Hundrað milljóna árshátíð Landsvirkjunar minni á „brjálæðið“ fyrir hrun Jón Þór Stefánsson skrifar 15. apríl 2024 17:38 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Inga Sæland segist vera í sjokki yfir árshátíð félagsins. Vísir/Vilhelm/Arnar Árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum um helgina, sem er sögð hafa kostað um hundrað milljónir króna, var til umfjöllunar á Alþingi í dag. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi þennan kostnað harðlega og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist ekki geta annað en að taka undir orð Ingu. „Meðalverð á starfsmann 500 þúsund krónur fyrir tveggja daga partý á Egilsstöðum,“ sagði Inga og hafði eftir hádegisfréttum RÚV þar sem bæði var talað um áðurnefndar hundrað milljónir, og að tvö- til þrjú hundruð starfsönnum hefði verið flogið austur. Í frétt RÚV kom jafnframt fram að Landsvirkjun hefði leigt breiðþotu frá Icelandair fyrir starfsmenn sína, til þess að fljúga þeim frá höfuðborgarsvæðinu til Egilsstaða. Þau hafi farið austur á föstudag og snúið heim suður á sunnudag. Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, segir við fréttastofu að útreikningur Ingu um að það sé vel í lagt að reikna út að ferðin hafi kostað 500 þúsund krónur á haus. Að sögn Þóru var áætlunin í kringum níutíu milljónir, en tekur fram að lokaútreikningur liggi ekki fyrir. Á árshátíðinni hafi verið 430 til 450 manns. Hún segist ekki hafa upplýsingar um hvað árshátíðin kostaði á haus. Þóra ArnórsdóttirVísir/Vilhelm „Helmingurinn af starfsfólkinu okkar vinnur úti á landi. Það var löngu búið að ákveða einhvern tímann að halda árshátíð utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Þóra sem bætir við árshátíðir hafi fallið niður vegna Covid-19 síðustu ár, nema í fyrra þegar þau hafi verið of sein skipuleggja og hún því haldin í Reykjavík.. „Þannig það var ákveðið að gera það núna.“ „Stór hluti tekna Landsvirkjunar verður til í þessum landshluta og með því að halda árshátíðina á Egilsstöðum skiljum við eftir tugi milljóna í nærsamfélaginu. Þetta heppnaðist allt upp á punkt og prik og Austfirðingar tóku okkur opnum örmum. Landsvirkjun hefur ekkert til að fela eða skammast sín fyrir varðandi þessa árshátíð. Þetta heppnaðist stórkostlega vel og allir voru ánægðir,“ segir Þóra. Hún bætir við að ekkert gull-risotto eða kampavín hafi verið á boðstólnum. Vanti bara Lady Gaga og Elton John „Hvaða ásýnd er þetta sem við erum að senda út í samfélag sem er að bugast hér undan okurvöxtum og rosalega þröngu búi hjá mörgum fyrirtækjum og heimilum í landinu?“ spurði Inga í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, en hún beindi erindi sínu að forsætisráðherra. Hún líkti árshátíðinni við það „brjálæði sem geisaði“ fyrir efnahagshrunið 2008, þar sem engu skipti hversu mikið hlutirnir kostuðu. Eini munurinn, að sögn Ingu, er sá að Lady Gaga og Elton John voru ekki að spila á árshátíð Landsvirkjunar. Bjarni Benediktsson tekur fram að Landsvirkjun hafi skilað miklum arði í ríkissjóð undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Bjarni vísaði til þess að öll félög í eigu ríkisins ættu að horfa til almennu eigendastefnu ríkisins, og minntist sérstaklega á félögin ættu að stuðla að hagkvæmni í rekstri og fjárfestingum. „Ætli við verðum ekki að segja að hérna megi spyrja sig um það hvernig farið er með opinbert fé hvað hagkvæmni snertir. En þetta verður á endanum alltaf að meta eftir atvikum,“ sagði Bjarni. Bjarni benti á að mögulega væri betra ef setið væri í hverju einasta sæti stórrar flugvélar frekar en að fljúga með mörgum minni flugvélum. Jafnframt sagði hann blæbrigðamun á því „að leggja í langferð til Egilsstaða eða fljúga suður til Evrópu til að halda árshátíð.“ Tekur undir að kostnaðurinn sé verulegur Þrátt fyrir þetta sagði hann kostnaðinn sem Inga nefndi vera verulegan. „Ég verð að taka undir það að ég geti ekki annað. Það er auðvitað verulegur tilkostnaður að efna til árshátíðar sem kostar, ef rétt er haft eftir, í kringum hundrað milljónir. Þess vegna segi ég bara almennt til allra félaga í eigu ríkisins og stofnana að við viljum að gengið sé þannig fram að það sé til eftirbreytni. Það er bara svo einfalt.“ Bjarni sagði mikilvægt að halda því til haga að Landsvirkjun hefði aldrei í sögunni gengið betur en undanfarin ár, hefur aldrei greitt hærri arð til ríkisins sem skilar sér inn í fjárlög á hverju ári heldur en undanfarin ár. Á sama tíma og fyrirtækið hefur nánast greitt upp allar sínar skuldir þá tekur til máls. Landsvirkjun Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flokkur fólksins Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Meðalverð á starfsmann 500 þúsund krónur fyrir tveggja daga partý á Egilsstöðum,“ sagði Inga og hafði eftir hádegisfréttum RÚV þar sem bæði var talað um áðurnefndar hundrað milljónir, og að tvö- til þrjú hundruð starfsönnum hefði verið flogið austur. Í frétt RÚV kom jafnframt fram að Landsvirkjun hefði leigt breiðþotu frá Icelandair fyrir starfsmenn sína, til þess að fljúga þeim frá höfuðborgarsvæðinu til Egilsstaða. Þau hafi farið austur á föstudag og snúið heim suður á sunnudag. Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, segir við fréttastofu að útreikningur Ingu um að það sé vel í lagt að reikna út að ferðin hafi kostað 500 þúsund krónur á haus. Að sögn Þóru var áætlunin í kringum níutíu milljónir, en tekur fram að lokaútreikningur liggi ekki fyrir. Á árshátíðinni hafi verið 430 til 450 manns. Hún segist ekki hafa upplýsingar um hvað árshátíðin kostaði á haus. Þóra ArnórsdóttirVísir/Vilhelm „Helmingurinn af starfsfólkinu okkar vinnur úti á landi. Það var löngu búið að ákveða einhvern tímann að halda árshátíð utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Þóra sem bætir við árshátíðir hafi fallið niður vegna Covid-19 síðustu ár, nema í fyrra þegar þau hafi verið of sein skipuleggja og hún því haldin í Reykjavík.. „Þannig það var ákveðið að gera það núna.“ „Stór hluti tekna Landsvirkjunar verður til í þessum landshluta og með því að halda árshátíðina á Egilsstöðum skiljum við eftir tugi milljóna í nærsamfélaginu. Þetta heppnaðist allt upp á punkt og prik og Austfirðingar tóku okkur opnum örmum. Landsvirkjun hefur ekkert til að fela eða skammast sín fyrir varðandi þessa árshátíð. Þetta heppnaðist stórkostlega vel og allir voru ánægðir,“ segir Þóra. Hún bætir við að ekkert gull-risotto eða kampavín hafi verið á boðstólnum. Vanti bara Lady Gaga og Elton John „Hvaða ásýnd er þetta sem við erum að senda út í samfélag sem er að bugast hér undan okurvöxtum og rosalega þröngu búi hjá mörgum fyrirtækjum og heimilum í landinu?“ spurði Inga í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, en hún beindi erindi sínu að forsætisráðherra. Hún líkti árshátíðinni við það „brjálæði sem geisaði“ fyrir efnahagshrunið 2008, þar sem engu skipti hversu mikið hlutirnir kostuðu. Eini munurinn, að sögn Ingu, er sá að Lady Gaga og Elton John voru ekki að spila á árshátíð Landsvirkjunar. Bjarni Benediktsson tekur fram að Landsvirkjun hafi skilað miklum arði í ríkissjóð undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Bjarni vísaði til þess að öll félög í eigu ríkisins ættu að horfa til almennu eigendastefnu ríkisins, og minntist sérstaklega á félögin ættu að stuðla að hagkvæmni í rekstri og fjárfestingum. „Ætli við verðum ekki að segja að hérna megi spyrja sig um það hvernig farið er með opinbert fé hvað hagkvæmni snertir. En þetta verður á endanum alltaf að meta eftir atvikum,“ sagði Bjarni. Bjarni benti á að mögulega væri betra ef setið væri í hverju einasta sæti stórrar flugvélar frekar en að fljúga með mörgum minni flugvélum. Jafnframt sagði hann blæbrigðamun á því „að leggja í langferð til Egilsstaða eða fljúga suður til Evrópu til að halda árshátíð.“ Tekur undir að kostnaðurinn sé verulegur Þrátt fyrir þetta sagði hann kostnaðinn sem Inga nefndi vera verulegan. „Ég verð að taka undir það að ég geti ekki annað. Það er auðvitað verulegur tilkostnaður að efna til árshátíðar sem kostar, ef rétt er haft eftir, í kringum hundrað milljónir. Þess vegna segi ég bara almennt til allra félaga í eigu ríkisins og stofnana að við viljum að gengið sé þannig fram að það sé til eftirbreytni. Það er bara svo einfalt.“ Bjarni sagði mikilvægt að halda því til haga að Landsvirkjun hefði aldrei í sögunni gengið betur en undanfarin ár, hefur aldrei greitt hærri arð til ríkisins sem skilar sér inn í fjárlög á hverju ári heldur en undanfarin ár. Á sama tíma og fyrirtækið hefur nánast greitt upp allar sínar skuldir þá tekur til máls.
Landsvirkjun Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flokkur fólksins Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira