„Er eiginlega ennþá í sjokki“ Smári Jökull Jónsson skrifar 18. apríl 2024 07:01 Katla Sveinbjörnsdóttir var hetja Víkinga í sigrinum á Val. Vísir/Arnar 18 ára gamall Kvennskælingur var hetjan þegar Víkingur vann óvæntan sigur á Val eftir vítakeppni í Meistarakeppni kvenna í fótbolta í gær. Það er svo sannarlega ný markmannsstjarna fædd í Víkinni. Hin 18 ára gamla Katla Sveinbjörnsdóttir kom, sá og sigraði á Valsvellinum í gær. „Ég er eiginlega ennþá í sjokki. Ég er ennþá að reyna að vinna úr því sem gerðist. Það var geggjuð stemmning inni í klefa og allar mjög sáttar og glaðar,“ sagði Katla í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum. „Það var svolítið skrýtið. Fólk var náttúrulega búið að horfa á leikinn og voru að hrósa manni. Á sama tíma var ég enn í skýjunum, enn að koma niður.“ „Geggjað að spila í rammíslensku veðri“ Það voru erfiðar aðstæður á Hlíðarenda í gær og meðal annars snjóaði á meðan á leik stóð. „Mér var orðið ógeðslega kalt, ég fann ekki fyrir puttunum. Fæturnir á mér voru ískaldir en það var geggjað að spila í svona rammíslensku veðri.“ Katla skutlar sér á eftir boltanum í vítakeppninni í gær.Vísir/Anton Brink Hún viðurkennir þó að henni hafi aðeins hlýnað við að verja tvö víti í vítakeppninni en reyndar þurfti að endurtaka fyrra vítið sem Katla varði. „Þetta var geggjuð tilfinning að fá að verja svona víti. Þetta hefur alltaf verið draumur,“ en eftir að Katla varði frá Önnu Björk Kristjánsdóttur sagði aðstoðardómarinn að Katla hefði verið komin af línunni og þurfti því að endurtaka spyrnuna. Þá skoraði Anna Björk. „Það var mjög svekkjandi. Ég var svo viss um það að ég hefði varið og væri á línunni því hann var búinn að segja í vítinu áður að ég var langt fyrir framan línuna. Ég passaði mig mjög mikið og ég er búinn að horfa á klippuna aftur og ég er fyrir framan. Ég var mjög pirruð en það var bara einbeiting aftur og næsta víti.“ Ósvikin gleði Víkinga í leikslok.Vísir/Anton Brink Í viðtalinu fer Katla yfir þegar hún varði spyrnuna sem gerði gæfumuninn í vítakeppninni. Þá má einnig sjá skemmtilegt atvik þegar gera þurfti stutt hlé á viðtalinu. Alla frétt Vals Páls úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan. Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
Það er svo sannarlega ný markmannsstjarna fædd í Víkinni. Hin 18 ára gamla Katla Sveinbjörnsdóttir kom, sá og sigraði á Valsvellinum í gær. „Ég er eiginlega ennþá í sjokki. Ég er ennþá að reyna að vinna úr því sem gerðist. Það var geggjuð stemmning inni í klefa og allar mjög sáttar og glaðar,“ sagði Katla í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum. „Það var svolítið skrýtið. Fólk var náttúrulega búið að horfa á leikinn og voru að hrósa manni. Á sama tíma var ég enn í skýjunum, enn að koma niður.“ „Geggjað að spila í rammíslensku veðri“ Það voru erfiðar aðstæður á Hlíðarenda í gær og meðal annars snjóaði á meðan á leik stóð. „Mér var orðið ógeðslega kalt, ég fann ekki fyrir puttunum. Fæturnir á mér voru ískaldir en það var geggjað að spila í svona rammíslensku veðri.“ Katla skutlar sér á eftir boltanum í vítakeppninni í gær.Vísir/Anton Brink Hún viðurkennir þó að henni hafi aðeins hlýnað við að verja tvö víti í vítakeppninni en reyndar þurfti að endurtaka fyrra vítið sem Katla varði. „Þetta var geggjuð tilfinning að fá að verja svona víti. Þetta hefur alltaf verið draumur,“ en eftir að Katla varði frá Önnu Björk Kristjánsdóttur sagði aðstoðardómarinn að Katla hefði verið komin af línunni og þurfti því að endurtaka spyrnuna. Þá skoraði Anna Björk. „Það var mjög svekkjandi. Ég var svo viss um það að ég hefði varið og væri á línunni því hann var búinn að segja í vítinu áður að ég var langt fyrir framan línuna. Ég passaði mig mjög mikið og ég er búinn að horfa á klippuna aftur og ég er fyrir framan. Ég var mjög pirruð en það var bara einbeiting aftur og næsta víti.“ Ósvikin gleði Víkinga í leikslok.Vísir/Anton Brink Í viðtalinu fer Katla yfir þegar hún varði spyrnuna sem gerði gæfumuninn í vítakeppninni. Þá má einnig sjá skemmtilegt atvik þegar gera þurfti stutt hlé á viðtalinu. Alla frétt Vals Páls úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan.
Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti