„Vorum að spila á móti besta liði landsins“ Hinrik Wöhler skrifar 16. apríl 2024 22:42 John Andrews, þjálfari Víkinga. Vísir/Anton Brink John Andrews, þjálfari Víkinga, heldur áfram að bæta í bikarasafnið en liðið vann Val í Meistarakeppni KSÍ í kvöld. Leikurinn endaði 1-1 en Víkingur sigraði að lokum í vítaspyrnukeppni. „Mér líður mjög vel, Valur gerði okkur lífið leitt í síðari hálfleik. Við reyndum að spila skyndisóknir og fengum einhver færi í síðari hálfleik en mér fannst Valur spila frábærlega. Stelpurnar börðust fyrir þessu og ég ætla ekki að vera vitlaus og segja að þetta hafi verið verðskuldað en við vorum að spila á móti besta liði landsins og við stóðumst þeim snúning. Ég er bara mjög stoltur,“ sagði John skömmu eftir verðlaunaafhendingu á N1-vellinum. Leikurinn var frekar kaflaskiptur, Víkingur átti fínan fyrri hálfleik og Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði glæsilegt mark í upphafi leiks. Hins vegar voru það Valskonur sem stjórnuðu leiknum í þeim síðari og voru óheppnar að ná ekki að skora fleiri mörk en raun bar vitni. „Raunverulega held ég að það sé útaf því að við höfum ekki haft byrjunarliðið okkar saman í langa tíð. Sumar af stelpunum voru í burtu að keppa með U-19 landsliðinu, Shaina [Ashouri] er nýkomin til okkar og við höfum ekki haft allt liðið saman,“ sagði John þegar hann var spurður um kaflaskipta frammistöðu. „Miðverðirnir okkar hafa verið meiddir að undanförnu og fólk hefur verið að segja að við höfum verið að fá mörg mörk á okkur í þessum leikjum á undirbúningstímabilinu en við vorum án miðvarðanna okkar. Þannig þetta er í fyrsta sinn í langan tíma þar sem okkar lykilleikmenn eru að spila saman.“ Liðið vann Mjólkurbikarinn á síðasta tímabili og er nú nýliði í Bestu deild kvenna. John hefur náð frábærum árangri með liðið en hversu langt getur það farið á tímabilinu? „Þú veist, ég ætla að vera svo leiðinlegur og koma með klisjuna að það er bara einn leikur í einu. Við mætum Stjörnunni á mánudag og við vitum öll hversu góðar þær eru og hversu góður þjálfari Kristján [Guðmundsson] er. Við sönnuðum í dag að við getum staðið í bestu liðunum og síðasta ár var ekki tilviljun. Þannig Guð einn veit hversu langt við getum farið.“ Besta deildin fer af stað um helgina með leik Vals og Þór/KA. John er mjög sáttur með gang mála og sér ekki fyrir neinar breytingar á leikmannahópnum svona stuttu fyrir mót. „Hópurinn er klár. Ég hef fulla trú á hópnum sem ég er með. Það eru engar fleiri breytingar væntanlegar, hvers vegna myndir þú vilja breyta einhverju? Leikmennirnir eru frábærir,“ sagði írski þjálfarinn sigurreifur að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Sjá meira
„Mér líður mjög vel, Valur gerði okkur lífið leitt í síðari hálfleik. Við reyndum að spila skyndisóknir og fengum einhver færi í síðari hálfleik en mér fannst Valur spila frábærlega. Stelpurnar börðust fyrir þessu og ég ætla ekki að vera vitlaus og segja að þetta hafi verið verðskuldað en við vorum að spila á móti besta liði landsins og við stóðumst þeim snúning. Ég er bara mjög stoltur,“ sagði John skömmu eftir verðlaunaafhendingu á N1-vellinum. Leikurinn var frekar kaflaskiptur, Víkingur átti fínan fyrri hálfleik og Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði glæsilegt mark í upphafi leiks. Hins vegar voru það Valskonur sem stjórnuðu leiknum í þeim síðari og voru óheppnar að ná ekki að skora fleiri mörk en raun bar vitni. „Raunverulega held ég að það sé útaf því að við höfum ekki haft byrjunarliðið okkar saman í langa tíð. Sumar af stelpunum voru í burtu að keppa með U-19 landsliðinu, Shaina [Ashouri] er nýkomin til okkar og við höfum ekki haft allt liðið saman,“ sagði John þegar hann var spurður um kaflaskipta frammistöðu. „Miðverðirnir okkar hafa verið meiddir að undanförnu og fólk hefur verið að segja að við höfum verið að fá mörg mörk á okkur í þessum leikjum á undirbúningstímabilinu en við vorum án miðvarðanna okkar. Þannig þetta er í fyrsta sinn í langan tíma þar sem okkar lykilleikmenn eru að spila saman.“ Liðið vann Mjólkurbikarinn á síðasta tímabili og er nú nýliði í Bestu deild kvenna. John hefur náð frábærum árangri með liðið en hversu langt getur það farið á tímabilinu? „Þú veist, ég ætla að vera svo leiðinlegur og koma með klisjuna að það er bara einn leikur í einu. Við mætum Stjörnunni á mánudag og við vitum öll hversu góðar þær eru og hversu góður þjálfari Kristján [Guðmundsson] er. Við sönnuðum í dag að við getum staðið í bestu liðunum og síðasta ár var ekki tilviljun. Þannig Guð einn veit hversu langt við getum farið.“ Besta deildin fer af stað um helgina með leik Vals og Þór/KA. John er mjög sáttur með gang mála og sér ekki fyrir neinar breytingar á leikmannahópnum svona stuttu fyrir mót. „Hópurinn er klár. Ég hef fulla trú á hópnum sem ég er með. Það eru engar fleiri breytingar væntanlegar, hvers vegna myndir þú vilja breyta einhverju? Leikmennirnir eru frábærir,“ sagði írski þjálfarinn sigurreifur að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Valur Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki