Píratar og Flokkur fólksins leggja fram vantraust á ríkisstjórnina Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2024 10:54 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins hefur ekki gefið frá sér hugmyndir um vantraust og nú hefur hún lagt fram vantrauststillögu á alla ríkisstjórnina. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mælir fyrir þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Vantrauststillagan gengur út að hér verði þingrof og nýjar kosningar. Inga hafði hótað því að leggja fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna hvalveiðimálsins svokallaða. Þar urðu hins vegar vendingar, daginn sem Inga hugðist leggja fram vantrauststillöguna lagðist Svandís veik og fór í leyfi. Hún er nú komin aftur en staðan er önnur. Svandís er orðin innviðaráðherra í nýrri ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar. Inga hefur hins vegar ekki horfið frá vantrauststillögu sinni en nú leggur hún hana fram á ríkisstjórnina alla. Meðflutningsmenn eru allir þingmenn Flokks fólksins auk þingmanna Pírata. Ályktunin er ekki löng, svohljóðandi: „Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina. Alþingi lýsir þeim vilja sínum að þing verði rofið fyrir 26. júlí og efnt til almennra þingkosninga 7. september.“ Flutningsmenn eru: Inga Sæland, Björn Leví Gunnarsson, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Eyjólfur Ármannsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Gísli Rafn Ólafsson, Katrín Sif Árnadóttir, Halldóra Mogensen, Tómas A. Tómasson, Indriði Ingi Stefánsson. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flokkur fólksins Píratar Tengdar fréttir Skoðar að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, varð fyrir miklum vonbrigðum með nýja skipan ríkisstjórnarinnar. Hún vonast eftir kosningum og íhugar að að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina í heild sinni. 9. apríl 2024 14:49 Útlilokar ekki að leggja fram vantraust færi Svandís sig Inga Sæland útilokar ekki að hún haldi áfram að leggja fram vantrauststillögur á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra færi hún sig í annan ráðherrastól. Hún lagði fram vantrauststillögu í annað sinn í dag. 8. apríl 2024 17:16 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira
Inga hafði hótað því að leggja fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna hvalveiðimálsins svokallaða. Þar urðu hins vegar vendingar, daginn sem Inga hugðist leggja fram vantrauststillöguna lagðist Svandís veik og fór í leyfi. Hún er nú komin aftur en staðan er önnur. Svandís er orðin innviðaráðherra í nýrri ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar. Inga hefur hins vegar ekki horfið frá vantrauststillögu sinni en nú leggur hún hana fram á ríkisstjórnina alla. Meðflutningsmenn eru allir þingmenn Flokks fólksins auk þingmanna Pírata. Ályktunin er ekki löng, svohljóðandi: „Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina. Alþingi lýsir þeim vilja sínum að þing verði rofið fyrir 26. júlí og efnt til almennra þingkosninga 7. september.“ Flutningsmenn eru: Inga Sæland, Björn Leví Gunnarsson, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Eyjólfur Ármannsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Gísli Rafn Ólafsson, Katrín Sif Árnadóttir, Halldóra Mogensen, Tómas A. Tómasson, Indriði Ingi Stefánsson.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flokkur fólksins Píratar Tengdar fréttir Skoðar að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, varð fyrir miklum vonbrigðum með nýja skipan ríkisstjórnarinnar. Hún vonast eftir kosningum og íhugar að að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina í heild sinni. 9. apríl 2024 14:49 Útlilokar ekki að leggja fram vantraust færi Svandís sig Inga Sæland útilokar ekki að hún haldi áfram að leggja fram vantrauststillögur á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra færi hún sig í annan ráðherrastól. Hún lagði fram vantrauststillögu í annað sinn í dag. 8. apríl 2024 17:16 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira
Skoðar að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, varð fyrir miklum vonbrigðum með nýja skipan ríkisstjórnarinnar. Hún vonast eftir kosningum og íhugar að að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina í heild sinni. 9. apríl 2024 14:49
Útlilokar ekki að leggja fram vantraust færi Svandís sig Inga Sæland útilokar ekki að hún haldi áfram að leggja fram vantrauststillögur á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra færi hún sig í annan ráðherrastól. Hún lagði fram vantrauststillögu í annað sinn í dag. 8. apríl 2024 17:16