Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2024 09:49 Útlit er fyrir að Íranar hafi vonast til þess að nota drónana til að halda halda loftvörnum Ísraela uppteknum svo eldflaugarnar næðu þar í gegn. AP/Tomer Neuberg Ráðamenn í Ísrael segja að um 99 prósent af þeim þrjú hundruð drónum og eldflaugum sem Íranar skutu að landinu í gærkvöldi og í nótt hafi verið skotnar niður. Skaðinn er tiltölulega lítill, miðað við umfang árásarinnar. Í heildina er talið að Íranar hafi notast við 170 Shahed sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 skotflaugar svokallaðar (e. Ballistic missile). Ein sjö ára stúlka særðist alvarlega þegar brot úr skotflaug lenti á heimili fjölskyldu hennar en að öðru leyti er ekki vitað um að fólk hafi særst alvarlega. Forsvarsmenn íranska hersins hafa heitið því að gera enn stærri árás á Ísrael, svari Ísraelar árásunum í nótt. Hjálpi Bandaríkjamenn Ísraelum við árásir á Íran, verði einnig gerðar árásir á bandaríska herstöðvar, samkvæmt frétt Reuters. Sjá einnig: Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Varnarmálaráðherra Ísrael sagði í morgun að deilunum við Írani væri ekki lokið enn. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að boða leiðtoga G-7 ríkjanna á fund. Markmið þessa fundar væri að finna diplómatísk viðbrögð við árás Írana í gær. Eins og fram kemur í frétt AP gefur orðræða Bidens til kynna að hann hafi ekki áhuga á frekari árásum milli Ísrael og Íran. Hér að neðan má sjá stutt myndband sem sýnir það þegar skotflaug frá Íran var grandað hátt á himni. Til þess að skjóta skotflaugar niður notuðu Ísraelar Arrow 3 loftvarnarkerfið. Það er þróað sérstaklega til að skjóta niður skotflaugar sem geta verið búnar kjarnorkuvopnum fyrir utan gufuhvolf jarðarinnar. Kerfið var fyrst prófað árið 2015 en Ísraelar segja það hafa sannað sig í gærkvöldi og í nótt. Very unique footage showing an exoatmospheric interception amid the Iranian ballistic missile attack, likely by the Arrow 3 air defense system. pic.twitter.com/wrZNCV01tn— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 14, 2024 Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Klerkastjórnin í Íran hefur stutt ýmissa hópa á Gasaströndinni og í Líbanon, eins og Hamas og Hesbollah sem barist hafa við Ísraela. Íranar hafa einnig stutt aðra hópa í Sýrlandi, Írak og í Jemen sem hafa á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar árásir á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum og flutningaskip á Rauðahafi. Þáttaskil urðu þó á átökum ríkjanna nýverið þegar Ísraelar gerðu loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi og felldu þar meðal annars tvo háttsetta herforingja úr íranska byltingarverðinum. Ísraelar hafa ítrekað gert árásir á vígahópa tengda Íran og vopnasendingar Írana í Sýrlandi á undanförnum árum en viðurkenna það sjaldan sem aldrei. Þetta var í fyrsta sinn í mörg ár sem loftárás er gerð á svæði sem tilheyrir formlega Íran. Skutu dróna niður með þotum yfir Sýrlandi Árásin frá Íran hafði legið í loftinu um nokkuð skeið og herma heimildir fjölmiðla ytra að Ísraelar hafi verið vel undirbúnir fyrir hana og hafi notið stuðnings Bandaríkjamanna og Breta. Útlit er fyrir að Íranar hafi vonast til þess að nota drónana til að halda halda loftvörnum Ísraela uppteknum svo eldflaugarnar næðu þar í gegn. Fljúga þurfti drónunum þó langa vegalengd frá Íran til Ísrael og höfðu Ísraelar og Bandaríkjamenn mikinn tíma til að bregðast við þeim. Margir af drónunum frá Íran voru til að mynda skotnir niður af ísraelskum, breskum og bandarískum flugmönnum yfir Sýrlandi. Þá voru margar stýri- og eldflaugar skotnar niður af loftarnarkerfum fyrir utan lofthelgi Ísrael. Daniel Hagari, einn talsmanna ísraelska hersins, segir að enginn dróni og engin stýriflaug hafi náð til Ísrael. Einungis nokkrar skotflaugar hefðu komist í gegnum varnir Ísraela og valdið takmörkuðum skaða á herstöð. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Bandaríkin Hernaður Sýrland Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52 Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. 13. apríl 2024 14:44 Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. 12. apríl 2024 21:52 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Í heildina er talið að Íranar hafi notast við 170 Shahed sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 skotflaugar svokallaðar (e. Ballistic missile). Ein sjö ára stúlka særðist alvarlega þegar brot úr skotflaug lenti á heimili fjölskyldu hennar en að öðru leyti er ekki vitað um að fólk hafi særst alvarlega. Forsvarsmenn íranska hersins hafa heitið því að gera enn stærri árás á Ísrael, svari Ísraelar árásunum í nótt. Hjálpi Bandaríkjamenn Ísraelum við árásir á Íran, verði einnig gerðar árásir á bandaríska herstöðvar, samkvæmt frétt Reuters. Sjá einnig: Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Varnarmálaráðherra Ísrael sagði í morgun að deilunum við Írani væri ekki lokið enn. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að boða leiðtoga G-7 ríkjanna á fund. Markmið þessa fundar væri að finna diplómatísk viðbrögð við árás Írana í gær. Eins og fram kemur í frétt AP gefur orðræða Bidens til kynna að hann hafi ekki áhuga á frekari árásum milli Ísrael og Íran. Hér að neðan má sjá stutt myndband sem sýnir það þegar skotflaug frá Íran var grandað hátt á himni. Til þess að skjóta skotflaugar niður notuðu Ísraelar Arrow 3 loftvarnarkerfið. Það er þróað sérstaklega til að skjóta niður skotflaugar sem geta verið búnar kjarnorkuvopnum fyrir utan gufuhvolf jarðarinnar. Kerfið var fyrst prófað árið 2015 en Ísraelar segja það hafa sannað sig í gærkvöldi og í nótt. Very unique footage showing an exoatmospheric interception amid the Iranian ballistic missile attack, likely by the Arrow 3 air defense system. pic.twitter.com/wrZNCV01tn— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 14, 2024 Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Klerkastjórnin í Íran hefur stutt ýmissa hópa á Gasaströndinni og í Líbanon, eins og Hamas og Hesbollah sem barist hafa við Ísraela. Íranar hafa einnig stutt aðra hópa í Sýrlandi, Írak og í Jemen sem hafa á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar árásir á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum og flutningaskip á Rauðahafi. Þáttaskil urðu þó á átökum ríkjanna nýverið þegar Ísraelar gerðu loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi og felldu þar meðal annars tvo háttsetta herforingja úr íranska byltingarverðinum. Ísraelar hafa ítrekað gert árásir á vígahópa tengda Íran og vopnasendingar Írana í Sýrlandi á undanförnum árum en viðurkenna það sjaldan sem aldrei. Þetta var í fyrsta sinn í mörg ár sem loftárás er gerð á svæði sem tilheyrir formlega Íran. Skutu dróna niður með þotum yfir Sýrlandi Árásin frá Íran hafði legið í loftinu um nokkuð skeið og herma heimildir fjölmiðla ytra að Ísraelar hafi verið vel undirbúnir fyrir hana og hafi notið stuðnings Bandaríkjamanna og Breta. Útlit er fyrir að Íranar hafi vonast til þess að nota drónana til að halda halda loftvörnum Ísraela uppteknum svo eldflaugarnar næðu þar í gegn. Fljúga þurfti drónunum þó langa vegalengd frá Íran til Ísrael og höfðu Ísraelar og Bandaríkjamenn mikinn tíma til að bregðast við þeim. Margir af drónunum frá Íran voru til að mynda skotnir niður af ísraelskum, breskum og bandarískum flugmönnum yfir Sýrlandi. Þá voru margar stýri- og eldflaugar skotnar niður af loftarnarkerfum fyrir utan lofthelgi Ísrael. Daniel Hagari, einn talsmanna ísraelska hersins, segir að enginn dróni og engin stýriflaug hafi náð til Ísrael. Einungis nokkrar skotflaugar hefðu komist í gegnum varnir Ísraela og valdið takmörkuðum skaða á herstöð.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Bandaríkin Hernaður Sýrland Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52 Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. 13. apríl 2024 14:44 Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. 12. apríl 2024 21:52 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25
Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52
Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. 13. apríl 2024 14:44
Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. 12. apríl 2024 21:52