Handbolti

Flensburg hirti brons í bikar­keppni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk og gaf stoðsendingu
Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk og gaf stoðsendingu Getty/Marius Becker

Flensburg endaði í 3. sæti þýsku bikarkeppninnar í handbolta eftir 31-28 sigur gegn Füchse Berlin. 

Fljótlega eftir að leikurinn hófst var Flensburg lent þremur mörkum undir og ljóst að þeir ættu erfitt verkefni framundan. Þeim tókst að rífa sig í gang og minnka muninn í eitt mark en féllu fljótt niður aftur og voru fjórum mörkum undir, 19-15, þegar flautað var til hálfleiks. 

Í seinni hálfleik small sóknarleikur liðsins loks saman og fljótlega var leikurinn orðinn jafn á ný. Flensburg tók svo fram úr um miðjan seinni hálfleik og Fusche Berlin átti ekki afturkvæmt. Þriggja marka sigur varð það að endingu en Flensburg þurfti heldur betur að vinna fyrir þriðja sætinu. 

Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk fyrir Flensburg og gaf eina stoðsendingu. Hann kom lítið við sögu í seinni hálfleik. 

Íslendingaliðin Magdeburg og Melsungen mætast í úrslitaleik bikarsins klukkan 13:35. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×