Boðskapur frá forsetaframbjóðanda Ásdís Rán Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2024 15:01 Það hafa kannski margir klórað sér í hausnum yfir þátttöku minni í forsetakosningunum þar sem ég stíg nú eins og landkönnuður á nýjum slóðum og tek með mér ný og fersk sjónarhorn, smá húmor og djúpstæða trú á mátt hins ómögulega. Ég er eflaust ekki hinn hefðbundni frambjóðandi en ég er án efa ferskur blær inn í flokk frambjóðenda og það er einmitt það sem gerir þetta stóra verkefni svo skemmtilegt og hvetjandi. Boðskapurinn sem ég kem með er: Allt er mögulegt sama hver þú ert eða hvaðan þú kemur - bara ef þú bara þorir! Flest okkar óttast breytingar og kannski líka nýjungar, aðrir elska þær, fyrir mér eru þær eins og hlaðborð af endalausum möguleikum því breytingar eru óumflýjanlegur partur af lífinu og ég hef lært að að taka á móti þeim með opnum hug, bros á vör og þakklæti. Sem frambjóðandi ætla ekki að lofa upp í ermarnar með pólitískri þvælu og innantómum loforðum en þú mátt hugsa mig sem konu sem er óhrædd við að standa upp þegar á móti blæs, tjá skoðun sína, konu sem skilur baráttu hversdagslífsins og sem trúir á ótrúlega möguleika okkar allra ásamt því að gefa von fyrir gamlar og nýjar kynslóðir, - það er ég. Við vitum það öll að gleði ásamt smá von er besta lyfið og við þurfum góðan skammt af því í okkar skammdegi, kulda og pólitíska umhverfi! Við saman erum hjarta og sál þessarar þjóðar og með samstöðu vöxum við í átt að bjartri framtíð og spennandi nýjum tímum. Mín kenning er að við þurfum ekki fleiri pólitíkusa eða valdafólk í stöðu forseta Íslands. Forsetinn okkar á að vera ópólitískur, mannlegur og gæddur miklum persónutöfrum, hann þarf að vera trúr og traustur sinni þjóð, með kjark til að standa upp þegar á móti blæs. Hann þarf að getað hlustað á fólkið sitt og vera óhræddur með rödd til að vekja athygli á því sem betur má fara. Meðfram mínum fyrirsætu ferli hef starfað sem óskipaður sendiherra Íslands í mínum störfum erlendis síðustu áratugi og hef tekið þátt í hinum ýmsu viðskiptum ásamt því að koma fram fyrir hönd íslands í viðtölum og uppákomum. Fyrir utan fyrirsætustörf sem flestir þekkja mig fyrir þá er ég menntuð í viðskiptum-og stjórnun og svo er ég líka þyrluflugmaður. Með minni þátttöku í forsetakosningunum brjótum við blað í sögunni, opnum dyr fyrir nýjungum og fögnum fjölbreytileikanum. Við eigum að þora að láta okkur dreyma stórt, njóta þess að að vera til og halda í vonina um bjartari tíma og betra líf. Eins og flestir hafa tekið eftir er ég að safna meðmælum til að taka þátt í forsetabaráttunni en það gengur nú töluvert hægar þegar allur þessi fjöldi er að safna. Mig langar að hvetja ykkur til að gera baráttuna líflegri og skemmtilegri með minni þátttöku. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Til að skrá þitt meðmæli skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum á www.asdisran.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hafa kannski margir klórað sér í hausnum yfir þátttöku minni í forsetakosningunum þar sem ég stíg nú eins og landkönnuður á nýjum slóðum og tek með mér ný og fersk sjónarhorn, smá húmor og djúpstæða trú á mátt hins ómögulega. Ég er eflaust ekki hinn hefðbundni frambjóðandi en ég er án efa ferskur blær inn í flokk frambjóðenda og það er einmitt það sem gerir þetta stóra verkefni svo skemmtilegt og hvetjandi. Boðskapurinn sem ég kem með er: Allt er mögulegt sama hver þú ert eða hvaðan þú kemur - bara ef þú bara þorir! Flest okkar óttast breytingar og kannski líka nýjungar, aðrir elska þær, fyrir mér eru þær eins og hlaðborð af endalausum möguleikum því breytingar eru óumflýjanlegur partur af lífinu og ég hef lært að að taka á móti þeim með opnum hug, bros á vör og þakklæti. Sem frambjóðandi ætla ekki að lofa upp í ermarnar með pólitískri þvælu og innantómum loforðum en þú mátt hugsa mig sem konu sem er óhrædd við að standa upp þegar á móti blæs, tjá skoðun sína, konu sem skilur baráttu hversdagslífsins og sem trúir á ótrúlega möguleika okkar allra ásamt því að gefa von fyrir gamlar og nýjar kynslóðir, - það er ég. Við vitum það öll að gleði ásamt smá von er besta lyfið og við þurfum góðan skammt af því í okkar skammdegi, kulda og pólitíska umhverfi! Við saman erum hjarta og sál þessarar þjóðar og með samstöðu vöxum við í átt að bjartri framtíð og spennandi nýjum tímum. Mín kenning er að við þurfum ekki fleiri pólitíkusa eða valdafólk í stöðu forseta Íslands. Forsetinn okkar á að vera ópólitískur, mannlegur og gæddur miklum persónutöfrum, hann þarf að vera trúr og traustur sinni þjóð, með kjark til að standa upp þegar á móti blæs. Hann þarf að getað hlustað á fólkið sitt og vera óhræddur með rödd til að vekja athygli á því sem betur má fara. Meðfram mínum fyrirsætu ferli hef starfað sem óskipaður sendiherra Íslands í mínum störfum erlendis síðustu áratugi og hef tekið þátt í hinum ýmsu viðskiptum ásamt því að koma fram fyrir hönd íslands í viðtölum og uppákomum. Fyrir utan fyrirsætustörf sem flestir þekkja mig fyrir þá er ég menntuð í viðskiptum-og stjórnun og svo er ég líka þyrluflugmaður. Með minni þátttöku í forsetakosningunum brjótum við blað í sögunni, opnum dyr fyrir nýjungum og fögnum fjölbreytileikanum. Við eigum að þora að láta okkur dreyma stórt, njóta þess að að vera til og halda í vonina um bjartari tíma og betra líf. Eins og flestir hafa tekið eftir er ég að safna meðmælum til að taka þátt í forsetabaráttunni en það gengur nú töluvert hægar þegar allur þessi fjöldi er að safna. Mig langar að hvetja ykkur til að gera baráttuna líflegri og skemmtilegri með minni þátttöku. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Til að skrá þitt meðmæli skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum á www.asdisran.is
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar