Valdarán í Kirkju sjöunda dags aðventista og tengslin við fyrirhugaðar framkvæmdir í Ölfusi Jón Hjörleifur Stefánsson og Ómar Torfason skrifa 23. apríl 2024 08:48 Undanfarin misseri hafa fyrirhugaðar stórframkvæmdir alþjóðlega steypurisans Heidelberg Materials í Ölfusi verið í fréttum. Heidelberg hyggst reisa stóra mölunarverksmiðju í námunda við Þorlákshöfn þar sem jarðefni úr Litla-Sandfelli og Lambafelli yrðu unnin og síðan flutt þaðan til Evrópu. Þessar áætlanir myndu breyta höfninni, ásýnd bæjarins og skapa gríðarlega mikla vörubílaumferð milli Þrengsla og Þorlákshafnar, auk þess sem Litla-Sandfell myndi hverfa með öllu. Áætlanirnar hafa einnig verið það umdeildar að Heidelberg hefur þegar breytt plönum sínum einusinni og sveitastjórnin hefur heitið íbúum íbúakosningu um málið. Hún verður haldin þann 1. júní nk. Það sem minna hefur verið í fréttum er sá usli sem þessar áætlanir hafa valdið í hópi landeigenda námanna en þær eru í eigu Kirkju sjöunda dags aðventista (KSDA). Málið er svo alvarlegt að það er hefur klofið trúfélagið í tvennt. Samningar KSDA við Eden Mining og námureksturinn gagnrýndur af safnaðarmeðlimum Þann 18. janúar 2022 skrifaði stjórn aðventista undir samning við Eden Mining sem gengur út frá því að Eden Mining semji við Heidelberg Materials. Eden Mining er í eigu Eiríks Ingvasonar og Kristins Ólafssonar og þeir eru báðir meðlimir í trúfélaginu. Samningaviðræðurnar stóðu yfir í um eitt ár en þeim var haldið leyndum frá meðlimum trúfélagsins. Engir meðlimir hafa fengið að sjá þann hluta samningsins sem fjallar um kosti og kjör samningsins því stjórn trúfélagsins segir að þessi hluti sé trúnaðarmál. Meðlimir vita því ekki hvað stjórnin samdi um fyrir hönd trúfélagsins. Nýi samningurinn felldi úr gildi og kom í stað eldri námusamninga trúfélagsins við Eden Mining frá 2008 og 2009. Framkvæmdir þeirra samninga höfðu vakið spurningar meðlima. Á það var t.d. bent að ólíkt almennum námurekstri var eitt aukaskref í námurekstri trúfélagsins: Eden Mining virðist hafa framselt námuréttindi sín (sem var bannað skv. samningunum) þar sem það lét aðra um námureksturinn í heild sinni. Þriðju aðilar sóttu efnið úr námunni, unnu það, seldu það og fluttu það. Þetta merkti að Eden Mining hagnaðist á því að vera milliliður í keðjunni og þessi milliliðsstaða skerti mögulegar tekjur trúfélagsins allverulega, því án milliliðar hefði trúfélagið fengið margfalt hærri upphæðir. Hvaða tilgangi Eden Mining þjónaði í námurekstrinum var því mörgum safnaðarmeðlimum ráðgáta. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem viðskiptahættir Eiríks eða fyrirtækja í eigu hans voru gagnrýndir. Í október 2006 ákvarðaði Neytendastofa að fyrirtækið EuroPro hefði misnotað trúnaðarupplýsingar sem eigendur höfðu haft með sér frá fyrri vinnuveitanda sínum. EuroPro var í eigu Eiríks og tveggja annarra manna. Að lokum varð gagnrýni safnaðarmeðlima svo hávær að stjórnin féllst á að láta þriðja aðila rannsaka námureksturinn 2021. Sú rannsókn var yfirstandandi þegar stjórnin skrifaði undir nýjan samning við Eden Mining. Mörgum meðlimum blöskraði að stjórnin skyldi skrifa undir samning við fyrirtæki sem verið væri að rannsaka áður en niðurstöður rannsóknarinnar lægju fyrir. Þótt engir meðlimir fyrir utan stjórnina og eigendur Eden Mining hafi lesið nýja samninginn í heild sinni er hluti hans aðgengilegur meðlimum og það er ljóst að hann felur í sér áframhaldandi milliliðastöðu Eden Mining og getur því eðli sínu samkvæmt varla verið jafnhagstæður og samningur án milliliðar. Skýrsla þriðja aðilans barst í maí 2022, nokkrum mánuðum eftir að stjórnin skrifaði undir nýja samninginn. Skýrslan svaraði ekki spurningum meðlima og gagnrýnin gerðist háværari og spurningarnar fleiri. Hér verður minnst á nokkrar áhyggjur meðlima. Alvarlegast þótti mörgum meðlimum að undirritun þessa samnings var ólögleg. 18. grein samþykkta KSDA bannar stjórninni að selja eignir trúfélagsins þegar það fellur ekki undir venjulega starfsemi. Í þeim tilvikum verður stjórnin að leggja fjárhagslegu ákvörðunina fyrir aðalfund. Það er skýrt að andi lagagreinarinnar er sá að takmarka vald stjórnarinnar þegar kemur að stórum fjárhagslegum ákvörðunum. Meðlimir bentu á námurekstur er ekki venjuleg starfsemi trúfélagsins og að námusamningar fælu í sér sölu á jarðefnum. Jarðefnið í námunum er sennilega verðmætasta eign trúfélagsins og því ætti ákvæðið hér við. KSDA heldur því fram að hlutverk sitt sé boðun fagnaðarerindisins og að kristið fólk eigi að sýna fordæmi í viðskiptasiðferði. Engu að síður sér stjórn trúfélagsins ekkert að því að ganga í viðskiptasamband við risastórt fyrirtæki með umdeildan orðstír. Nýi samningur KSDA við Eden Mining felur í sér frekari samninga Eden Mining við Heidelberg Materials en lögfræðingar þýska fyrirtækisins komu að samningagerð trúfélagsins við Eden Mining. Heidelberg er eitt stærsta fyrirtæki heimsins og hefur margoft verið sakað um mannréttindabrot í mörgum löndum sem það starfar í, t.d. í Palestínu. Um þetta eru til skýrslur. Aðventkirkjan á heimsvísu heldur sjöunda dag sköpunarvikunnar (laugardag) heilagan sem minnisvarða um sköpunina og kennir að mannkynið sé ráðsmenn náttúrunnar og beri að fara vel með hana. Trúfélagið hefur gefið út yfirlýsingar þess efnis að vernda beri náttúruna. Við fyrstu sýn virðist sem viðskiptasamningurinn sé í samræmi við náttúruvernd. Heidelberg og Eden Mining hafa sífellt haldið því fram að það að tæma námur aðventista í verksmiðju í Þorlákshöfn og senda efnið til steypugerðar í útlöndum feli í sér gríðarlega kolefnislosunarspörun. Meðlimir hafa hinsvegar bent á að það sé nokkuð kyndug ályktun að það að bryðja niður landslag sé lausn á mengunarvandanum. Engum gögnum hefur heldur verið teflt fram á mannamáli til að staðfesta þessa yfirlýsingu fyrirtækjanna eða til að útskýra hana fyrir almenningi. Hér er mögulega um grænþvott að ræða en því miður hafa íslenskir vísindamenn og náttúruverndarsinnar ekki séð akk sinn í því að rannsaka þetta mál. Meðlimir hafa einnig bent á það að stjórninni hefur orðið tíðrætt um „fjárhagslegar blessanir Guðs“ eftir undirritun þessa samnings sem bendir til þess að náttúruvernd hafi sennilega ekki verið helsta ástæða samningsins. Aðalfundur 2022 – samtakastjórn neitar að fara frá Þá vildi svo til að komið var að aðalfundi trúfélagsins sem haldinn var í september 2022. Meirihluti fulltrúa samþykktu tillögu þess efnis að stjórnsýslusviðið sem er fyrir ofan Ísland í trúfélaginu, svokölluð Stór-Evrópudeild (Deildin), myndi skipa nefnd til að rannsaka námureksturinn. Nefndin myndi skrifa skýrslu um málið fyrir aðalfund. Gert yrði hlé á aðalfundi og dagskrá hans hæfist að nýju þann 11. desember sem fælist m.a. í því að ræða skýrsluna og kjósa nýja stjórn. Fram að þessum seinnihluta fundar sæti fráfarandi stjórn áfram. Þessi seinnihluti aðalfundar sem