Kíghósti hefur náð útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu Boði Logason skrifar 18. apríl 2024 16:36 Kíghósti er öndunarfærasýking sem er algengust hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Getty Kíghósti hefur greinst hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu. Sumir þeirra hafa verið með einkenni frá því í mars en aðrir skemur. Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að ljóst sé að sýkingin hafi náð útbreiðslu, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Útbreiðsla sjúkdómsins í heiminum hefur farið vaxandi síðustu 20 ár. Kíghósti er öndunarfærasýking sem er algengust hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Hjá unglingum og fullorðnum birtist sjúkdómurinn sem langvarandi og þrálátur hósti. Á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að einkenni kíghósta séu vægt kvef, vaxandi hósti, slímsöfnun og slæm hóstaköst, sérstaklega á næturnar. Eftir um það bil tvær vikur færast einkennin í vöxt með áköfum hóstaköstum og fylgir þeim einkennandi soghljóð við innöndun. Síðari einkenni eru kíghósta eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta verið til staðar í allt að 10 vikur. Smit berst milli manna með úða frá öndunarfærum, til dæmis með hnerra. Meðgöngutími sjúkdómsins er yfirleitt um tvær til þrjár vikur. „Ung börn, sérstaklega börn innan eins árs, geta orðið alvarlega veik. Fullbólusettir einstaklingar veikjast sjaldan alvarlega en geta fengið langvinnan og hvimleiðan hósta, enda er kíghósti einnig nefndur „hundrað daga hósti“. Ef grunur leikur á kíghóstasmiti er fólki af landinu öllu bent á að heyra í Upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í síma 1700 eða á netspjalli Heilsuveru til að fá ráðleggingar um viðbrögð,“ segir á vef heilsugæslunnar. Einstaklingar með kíghósta þurfa að draga eins og kostur er úr umgengni við ungbörn í um tvær vikur ef innan við 10 ár eru frá því viðkomandi var bólusettur eða lengur ef lengra er frá bólusetningu. Mikilvægt er að þau sem smitast haldi sig heima á meðan veikindin ganga yfir. Sýklalyf gagnast sjaldan til að draga úr veikindum vegna kíghósta en er beitt í einstaka tilfellum, til að mynda ef sýkingin veldur bráðri lungnabólgu. Nánar má lesa um kíghósta á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að ljóst sé að sýkingin hafi náð útbreiðslu, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Útbreiðsla sjúkdómsins í heiminum hefur farið vaxandi síðustu 20 ár. Kíghósti er öndunarfærasýking sem er algengust hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Hjá unglingum og fullorðnum birtist sjúkdómurinn sem langvarandi og þrálátur hósti. Á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að einkenni kíghósta séu vægt kvef, vaxandi hósti, slímsöfnun og slæm hóstaköst, sérstaklega á næturnar. Eftir um það bil tvær vikur færast einkennin í vöxt með áköfum hóstaköstum og fylgir þeim einkennandi soghljóð við innöndun. Síðari einkenni eru kíghósta eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta verið til staðar í allt að 10 vikur. Smit berst milli manna með úða frá öndunarfærum, til dæmis með hnerra. Meðgöngutími sjúkdómsins er yfirleitt um tvær til þrjár vikur. „Ung börn, sérstaklega börn innan eins árs, geta orðið alvarlega veik. Fullbólusettir einstaklingar veikjast sjaldan alvarlega en geta fengið langvinnan og hvimleiðan hósta, enda er kíghósti einnig nefndur „hundrað daga hósti“. Ef grunur leikur á kíghóstasmiti er fólki af landinu öllu bent á að heyra í Upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í síma 1700 eða á netspjalli Heilsuveru til að fá ráðleggingar um viðbrögð,“ segir á vef heilsugæslunnar. Einstaklingar með kíghósta þurfa að draga eins og kostur er úr umgengni við ungbörn í um tvær vikur ef innan við 10 ár eru frá því viðkomandi var bólusettur eða lengur ef lengra er frá bólusetningu. Mikilvægt er að þau sem smitast haldi sig heima á meðan veikindin ganga yfir. Sýklalyf gagnast sjaldan til að draga úr veikindum vegna kíghósta en er beitt í einstaka tilfellum, til að mynda ef sýkingin veldur bráðri lungnabólgu. Nánar má lesa um kíghósta á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira