Læknar sögðu Arnór heppinn að ekki skyldi hafa farið verr Aron Guðmundsson skrifar 18. apríl 2024 10:20 Arnór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn Rovers, viðurkennir að undanfarnar vikur hafi verið mjög erfiðar fyrir sig. Skagamaðurinn var heppinn að ekki skyldi hafa farið verr er hann lenti í fólskulegri tæklingu í mikilvægum leik Íslands og Ísrael á dögunum. Tækling sem sér til þess að hann spilar ekki meira á tímabilinu. Arnór neyðist því til að fylgjast með úr stúkunni er liðsfélagar hans í enska B-deildar liðinu Blackburn Rovers róa lífróður í deildinni. „Þetta hefur gengið ágætlega,“ segir Arnór í samtali við Rovers TV aðspurður hvernig endurhæfingin gengi. „Það var hins vegar erfið vika að ganga í gegnum þegar að það varð ljóst að ég myndi missa af restinni af tímabilinu. En svona er fótboltinn. Endurhæfingin hefur þó gengið vel. Þetta er erfið staða að vera í. Sér í lagi vegna þess að staðan er þannig að við þurfum að berjast fyrir okkar. Hver leikur er mjög mikilvægur og að geta ekki lagt lóð á vogarskálarnar hefur verið mjög erfitt.“ Roy Revivo, leikmaður Ísrael, fékk réttilega að líta rauða spjaldið, í mikilvægum umspilsleik Íslands og Ísrael þann 21.mars síðastliðin, eftir fólskulegt brot á Arnóri þegar að rétt rúmlega stundarfjórðungur eftir lifði leiks. „Þetta var fáránleg tækling. Þegar að ég talaði við læknana eftir þetta atvik þá minntust þeir á það hversu heppinn ég hefði verið að þetta hefði ekki endað verra. Að ökklinn hefði ekki brotnað.“ Þó að aðstæðurnar séu ekki eins og best er á kosið kýs Arnór að líta á björtu hliðarnar. „Maður verður að horfa á það jákvæða í þessu. Fyrstu tvær vikurnar eftir þetta voru erfiðastar. Þær eru nú að baki. Þetta eru erfið meiðsli þar sem að þetta tengist liðböndum í ökklanum. Það tekur tíma að snúa til baka úr svona meiðslum. Við erum ekki með neina ákveðna dagsetningu í huga varðandi endurkomuna. Ég mun hins vegar ekki snúa aftur fyrir lok tímabilsins.“ Blackburn Rovers vann mikilvægan sigur á einu af toppliðum B-deildarinnar, Leeds United, í síðustu umferð. Sigurinn sér til þess að Blackburn situr í 17.sæti deildarinnar þegar að þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Fimm stigum frá fallsæti. Landslið karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Arnór neyðist því til að fylgjast með úr stúkunni er liðsfélagar hans í enska B-deildar liðinu Blackburn Rovers róa lífróður í deildinni. „Þetta hefur gengið ágætlega,“ segir Arnór í samtali við Rovers TV aðspurður hvernig endurhæfingin gengi. „Það var hins vegar erfið vika að ganga í gegnum þegar að það varð ljóst að ég myndi missa af restinni af tímabilinu. En svona er fótboltinn. Endurhæfingin hefur þó gengið vel. Þetta er erfið staða að vera í. Sér í lagi vegna þess að staðan er þannig að við þurfum að berjast fyrir okkar. Hver leikur er mjög mikilvægur og að geta ekki lagt lóð á vogarskálarnar hefur verið mjög erfitt.“ Roy Revivo, leikmaður Ísrael, fékk réttilega að líta rauða spjaldið, í mikilvægum umspilsleik Íslands og Ísrael þann 21.mars síðastliðin, eftir fólskulegt brot á Arnóri þegar að rétt rúmlega stundarfjórðungur eftir lifði leiks. „Þetta var fáránleg tækling. Þegar að ég talaði við læknana eftir þetta atvik þá minntust þeir á það hversu heppinn ég hefði verið að þetta hefði ekki endað verra. Að ökklinn hefði ekki brotnað.“ Þó að aðstæðurnar séu ekki eins og best er á kosið kýs Arnór að líta á björtu hliðarnar. „Maður verður að horfa á það jákvæða í þessu. Fyrstu tvær vikurnar eftir þetta voru erfiðastar. Þær eru nú að baki. Þetta eru erfið meiðsli þar sem að þetta tengist liðböndum í ökklanum. Það tekur tíma að snúa til baka úr svona meiðslum. Við erum ekki með neina ákveðna dagsetningu í huga varðandi endurkomuna. Ég mun hins vegar ekki snúa aftur fyrir lok tímabilsins.“ Blackburn Rovers vann mikilvægan sigur á einu af toppliðum B-deildarinnar, Leeds United, í síðustu umferð. Sigurinn sér til þess að Blackburn situr í 17.sæti deildarinnar þegar að þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Fimm stigum frá fallsæti.
Landslið karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira