„Vorum að spila á móti besta liði landsins“ Hinrik Wöhler skrifar 16. apríl 2024 22:42 John Andrews, þjálfari Víkinga. Vísir/Anton Brink John Andrews, þjálfari Víkinga, heldur áfram að bæta í bikarasafnið en liðið vann Val í Meistarakeppni KSÍ í kvöld. Leikurinn endaði 1-1 en Víkingur sigraði að lokum í vítaspyrnukeppni. „Mér líður mjög vel, Valur gerði okkur lífið leitt í síðari hálfleik. Við reyndum að spila skyndisóknir og fengum einhver færi í síðari hálfleik en mér fannst Valur spila frábærlega. Stelpurnar börðust fyrir þessu og ég ætla ekki að vera vitlaus og segja að þetta hafi verið verðskuldað en við vorum að spila á móti besta liði landsins og við stóðumst þeim snúning. Ég er bara mjög stoltur,“ sagði John skömmu eftir verðlaunaafhendingu á N1-vellinum. Leikurinn var frekar kaflaskiptur, Víkingur átti fínan fyrri hálfleik og Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði glæsilegt mark í upphafi leiks. Hins vegar voru það Valskonur sem stjórnuðu leiknum í þeim síðari og voru óheppnar að ná ekki að skora fleiri mörk en raun bar vitni. „Raunverulega held ég að það sé útaf því að við höfum ekki haft byrjunarliðið okkar saman í langa tíð. Sumar af stelpunum voru í burtu að keppa með U-19 landsliðinu, Shaina [Ashouri] er nýkomin til okkar og við höfum ekki haft allt liðið saman,“ sagði John þegar hann var spurður um kaflaskipta frammistöðu. „Miðverðirnir okkar hafa verið meiddir að undanförnu og fólk hefur verið að segja að við höfum verið að fá mörg mörk á okkur í þessum leikjum á undirbúningstímabilinu en við vorum án miðvarðanna okkar. Þannig þetta er í fyrsta sinn í langan tíma þar sem okkar lykilleikmenn eru að spila saman.“ Liðið vann Mjólkurbikarinn á síðasta tímabili og er nú nýliði í Bestu deild kvenna. John hefur náð frábærum árangri með liðið en hversu langt getur það farið á tímabilinu? „Þú veist, ég ætla að vera svo leiðinlegur og koma með klisjuna að það er bara einn leikur í einu. Við mætum Stjörnunni á mánudag og við vitum öll hversu góðar þær eru og hversu góður þjálfari Kristján [Guðmundsson] er. Við sönnuðum í dag að við getum staðið í bestu liðunum og síðasta ár var ekki tilviljun. Þannig Guð einn veit hversu langt við getum farið.“ Besta deildin fer af stað um helgina með leik Vals og Þór/KA. John er mjög sáttur með gang mála og sér ekki fyrir neinar breytingar á leikmannahópnum svona stuttu fyrir mót. „Hópurinn er klár. Ég hef fulla trú á hópnum sem ég er með. Það eru engar fleiri breytingar væntanlegar, hvers vegna myndir þú vilja breyta einhverju? Leikmennirnir eru frábærir,“ sagði írski þjálfarinn sigurreifur að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
„Mér líður mjög vel, Valur gerði okkur lífið leitt í síðari hálfleik. Við reyndum að spila skyndisóknir og fengum einhver færi í síðari hálfleik en mér fannst Valur spila frábærlega. Stelpurnar börðust fyrir þessu og ég ætla ekki að vera vitlaus og segja að þetta hafi verið verðskuldað en við vorum að spila á móti besta liði landsins og við stóðumst þeim snúning. Ég er bara mjög stoltur,“ sagði John skömmu eftir verðlaunaafhendingu á N1-vellinum. Leikurinn var frekar kaflaskiptur, Víkingur átti fínan fyrri hálfleik og Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði glæsilegt mark í upphafi leiks. Hins vegar voru það Valskonur sem stjórnuðu leiknum í þeim síðari og voru óheppnar að ná ekki að skora fleiri mörk en raun bar vitni. „Raunverulega held ég að það sé útaf því að við höfum ekki haft byrjunarliðið okkar saman í langa tíð. Sumar af stelpunum voru í burtu að keppa með U-19 landsliðinu, Shaina [Ashouri] er nýkomin til okkar og við höfum ekki haft allt liðið saman,“ sagði John þegar hann var spurður um kaflaskipta frammistöðu. „Miðverðirnir okkar hafa verið meiddir að undanförnu og fólk hefur verið að segja að við höfum verið að fá mörg mörk á okkur í þessum leikjum á undirbúningstímabilinu en við vorum án miðvarðanna okkar. Þannig þetta er í fyrsta sinn í langan tíma þar sem okkar lykilleikmenn eru að spila saman.“ Liðið vann Mjólkurbikarinn á síðasta tímabili og er nú nýliði í Bestu deild kvenna. John hefur náð frábærum árangri með liðið en hversu langt getur það farið á tímabilinu? „Þú veist, ég ætla að vera svo leiðinlegur og koma með klisjuna að það er bara einn leikur í einu. Við mætum Stjörnunni á mánudag og við vitum öll hversu góðar þær eru og hversu góður þjálfari Kristján [Guðmundsson] er. Við sönnuðum í dag að við getum staðið í bestu liðunum og síðasta ár var ekki tilviljun. Þannig Guð einn veit hversu langt við getum farið.“ Besta deildin fer af stað um helgina með leik Vals og Þór/KA. John er mjög sáttur með gang mála og sér ekki fyrir neinar breytingar á leikmannahópnum svona stuttu fyrir mót. „Hópurinn er klár. Ég hef fulla trú á hópnum sem ég er með. Það eru engar fleiri breytingar væntanlegar, hvers vegna myndir þú vilja breyta einhverju? Leikmennirnir eru frábærir,“ sagði írski þjálfarinn sigurreifur að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira