Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá því að lögreglumenn hafi orðið vör við fíkniefnaviðskipti sem áttu að fara fram fyrir framan nefið á þeim. Fíkniefnasalinn var handtekinn og töluvert magn fíkniefna og peninga fannst við leit á honum.
Þá er greint frá því að ungmenni hafi verið stöðvað af lögreglu eftir að hafa reynt að ljúga til um nafn og þar á eftir hlaupa frá lögreglu. Fram kemur að ungmennið hafi verið með tvo hnífa á sér. Að sögn lögreglu verður málið leyst með aðkomu barnaverndaryfirvalda.
Einstaklingur var handtekinn eftir ölvunarakstur og áreksktur, en hann reyndi að stinga af. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins.