árásina í gærkvöldi, þegar slíkt hentar Ísrael. Þetta sagði Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, í yfirlýsingu sem birt var skömmu áður en hann fór á fund stríðsráðs ríkisins í dag. 14. apríl 2024 14:48
Hættu við eftir símtal frá Biden Stríðsráð Ísrael mun koma saman seinna í dag til að ræða möguleg viðbrögð við umfangsmikilli árás Írana á landið í gærkvöldi og í nótt. Ísraelar ætluðu sér að bregðast við árásinni í gærkvöldi en eru sagðir hafa hætt við. 14. apríl 2024 11:25