Farsæl hagræðing í kjötiðnaði innan ramma samkeppnislaga Ólafur Stephensen skrifar 18. apríl 2024 11:00 Stuðningsmenn nýlegra breytinga á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, virðast sumir hverjir haldnir þeim reginmisskilningi að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja hagræðingu í kjötiðnaðinum. Í Bændablaðinu í síðustu viku var rætt við ýmsa þá sem telja gagn að lagabreytingunni, þar á meðal Þórarin Inga Pétursson, formann atvinnuveganefndar Alþingis, sem var á meðal þeirra sem knúðu lagabreytinguna í gegnum þingið. Farsælt sameiningarferli við Eyjafjörð Þórarinn Ingi segir þar að rétt sé að benda á að þegar framleiðendafélögum sé gert mögulegt að þétta raðirnar og standa saman, sé þeim um leið gert betur mögulegt að sækja fram í vöruróun og nýsköpun og veita innfluttu kjöti samkeppni í verði í einhverjum vöruflokkum. „Ég þekki vel til farsæls sameiningarferlis Norðlenska og Kjarnafæðis, þar sem tvö fyrirtæki hvort sínum megin við Pollinn í Eyjafirðinum kepptu á þessum örmarkaði með fleiri hundruð vörunúmer,“ segir nefndarformaðurinn. Það er óneitanlega athyglisvert að Þórarinn skuli vísa til þessa farsæla sameiningarferlis, því að sameining Norðlenska og Kjarnafæðis er einmitt dæmi um vel heppnaða hagræðingu á kjötmarkaði sem fór fram innan ramma samkeppnislaganna og undir eftirliti samkeppnisyfirvalda, sem settu samrunanum skilyrði m.a. til að vernda hagsmuni bæði bænda og neytenda. Ekki þurfti að breyta neinum lögum til að þessi sameining gæti átt sér stað. Hagræðing er vel framkvæmanleg Samruninn við Eyjafjörð sýnir að hagræðing á kjötmarkaði er vel framkvæmanleg innan þeirra skilyrða sem sett eru í 15. grein samkeppnislaganna, en hún kveður á um að ákvæði laganna um bann við samstilltum aðgerðum fyrirtækja eða samkeppnishindrunum gildi ekki ef samstarfið uppfylli tiltekin skilyrði, þar á meðal um að veita neytendum sanngjarna hlutdeild í ávinningi sem af samstarfinu hlýst og fyrirtækjunum sé ekki veitt færi á að koma í veg fyrir samkeppni að því er varðar verulegan hluta framleiðsluvaranna eða þjónustunnar sem um er að ræða. Félag atvinnurekenda og fleiri samtök hafa margoft bent á að 15. greinin veiti nægt svigrúm til að hagræða í greininni á forsendum almannahagsmuna. Breytingin á búvörulögum, sem samþykkt var á Alþingi fyrir páska, var ekki bara skaðleg heldur allsendis ónauðsynleg. Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar, sem fylgdi hinu nýja frumvarpi um samkeppnisundanþágur, sem lögmenn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði skrifuðu fyrir meirihlutann, er 15. grein samkeppnislaga afgreidd með einni setningu: „Meiri hlutinn telur að ákvæði 15. gr. samkeppnislaga veiti ekki nægjanlegt svigrúm til samstarfs, m.a. þar sem ekki er heimilt að taka tillit til hagsmuna framleiðenda.“ Þetta er allur rökstuðningurinn – eða öllu heldur allur misskilningurinn. Það liggur nefnilega í hlutarins eðli að ef tveir framleiðendur eða fleiri leita eftir undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga á grundvelli 15. greinarinnar, gera þeir það á forsendum sinna hagsmuna. Skilyrði 15. greinarinnar eru hins vegar hugsuð til að vernda hagsmuni neytenda og samfélagsins alls af því að ekki sé komið í veg fyrir samkeppni þótt komið sé til móts við hagsmuni fyrirtækja sem vilja hafa með sér samstarf í hagræðingarskyni. Ekki á forsendum neytenda og samkeppni Því miður er það svo, að þeir sem telja nauðsynlega forsendu hagræðingar í slátrun og kjötvinnslu að veita framleiðendum undanþágur umfram þær sem felast í 15. greininni, eru um leið að lýsa því yfir í raun að hagræðingin muni ekki fara fram á forsendum neytenda og að hún muni koma í veg fyrir samkeppni. Stjórnmálamenn og talsmenn afurðastöðva geta lengi haldið áfram að reyna að pakka málinu inn sem framfaramáli fyrir alla hlutaðeigandi, en staðreyndin er sú að lagabreytingin þjónar þröngum sérhagsmunum afurðastöðva. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að t.d. hinir fjársterkari á þessum markaði kaupi upp hina minni og að hinir fáu stóru skipti með sér verkum og markaði. Þá stefnir ástandið hratt í það sama og við sjáum á mjólkurmarkaðnum, einokun eins eða örfárra fyrirtækja, bara án þess aðhalds sem eignarhald bænda og opinber verðlagning skapar í mjólkurgeiranum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samkeppnismál Neytendur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Stuðningsmenn nýlegra breytinga á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, virðast sumir hverjir haldnir þeim reginmisskilningi að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja hagræðingu í kjötiðnaðinum. Í Bændablaðinu í síðustu viku var rætt við ýmsa þá sem telja gagn að lagabreytingunni, þar á meðal Þórarin Inga Pétursson, formann atvinnuveganefndar Alþingis, sem var á meðal þeirra sem knúðu lagabreytinguna í gegnum þingið. Farsælt sameiningarferli við Eyjafjörð Þórarinn Ingi segir þar að rétt sé að benda á að þegar framleiðendafélögum sé gert mögulegt að þétta raðirnar og standa saman, sé þeim um leið gert betur mögulegt að sækja fram í vöruróun og nýsköpun og veita innfluttu kjöti samkeppni í verði í einhverjum vöruflokkum. „Ég þekki vel til farsæls sameiningarferlis Norðlenska og Kjarnafæðis, þar sem tvö fyrirtæki hvort sínum megin við Pollinn í Eyjafirðinum kepptu á þessum örmarkaði með fleiri hundruð vörunúmer,“ segir nefndarformaðurinn. Það er óneitanlega athyglisvert að Þórarinn skuli vísa til þessa farsæla sameiningarferlis, því að sameining Norðlenska og Kjarnafæðis er einmitt dæmi um vel heppnaða hagræðingu á kjötmarkaði sem fór fram innan ramma samkeppnislaganna og undir eftirliti samkeppnisyfirvalda, sem settu samrunanum skilyrði m.a. til að vernda hagsmuni bæði bænda og neytenda. Ekki þurfti að breyta neinum lögum til að þessi sameining gæti átt sér stað. Hagræðing er vel framkvæmanleg Samruninn við Eyjafjörð sýnir að hagræðing á kjötmarkaði er vel framkvæmanleg innan þeirra skilyrða sem sett eru í 15. grein samkeppnislaganna, en hún kveður á um að ákvæði laganna um bann við samstilltum aðgerðum fyrirtækja eða samkeppnishindrunum gildi ekki ef samstarfið uppfylli tiltekin skilyrði, þar á meðal um að veita neytendum sanngjarna hlutdeild í ávinningi sem af samstarfinu hlýst og fyrirtækjunum sé ekki veitt færi á að koma í veg fyrir samkeppni að því er varðar verulegan hluta framleiðsluvaranna eða þjónustunnar sem um er að ræða. Félag atvinnurekenda og fleiri samtök hafa margoft bent á að 15. greinin veiti nægt svigrúm til að hagræða í greininni á forsendum almannahagsmuna. Breytingin á búvörulögum, sem samþykkt var á Alþingi fyrir páska, var ekki bara skaðleg heldur allsendis ónauðsynleg. Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar, sem fylgdi hinu nýja frumvarpi um samkeppnisundanþágur, sem lögmenn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði skrifuðu fyrir meirihlutann, er 15. grein samkeppnislaga afgreidd með einni setningu: „Meiri hlutinn telur að ákvæði 15. gr. samkeppnislaga veiti ekki nægjanlegt svigrúm til samstarfs, m.a. þar sem ekki er heimilt að taka tillit til hagsmuna framleiðenda.“ Þetta er allur rökstuðningurinn – eða öllu heldur allur misskilningurinn. Það liggur nefnilega í hlutarins eðli að ef tveir framleiðendur eða fleiri leita eftir undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga á grundvelli 15. greinarinnar, gera þeir það á forsendum sinna hagsmuna. Skilyrði 15. greinarinnar eru hins vegar hugsuð til að vernda hagsmuni neytenda og samfélagsins alls af því að ekki sé komið í veg fyrir samkeppni þótt komið sé til móts við hagsmuni fyrirtækja sem vilja hafa með sér samstarf í hagræðingarskyni. Ekki á forsendum neytenda og samkeppni Því miður er það svo, að þeir sem telja nauðsynlega forsendu hagræðingar í slátrun og kjötvinnslu að veita framleiðendum undanþágur umfram þær sem felast í 15. greininni, eru um leið að lýsa því yfir í raun að hagræðingin muni ekki fara fram á forsendum neytenda og að hún muni koma í veg fyrir samkeppni. Stjórnmálamenn og talsmenn afurðastöðva geta lengi haldið áfram að reyna að pakka málinu inn sem framfaramáli fyrir alla hlutaðeigandi, en staðreyndin er sú að lagabreytingin þjónar þröngum sérhagsmunum afurðastöðva. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að t.d. hinir fjársterkari á þessum markaði kaupi upp hina minni og að hinir fáu stóru skipti með sér verkum og markaði. Þá stefnir ástandið hratt í það sama og við sjáum á mjólkurmarkaðnum, einokun eins eða örfárra fyrirtækja, bara án þess aðhalds sem eignarhald bænda og opinber verðlagning skapar í mjólkurgeiranum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun