Um er að ræða 50 fermetra eign með einu svefnherbergi og einu baðherbergi. Stofa og borðstofa er í opnu og björtu rými með útgengi á svalir til suðurs. Ásett verð er 50,5 milljónir.
![](https://www.visir.is/i/82EE802768D3FE603B2BE2B04FE030C7A90985F2F2D61EDC2DE9C91AF5630046_713x0.jpg)
Heimili Valgerðar er notalega innréttað á mínímalískan máta. Blár velúrsófi í stofunni setur skemmtilegan svip á rýmið sem annars er afar stílhreint.
Græni liturinn virðist heilla Valgerði, en veggir í eldhúsi og á baðherbergi eru málaðir í svipuðum lit. Auk þess má sjá myntugrænan ískáp.
„Hringbrautin mín besta er komin á sölu,“ skrifar Valgerður um eignina á Facebook.
Nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis.
![](https://www.visir.is/i/31C4BC75205B3CCE2785BD32C6C9178C5F5D9D02D2DB328AA86130DFA3D3FA08_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/75F194948BB009D8F56CEC29571ABD73489A91C91DDEF8D89228DED3FC540D50_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/2DF0D84D8FB88F88C96DE325BDE79599E59DAA01FABE8A96BCCCE18DF93B8C81_713x0.jpg)