Frá þessu greinir Fótbolti.net. Þar segir að reiknað sé með að Ólafur verði frá næstu fjórar til sex vikurnar þar sem hann er innra liðband á vinstra hné er tognað. Í stuttu viðtali við Fótbolti.net segir Ólafur að hann stefni á að vera kominn fyrr til baka.
Hinn 22 ára gamli Ólafur hefur byrjað alla þrjá leiki FH til þessa og er fyrirliði FH-liðsins ef Björn Daníel Sverrisson er ekki með. Hann getur leikið bæði sem vinstri bakvörður og miðvörður.
FH er með sex stig að loknum þremur umferðum.