átti að vera haldinn þann 11. desember 2022 var ekki haldinn. Þann 24. nóvember 2022 var meðlimum tilkynnt í vikulegu fréttabréfi trúfélagsins að ekki yrði af fundinum þar sem skýrslan lægi ekki fyrir. Ekki var útskýrt hvers vegna og í febrúar 2024, einu og hálfu ári síðar, hefur nefndin ekki hafið störf og stjórnin situr áfram. Þess má geta að þrír stjórnarmeðlimir eru launaðir starfsmenn og launin þeirra eru borguð með tíund frá meðlimum. Þann 14. mars 2024 tilkynnti Gavin Anthony formaður að Deildin myndi funda með stjórninni þann 17. mars til að útskýra fyrir samtakastjórn hvers vegna námunefndin hefði ekki hafið störf. Það brá því mörgum safnaðarmeðlimi þegar stjórnin tilkynnti í vikulegu fréttabréfi sínu þann 13. apríl 2024 að hún vissi ekki hvers vegna námunefndin hefði ekki hafið störf! Áframhaldandi seta stjórnarinnar er í trássi við lög trúfélagsins en í þeim stendur að fulltrúar yfirstandandi aðalfundar fari með æðsta vald trúfélagsins og eftir að þeir hafa kosið stjórn þiggi hún umboð sitt frá þeim. Núverandi stjórn fékk umboð frá aðalfundi til starfa til og með 11. desember 2022 en eftir það hafi hún ekki umboð og sé því ólögleg. Þótt skýrslan hefði ekki verið tilbúin á réttum tíma hafi það ekki veitt stjórninni leyfi til að sitja áfram heldur hefði aðalfundur átt að hittast þann dag samkvæmt því sem samþykkt var á fyrrihluta fundarins. Stjórnin heldur því hinsvegar fram að þar sem ekki sé hægt að halda aðalfund án fulltrúa Deildarinnar sé það ekki í hennar höndum að halda aðalfund ef Deildin vill ekki senda fulltrúa. Margir meðlimir segja þetta rangtúlkun: það sé satt að Deildarfulltrúi þurfi að sitja aðalfund en það sé hinsvegar einnig ljóst í lögunum að það sé stjórnin, en ekki Deildin, sem boði til aðalfundar. Safnaðarmeðlimir leita til dómsstóla og Sýslumanns Safnaðarmeðlimir og sér í lagi fulltrúar yfirstandandi aðalfundar reyndu að bregðast við þessari ólöglegu frestun aðalfundar og námumálinu almennt. Í fyrsta lagi fóru meðlimir að skrifa opin bréf og greinar (sjá t.d. vefsíðuna theminingcase.com á íslensku og ensku). Í öðru lagi sendu þeir stjórninni og Deildinni undirskriftalista þann 14. mars 2023 og 17. mars 2024 þar sem beðið var um aðalfundur yrði haldinn. Listarnir voru hunsaðir. Sumir meðlimir höfðu þegar misst þolinmæðina sumarið 2023 og ákváðu að stefna stjórninni (og því líka tæknilega KSDA) fyrir að hafa skrifað ólöglega undir nýja samninginn við Eden Mining. Héraðsdómur vísaði málinu frá sökum tæknigalla þann 20. febrúar 2024 og Landsréttur staðfesti frávísunina þann 9. apríl 2024. Í upphafi ársins 2024 áttuðu sumir meðlimir sig á því að skv. núverandi lögum um lífsskoðunar- og trúfélög sinnir Sýslumaður ríkisaðhaldi þegar það kemur að slíkum félögum. Þeir höfðu samband við Sýslumann og röktu málið fyrir honum, sérstaklega þann þátt að stjórnin sæti í leyfisleysi og neitaði að ljúka aðalfundi. Ef Sýslumaður metur stöðuna sem svo að ekki sé verið að fara eftir lögum getur hann kallað eftir aðalfundi – það er því möguleiki að slíkur þrýstingur leiði til þess að seinnihluti aðalfundar verði loksins haldinn á næstunni. Sumir safnaðarmeðlimir höfðu líka samband við lögreglu og kærðu fyrir henni það að stjórnin sæti umboðslaus og væri því mögulega að fara gegn landslögum með því að halda áfram að borga sér laun. Lögreglustjóri vísaði málinu frá og safnaðarmeðlimir áfrýjuðu úrskurði hans til embættis Ríkissaksóknara. Úrskurður verður væntanlega fyrirliggjandi um miðjan maí næstkomandi. Hagsmunir Yfirstandandi aðalfundur aðventista er orðinn 18 mánaða langur og er lengsti aðalfundur í 120 ára sögu trúfélagsins á Íslandi. Meðlimum hafa hvorki borist útskýringar á því hvers vegna nefndin hefur ekki hafið störf né hvenær skýrslunnar sé að vænta né hvenær aðalfundi verði lokið. Það er þó hægt að álykta hverjir hafa mesta hagsmuni af því að aðalfundi hafi verið frestað svona lengi og það útskýringarlaust. Eigendur Eden Mining hafa nefnilega gríðarlegra hagsmuna að gæta. Ef Ölfus veitir Heidelberg endanlega leyfi til að reisa verksmiðjuna þá munu eigendur Eden Mining hagnast gríðarlega. Að fresta aðalfundi hefur líka verið tekjulind fyrir launaða stjórnendur því þeir halda áfram að taka sér laun úr sjóðum kirkjunnar. Núverandi stjórn hefur sett aðeins tvö verkefni í öndvegi en fjársvelt önnur verkefni. Fjölskyldumeðlimir og vinir stjórnarinnar og Eden Mining hafa verið ráðnir í allmargar stöður í þessum tveimur verkefnum. Núverandi starfsmannafjöldi trúfélagsins hefur aukist undanfarin ár og hefur ekki verið jafnmikill áratugum saman. Aukningin er aðallega vegna þess að trúfélagið getur ráðið fleiri núna sökum tekna af samningum kirkjunnar við Eden Mining. Það eru því gagnkvæmir hagsmunir hjá Eden Mining og núverandi stjórn að ekki sé hróflað við samningum og að núverandi stjórn sitji sem lengst og verði helst endurkjörin. Aðrir meðlimir segja hinsvegar að þetta sé spilling þar sem viss hópur hagnist á þessu fyrirkomulagi en ekki trúfélagið í heild sinni. Áframhaldandi seta stjórnarinnar sé valdarán þar sem hún sitji í umboðsleysi. Höfundar eru félagar í Kirkju sjöunda dags aðventista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Námuvinnsla Ölfus Árborg Félagasamtök Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa fyrirhugaðar stórframkvæmdir alþjóðlega steypurisans Heidelberg Materials í Ölfusi verið í fréttum. Heidelberg hyggst reisa stóra mölunarverksmiðju í námunda við Þorlákshöfn þar sem jarðefni úr Litla-Sandfelli og Lambafelli yrðu unnin og síðan flutt þaðan til Evrópu. Þessar áætlanir myndu breyta höfninni, ásýnd bæjarins og skapa gríðarlega mikla vörubílaumferð milli Þrengsla og Þorlákshafnar, auk þess sem Litla-Sandfell myndi hverfa með öllu. Áætlanirnar hafa einnig verið það umdeildar að Heidelberg hefur þegar breytt plönum sínum einusinni og sveitastjórnin hefur heitið íbúum íbúakosningu um málið. Hún verður haldin þann 1. júní nk. Það sem minna hefur verið í fréttum er sá usli sem þessar áætlanir hafa valdið í hópi landeigenda námanna en þær eru í eigu Kirkju sjöunda dags aðventista (KSDA). Málið er svo alvarlegt að það er hefur klofið trúfélagið í tvennt. Samningar KSDA við Eden Mining og námureksturinn gagnrýndur af safnaðarmeðlimum Þann 18. janúar 2022 skrifaði stjórn aðventista undir samning við Eden Mining sem gengur út frá því að Eden Mining semji við Heidelberg Materials. Eden Mining er í eigu Eiríks Ingvasonar og Kristins Ólafssonar og þeir eru báðir meðlimir í trúfélaginu. Samningaviðræðurnar stóðu yfir í um eitt ár en þeim var haldið leyndum frá meðlimum trúfélagsins. Engir meðlimir hafa fengið að sjá þann hluta samningsins sem fjallar um kosti og kjör samningsins því stjórn trúfélagsins segir að þessi hluti sé trúnaðarmál. Meðlimir vita því ekki hvað stjórnin samdi um fyrir hönd trúfélagsins. Nýi samningurinn felldi úr gildi og kom í stað eldri námusamninga trúfélagsins við Eden Mining frá 2008 og 2009. Framkvæmdir þeirra samninga höfðu vakið spurningar meðlima. Á það var t.d. bent að ólíkt almennum námurekstri var eitt aukaskref í námurekstri trúfélagsins: Eden Mining virðist hafa framselt námuréttindi sín (sem var bannað skv. samningunum) þar sem það lét aðra um námureksturinn í heild sinni. Þriðju aðilar sóttu efnið úr námunni, unnu það, seldu það og fluttu það. Þetta merkti að Eden Mining hagnaðist á því að vera milliliður í keðjunni og þessi milliliðsstaða skerti mögulegar tekjur trúfélagsins allverulega, því án milliliðar hefði trúfélagið fengið margfalt hærri upphæðir. Hvaða tilgangi Eden Mining þjónaði í námurekstrinum var því mörgum safnaðarmeðlimum ráðgáta. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem viðskiptahættir Eiríks eða fyrirtækja í eigu hans voru gagnrýndir. Í október 2006 ákvarðaði Neytendastofa að fyrirtækið EuroPro hefði misnotað trúnaðarupplýsingar sem eigendur höfðu haft með sér frá fyrri vinnuveitanda sínum. EuroPro var í eigu Eiríks og tveggja annarra manna. Að lokum varð gagnrýni safnaðarmeðlima svo hávær að stjórnin féllst á að láta þriðja aðila rannsaka námureksturinn 2021. Sú rannsókn var yfirstandandi þegar stjórnin skrifaði undir nýjan samning við Eden Mining. Mörgum meðlimum blöskraði að stjórnin skyldi skrifa undir samning við fyrirtæki sem verið væri að rannsaka áður en niðurstöður rannsóknarinnar lægju fyrir. Þótt engir meðlimir fyrir utan stjórnina og eigendur Eden Mining hafi lesið nýja samninginn í heild sinni er hluti hans aðgengilegur meðlimum og það er ljóst að hann felur í sér áframhaldandi milliliðastöðu Eden Mining og getur því eðli sínu samkvæmt varla verið jafnhagstæður og samningur án milliliðar. Skýrsla þriðja aðilans barst í maí 2022, nokkrum mánuðum eftir að stjórnin skrifaði undir nýja samninginn. Skýrslan svaraði ekki spurningum meðlima og gagnrýnin gerðist háværari og spurningarnar fleiri. Hér verður minnst á nokkrar áhyggjur meðlima. Alvarlegast þótti mörgum meðlimum að undirritun þessa samnings var ólögleg. 18. grein samþykkta KSDA bannar stjórninni að selja eignir trúfélagsins þegar það fellur ekki undir venjulega starfsemi. Í þeim tilvikum verður stjórnin að leggja fjárhagslegu ákvörðunina fyrir aðalfund. Það er skýrt að andi lagagreinarinnar er sá að takmarka vald stjórnarinnar þegar kemur að stórum fjárhagslegum ákvörðunum. Meðlimir bentu á námurekstur er ekki venjuleg starfsemi trúfélagsins og að námusamningar fælu í sér sölu á jarðefnum. Jarðefnið í námunum er sennilega verðmætasta eign trúfélagsins og því ætti ákvæðið hér við. KSDA heldur því fram að hlutverk sitt sé boðun fagnaðarerindisins og að kristið fólk eigi að sýna fordæmi í viðskiptasiðferði. Engu að síður sér stjórn trúfélagsins ekkert að því að ganga í viðskiptasamband við risastórt fyrirtæki með umdeildan orðstír. Nýi samningur KSDA við Eden Mining felur í sér frekari samninga Eden Mining við Heidelberg Materials en lögfræðingar þýska fyrirtækisins komu að samningagerð trúfélagsins við Eden Mining. Heidelberg er eitt stærsta fyrirtæki heimsins og hefur margoft verið sakað um mannréttindabrot í mörgum löndum sem það starfar í, t.d. í Palestínu. Um þetta eru til skýrslur. Aðventkirkjan á heimsvísu heldur sjöunda dag sköpunarvikunnar (laugardag) heilagan sem minnisvarða um sköpunina og kennir að mannkynið sé ráðsmenn náttúrunnar og beri að fara vel með hana. Trúfélagið hefur gefið út yfirlýsingar þess efnis að vernda beri náttúruna. Við fyrstu sýn virðist sem viðskiptasamningurinn sé í samræmi við náttúruvernd. Heidelberg og Eden Mining hafa sífellt haldið því fram að það að tæma námur aðventista í verksmiðju í Þorlákshöfn og senda efnið til steypugerðar í útlöndum feli í sér gríðarlega kolefnislosunarspörun. Meðlimir hafa hinsvegar bent á að það sé nokkuð kyndug ályktun að það að bryðja niður landslag sé lausn á mengunarvandanum. Engum gögnum hefur heldur verið teflt fram á mannamáli til að staðfesta þessa yfirlýsingu fyrirtækjanna eða til að útskýra hana fyrir almenningi. Hér er mögulega um grænþvott að ræða en því miður hafa íslenskir vísindamenn og náttúruverndarsinnar ekki séð akk sinn í því að rannsaka þetta mál. Meðlimir hafa einnig bent á það að stjórninni hefur orðið tíðrætt um „fjárhagslegar blessanir Guðs“ eftir undirritun þessa samnings sem bendir til þess að náttúruvernd hafi sennilega ekki verið helsta ástæða samningsins. Aðalfundur 2022 – samtakastjórn neitar að fara frá Þá vildi svo til að komið var að aðalfundi trúfélagsins sem haldinn var í september 2022. Meirihluti fulltrúa samþykktu tillögu þess efnis að stjórnsýslusviðið sem er fyrir ofan Ísland í trúfélaginu, svokölluð Stór-Evrópudeild (Deildin), myndi skipa nefnd til að rannsaka námureksturinn. Nefndin myndi skrifa skýrslu um málið fyrir aðalfund. Gert yrði hlé á aðalfundi og dagskrá hans hæfist að nýju þann 11. desember sem fælist m.a. í því að ræða skýrsluna og kjósa nýja stjórn. Fram að þessum seinnihluta fundar sæti fráfarandi stjórn áfram. Þessi seinnihluti aðalfundar sem átti að vera haldinn þann 11. desember 2022 var ekki haldinn. Þann 24. nóvember 2022 var meðlimum tilkynnt í vikulegu fréttabréfi trúfélagsins að ekki yrði af fundinum þar sem skýrslan lægi ekki fyrir. Ekki var útskýrt hvers vegna og í febrúar 2024, einu og hálfu ári síðar, hefur nefndin ekki hafið störf og stjórnin situr áfram. Þess má geta að þrír stjórnarmeðlimir eru launaðir starfsmenn og launin þeirra eru borguð með tíund frá meðlimum. Þann 14. mars 2024 tilkynnti Gavin Anthony formaður að Deildin myndi funda með stjórninni þann 17. mars til að útskýra fyrir samtakastjórn hvers vegna námunefndin hefði ekki hafið störf. Það brá því mörgum safnaðarmeðlimi þegar stjórnin tilkynnti í vikulegu fréttabréfi sínu þann 13. apríl 2024 að hún vissi ekki hvers vegna námunefndin hefði ekki hafið störf! Áframhaldandi seta stjórnarinnar er í trássi við lög trúfélagsins en í þeim stendur að fulltrúar yfirstandandi aðalfundar fari með æðsta vald trúfélagsins og eftir að þeir hafa kosið stjórn þiggi hún umboð sitt frá þeim. Núverandi stjórn fékk umboð frá aðalfundi til starfa til og með 11. desember 2022 en eftir það hafi hún ekki umboð og sé því ólögleg. Þótt skýrslan hefði ekki verið tilbúin á réttum tíma hafi það ekki veitt stjórninni leyfi til að sitja áfram heldur hefði aðalfundur átt að hittast þann dag samkvæmt því sem samþykkt var á fyrrihluta fundarins. Stjórnin heldur því hinsvegar fram að þar sem ekki sé hægt að halda aðalfund án fulltrúa Deildarinnar sé það ekki í hennar höndum að halda aðalfund ef Deildin vill ekki senda fulltrúa. Margir meðlimir segja þetta rangtúlkun: það sé satt að Deildarfulltrúi þurfi að sitja aðalfund en það sé hinsvegar einnig ljóst í lögunum að það sé stjórnin, en ekki Deildin, sem boði til aðalfundar. Safnaðarmeðlimir leita til dómsstóla og Sýslumanns Safnaðarmeðlimir og sér í lagi fulltrúar yfirstandandi aðalfundar reyndu að bregðast við þessari ólöglegu frestun aðalfundar og námumálinu almennt. Í fyrsta lagi fóru meðlimir að skrifa opin bréf og greinar (sjá t.d. vefsíðuna theminingcase.com á íslensku og ensku). Í öðru lagi sendu þeir stjórninni og Deildinni undirskriftalista þann 14. mars 2023 og 17. mars 2024 þar sem beðið var um aðalfundur yrði haldinn. Listarnir voru hunsaðir. Sumir meðlimir höfðu þegar misst þolinmæðina sumarið 2023 og ákváðu að stefna stjórninni (og því líka tæknilega KSDA) fyrir að hafa skrifað ólöglega undir nýja samninginn við Eden Mining. Héraðsdómur vísaði málinu frá sökum tæknigalla þann 20. febrúar 2024 og Landsréttur staðfesti frávísunina þann 9. apríl 2024. Í upphafi ársins 2024 áttuðu sumir meðlimir sig á því að skv. núverandi lögum um lífsskoðunar- og trúfélög sinnir Sýslumaður ríkisaðhaldi þegar það kemur að slíkum félögum. Þeir höfðu samband við Sýslumann og röktu málið fyrir honum, sérstaklega þann þátt að stjórnin sæti í leyfisleysi og neitaði að ljúka aðalfundi. Ef Sýslumaður metur stöðuna sem svo að ekki sé verið að fara eftir lögum getur hann kallað eftir aðalfundi – það er því möguleiki að slíkur þrýstingur leiði til þess að seinnihluti aðalfundar verði loksins haldinn á næstunni. Sumir safnaðarmeðlimir höfðu líka samband við lögreglu og kærðu fyrir henni það að stjórnin sæti umboðslaus og væri því mögulega að fara gegn landslögum með því að halda áfram að borga sér laun. Lögreglustjóri vísaði málinu frá og safnaðarmeðlimir áfrýjuðu úrskurði hans til embættis Ríkissaksóknara. Úrskurður verður væntanlega fyrirliggjandi um miðjan maí næstkomandi. Hagsmunir Yfirstandandi aðalfundur aðventista er orðinn 18 mánaða langur og er lengsti aðalfundur í 120 ára sögu trúfélagsins á Íslandi. Meðlimum hafa hvorki borist útskýringar á því hvers vegna nefndin hefur ekki hafið störf né hvenær skýrslunnar sé að vænta né hvenær aðalfundi verði lokið. Það er þó hægt að álykta hverjir hafa mesta hagsmuni af því að aðalfundi hafi verið frestað svona lengi og það útskýringarlaust. Eigendur Eden Mining hafa nefnilega gríðarlegra hagsmuna að gæta. Ef Ölfus veitir Heidelberg endanlega leyfi til að reisa verksmiðjuna þá munu eigendur Eden Mining hagnast gríðarlega. Að fresta aðalfundi hefur líka verið tekjulind fyrir launaða stjórnendur því þeir halda áfram að taka sér laun úr sjóðum kirkjunnar. Núverandi stjórn hefur sett aðeins tvö verkefni í öndvegi en fjársvelt önnur verkefni. Fjölskyldumeðlimir og vinir stjórnarinnar og Eden Mining hafa verið ráðnir í allmargar stöður í þessum tveimur verkefnum. Núverandi starfsmannafjöldi trúfélagsins hefur aukist undanfarin ár og hefur ekki verið jafnmikill áratugum saman. Aukningin er aðallega vegna þess að trúfélagið getur ráðið fleiri núna sökum tekna af samningum kirkjunnar við Eden Mining. Það eru því gagnkvæmir hagsmunir hjá Eden Mining og núverandi stjórn að ekki sé hróflað við samningum og að núverandi stjórn sitji sem lengst og verði helst endurkjörin. Aðrir meðlimir segja hinsvegar að þetta sé spilling þar sem viss hópur hagnist á þessu fyrirkomulagi en ekki trúfélagið í heild sinni. Áframhaldandi seta stjórnarinnar sé valdarán þar sem hún sitji í umboðsleysi. Höfundar eru félagar í Kirkju sjöunda dags aðventista.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun