Íbúar sváfu vært meðan á öllu gekk á jarðhæðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2024 15:57 Konan fannst látin í húsi í Naustahverfinu á Akureyri. Lítill samgangur er á milli íbúa í fjölbýlishúsinu þar sem er að finna ellefu íbúðir. Já.is Íbúar í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri þar sem kona fannst látin á fimmta tímanum í nótt virðast flestir hafa sofið á sínu græna eyra í nótt og ekki tekið eftir neinu. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á vettvangi vegna málsins. Lögregla lýsir því að hafa klukkan hálf fimm í nótt verið kölluð að fjölbýlishúsinu. Fyrstu lögreglumönnum sem komu á vettvang hafi verið vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og endurlífgunartilraunir hafist þegar í stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu er íbúðin sem um ræðir á jarðhæðinni. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á vettvang en tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi. Lögregla segir grun um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Í íbúðinni var annar einstaklingur og var hann handtekinn í þágu rannsóknar málsins og nýtur réttarstöðu sakbornings. Krafa um gæsluvarðhald yfir honum verður lögð fram fyrir dómi í dag. Það hafði enn ekki verið gert á fjórða tímanum í dag.. Fjölbýlishúsið stendur við Kjarnagötu á Akureyri og er í eigu leigufélagsins Heimstaden. Íbúi í húsinu sem fréttastofa ræddi við taldi að í íbúðinni byggju hjón í kringum sextugsaldur ásamt syni á þrítugsaldri. Þau hefðu flutt inn í húsið í vetur. Íbúar í húsinu sem fréttastofa ræddi við eiga það sameiginlegt að hafa ekki vaknað við læti í nótt. Þegar fólk vaknaði í morgun blasti við lögreglubifreið fyrir utan og hefur íbúum í húsinu meðal annars verið meinað að henda rusli. Fram kom í máli íbúanna sem vildu ekki láta nafns síns getið vegna þess að um harmleik er að ræða að reglulega hafi heyrst hróp og köll úr íbúðinni. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir litlar upplýsingar hægt að veita á frumstigum rannsóknar vegna rannsóknarhagsmuna. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sé mætt norður til að aðstoða á vettvangi auk réttarmeinafræðings. Farið verði fram á gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en Skarphéðinn hafði sjálfur ekki upplýsingar um lengdina sem farið yrði fram á. Ákærusvið sæi um það. Algengt er að farið sé fram á vikulagt gæsluvarðhald í fyrsta kasti. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Akureyri Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Tengdar fréttir Grunur um manndráp á Akureyri Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins. 22. apríl 2024 12:20 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lögregla lýsir því að hafa klukkan hálf fimm í nótt verið kölluð að fjölbýlishúsinu. Fyrstu lögreglumönnum sem komu á vettvang hafi verið vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og endurlífgunartilraunir hafist þegar í stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu er íbúðin sem um ræðir á jarðhæðinni. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á vettvang en tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi. Lögregla segir grun um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Í íbúðinni var annar einstaklingur og var hann handtekinn í þágu rannsóknar málsins og nýtur réttarstöðu sakbornings. Krafa um gæsluvarðhald yfir honum verður lögð fram fyrir dómi í dag. Það hafði enn ekki verið gert á fjórða tímanum í dag.. Fjölbýlishúsið stendur við Kjarnagötu á Akureyri og er í eigu leigufélagsins Heimstaden. Íbúi í húsinu sem fréttastofa ræddi við taldi að í íbúðinni byggju hjón í kringum sextugsaldur ásamt syni á þrítugsaldri. Þau hefðu flutt inn í húsið í vetur. Íbúar í húsinu sem fréttastofa ræddi við eiga það sameiginlegt að hafa ekki vaknað við læti í nótt. Þegar fólk vaknaði í morgun blasti við lögreglubifreið fyrir utan og hefur íbúum í húsinu meðal annars verið meinað að henda rusli. Fram kom í máli íbúanna sem vildu ekki láta nafns síns getið vegna þess að um harmleik er að ræða að reglulega hafi heyrst hróp og köll úr íbúðinni. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir litlar upplýsingar hægt að veita á frumstigum rannsóknar vegna rannsóknarhagsmuna. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sé mætt norður til að aðstoða á vettvangi auk réttarmeinafræðings. Farið verði fram á gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en Skarphéðinn hafði sjálfur ekki upplýsingar um lengdina sem farið yrði fram á. Ákærusvið sæi um það. Algengt er að farið sé fram á vikulagt gæsluvarðhald í fyrsta kasti. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Akureyri Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Tengdar fréttir Grunur um manndráp á Akureyri Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins. 22. apríl 2024 12:20 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Grunur um manndráp á Akureyri Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins. 22. apríl 2024 12:20