Nýtt merki Þróttar komið á búninginn Valur Páll Eiríksson skrifar 19. apríl 2024 14:54 Sæunn Björnsdóttir sýnir nýja merkið í myndatöku Þróttarliðsins fyrir komandi leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að enn eigi eftir að kjósa um tillögu að nýju merki Þróttar í Reykjavík er búið að prenta það á búninga liðsins. Kvennalið félagsins hefur leik í Bestu deild kvenna á mánudagskvöld. Tillaga um nýtt merki var kynnt í vikunni og stendur til að kjósa um breytingu á merki og búningi á auka aðalfundi félagsins á mánudaginn kemur, 22. apríl. Töluvert hefur verið rætt og ritað um merkisbreytinguna á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum um breytinguna. Eldra merkið hefur verið í notkun frá 1980. Í kynningu á nýja merkinu á heimasíðu Þróttar segir að stærsta ástæðan fyrir því að ráðist var í að hanna það var vegna þess að Þróttur gengur í daglegu tali bara undir nafninu Þróttur, ekki Knattspyrnufélagið Þróttur. Í nýja merkinu eru ekki stafirnir KÞ heldur nafnið Þróttur á toppi þess. Kvennalið Þróttar var í myndatöku hjá Stöð 2 Sport í vikunni fyrir komandi leiktíð en athygli vakti að þar er nýja merkið komið á treyjur liðsins þrátt fyrir að samþykki fyrir breytingu á merkinu liggi ekki fyrir. Óvíst er hvað fólk gerir í Laugardalnum verði tillagan felld. Ekki búið að prenta á alla búninga og félagsmenn ráða för Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar kveðst ekki hafa skýringar á því hvers vegna nýja merkið var á treyjum sem nýttar voru í myndatöku fyrir kynningarefni Bestu deildarinnar. „Þetta eru gamlar treyjur sem voru notaðar í hugmyndavinnunni. Ég svo sem hef ekki skýringar af hverju þær voru í þessari treyju í myndatöku. Ég kom náttúrulega ekki að því,“ Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar, hafði ekki umsjón með treyjunum sem nýttar voru í myndatökunni og hefur ekki skýringar á því hvers vegna þetta merki hafi verið á búningunum.Vísir/Vilhelm „Ég get sagt að búningarnir voru að koma til landsins í dag og gamla merkið er á þessu nýja keppnissetti. Það er ekki búið að merkja alla búninga félagsins með þessari tillögu að merki,“ segir Bjarnólfur. Það kemur því í ljós á fundinum á mánudag hvort verður ofan á, nýja merkið eða það gamla. „Það er lýðræði í félaginu eins og lögin kveða á um. Þessi tillaga verður lögð fyrir á auka aðalfundi og verða greidd atkvæði um. Það er þá félagsmanna að ákveða hvort þeir vilji halda núverandi merki eða uppfæra miðað við þær tillögur sem hafa verið bornar fram.“ Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti, greinir frá því á samfélagsmiðlinum X að fjórir búningar hafi verið prentaðir fyrir myndatökuna með nýja merkinu. Líkt og Bjarnólfur segir hann að gamla merkið sé á nýju treyjunum og að prenta þurfi yfir það, fari breytingin í gegn á auka aðalfundinum á mánudaginn kemur. Fréttin hefur verið uppfærð. Jelenu Tinnu Kujundzic virðist vænt um merkið.Vísir/Hulda Margrét Hafdís Hafsteinsdóttir sýnir merkið á markmannstreyjunni.Vísir/Hulda Margrét Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Tíska og hönnun Reykjavík Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Brakar í heila prófessorsins Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þrótti 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 19. apríl 2024 12:01 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
Tillaga um nýtt merki var kynnt í vikunni og stendur til að kjósa um breytingu á merki og búningi á auka aðalfundi félagsins á mánudaginn kemur, 22. apríl. Töluvert hefur verið rætt og ritað um merkisbreytinguna á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum um breytinguna. Eldra merkið hefur verið í notkun frá 1980. Í kynningu á nýja merkinu á heimasíðu Þróttar segir að stærsta ástæðan fyrir því að ráðist var í að hanna það var vegna þess að Þróttur gengur í daglegu tali bara undir nafninu Þróttur, ekki Knattspyrnufélagið Þróttur. Í nýja merkinu eru ekki stafirnir KÞ heldur nafnið Þróttur á toppi þess. Kvennalið Þróttar var í myndatöku hjá Stöð 2 Sport í vikunni fyrir komandi leiktíð en athygli vakti að þar er nýja merkið komið á treyjur liðsins þrátt fyrir að samþykki fyrir breytingu á merkinu liggi ekki fyrir. Óvíst er hvað fólk gerir í Laugardalnum verði tillagan felld. Ekki búið að prenta á alla búninga og félagsmenn ráða för Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar kveðst ekki hafa skýringar á því hvers vegna nýja merkið var á treyjum sem nýttar voru í myndatöku fyrir kynningarefni Bestu deildarinnar. „Þetta eru gamlar treyjur sem voru notaðar í hugmyndavinnunni. Ég svo sem hef ekki skýringar af hverju þær voru í þessari treyju í myndatöku. Ég kom náttúrulega ekki að því,“ Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar, hafði ekki umsjón með treyjunum sem nýttar voru í myndatökunni og hefur ekki skýringar á því hvers vegna þetta merki hafi verið á búningunum.Vísir/Vilhelm „Ég get sagt að búningarnir voru að koma til landsins í dag og gamla merkið er á þessu nýja keppnissetti. Það er ekki búið að merkja alla búninga félagsins með þessari tillögu að merki,“ segir Bjarnólfur. Það kemur því í ljós á fundinum á mánudag hvort verður ofan á, nýja merkið eða það gamla. „Það er lýðræði í félaginu eins og lögin kveða á um. Þessi tillaga verður lögð fyrir á auka aðalfundi og verða greidd atkvæði um. Það er þá félagsmanna að ákveða hvort þeir vilji halda núverandi merki eða uppfæra miðað við þær tillögur sem hafa verið bornar fram.“ Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti, greinir frá því á samfélagsmiðlinum X að fjórir búningar hafi verið prentaðir fyrir myndatökuna með nýja merkinu. Líkt og Bjarnólfur segir hann að gamla merkið sé á nýju treyjunum og að prenta þurfi yfir það, fari breytingin í gegn á auka aðalfundinum á mánudaginn kemur. Fréttin hefur verið uppfærð. Jelenu Tinnu Kujundzic virðist vænt um merkið.Vísir/Hulda Margrét Hafdís Hafsteinsdóttir sýnir merkið á markmannstreyjunni.Vísir/Hulda Margrét
Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Tíska og hönnun Reykjavík Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Brakar í heila prófessorsins Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þrótti 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 19. apríl 2024 12:01 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
Besta-spáin 2024: Brakar í heila prófessorsins Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þrótti 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 19. apríl 2024 12:01