Hin 18 ára gamla Bryndís var á láni hjá HK í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og spilaði þar alla 18 deildarleikina. Hún færir sig nú upp um deild og spilar í þeirri Bestu. Þar áður hafði hún leikið 28 fyrir KH – sem kalla má B-lið Vals, í 2. deild og skorað 11 mörk.
Bryndís er yngst fjögurra systra en hinar þrjár eru einnig allar í fótbolta:
- Málfríður Anna er elst og leikur um þessar mundir með B93 í dönsku B-deildinni. Hún á að baki 123 leiki í efstu deild.
- A-landsliðskonan Hlín er næstelst, hún spilar í dag með Kristianstad í Svíþjóð.
- Arna leikur í dag með FH en hún lék með Þór/KA sumarið 2022.
Þór/KA hefur leik í Bestu deild kvenna sumarið 2024 með því að heimsækja Íslandsmeistara Vals þann 21. apríl næstkomandi.