„Að fá á sig þrjú mörk er bara of mikið” Árni Gísli Magnússon skrifar 13. apríl 2024 18:34 Hallgrímur Jónasson fylgist með af hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA í Bestu deild karla í knattspyrnu, segir erfitt að vinna þegar andstæðingurinn skorar þrjú mörk líkt og FH gerði á Greifavellinum í dag og fór með 3-2 sigur af hólmi gegn lærisveinum Hallgríms. „Við fáum á okkur þrjú mörk, það er bara of mikið hérna á okkar heimavelli, þó vissulega hefðum við getað fengið eitthvað út úr leiknum þrátt fyrir að fá á okkur þrjú mörk þá er það bara of mikið. Það er það sem fór með þetta í dag.” Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en skyndilega var FH komið í 2-0 forystu eftir 26 mínútur. „Mér finnst við byrja fyrstu mínúturnar mjög vel svo komu FH bara grimmari, settu langa bolta á framherjann Sigurð (Bjart Hallsson) og unnu í kringum hann og voru svona að ná að vinna annan boltann og gerðu það bara vel, eitthvað sem við vissum fyrir leikinn en við náðum ekki að bregðast alveg nógu vel við því. Staðan er 2-1 og við komum út og jöfnum og við erum finnst mér algjörlega með leikinn og mómentið er með okkur og við erum að keyra og þá kemur mjög pirrandi mark í andltið, rúllar inn, og þá svona einhvernveginn datt aðeins úr þessu.” „Við sækjum í lokin og fáum annað dauðafæri og sköllum í slá í fyrri hálfleik og við erum að skapa nóg, frammistaðan er fín, sem sagt sóknarlega, en að fá á sig þrjú mörk er bara of mikið.” Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmark leiksins en Kristijan Jajalo leit ekki vel út í markinu. Gerir Hallgrímur kröfu á að markmaðurinn verji þetta skot? „Ég þarf bara að sjá það betur, bara mark sem kemur á vondum tíma, við erum með leikinn og ekkert að gerast og allt í einu fer boltinn inn þannig ég þarf bara að sjá það betur en það var allavega vondur tími til að fá mark á sig.” KA byrjar mótið á þremur heimaleikjum og á fjóra heimaleiki af fyrstu fimm leikjum mótsins. Eftir tvo leiki er KA einungis með eitt stig. „Það er bara þannig, þetta er of lítið. Eitt stig eftir tvo leiki er ekki það sem við ætluðum okkur en við höldum bara áfram. Það er margt sem við erum að gera vel og svo er sumt sem við þurfum að laga og við bara förum í að laga það og erum bara klárir á móti Vestra.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Tengdar fréttir Uppgjör og viðtal: KA - FH 2-3 | Hafnfirðingar sóttu þrjú stig á Akureyri FH vann sterkan 3-2 útsigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í dag. FH komst í 2-0 snemma leiks en KA hafði jafnað metin í upphafi síðari hálfleiks. Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmarkið á 58. mínútu fyrir gestina og þar við sat. 13. apríl 2024 17:00 „Heyrði „skjóttu“ þannig ég lét bara vaða“ Kjartan Kári Halldórsson skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðru þegar FH vann 3-2 útisigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Mark Kjartans Kára kom á 58. mínútu og reyndist sigurmark leiksins. 13. apríl 2024 18:01 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
„Við fáum á okkur þrjú mörk, það er bara of mikið hérna á okkar heimavelli, þó vissulega hefðum við getað fengið eitthvað út úr leiknum þrátt fyrir að fá á okkur þrjú mörk þá er það bara of mikið. Það er það sem fór með þetta í dag.” Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en skyndilega var FH komið í 2-0 forystu eftir 26 mínútur. „Mér finnst við byrja fyrstu mínúturnar mjög vel svo komu FH bara grimmari, settu langa bolta á framherjann Sigurð (Bjart Hallsson) og unnu í kringum hann og voru svona að ná að vinna annan boltann og gerðu það bara vel, eitthvað sem við vissum fyrir leikinn en við náðum ekki að bregðast alveg nógu vel við því. Staðan er 2-1 og við komum út og jöfnum og við erum finnst mér algjörlega með leikinn og mómentið er með okkur og við erum að keyra og þá kemur mjög pirrandi mark í andltið, rúllar inn, og þá svona einhvernveginn datt aðeins úr þessu.” „Við sækjum í lokin og fáum annað dauðafæri og sköllum í slá í fyrri hálfleik og við erum að skapa nóg, frammistaðan er fín, sem sagt sóknarlega, en að fá á sig þrjú mörk er bara of mikið.” Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmark leiksins en Kristijan Jajalo leit ekki vel út í markinu. Gerir Hallgrímur kröfu á að markmaðurinn verji þetta skot? „Ég þarf bara að sjá það betur, bara mark sem kemur á vondum tíma, við erum með leikinn og ekkert að gerast og allt í einu fer boltinn inn þannig ég þarf bara að sjá það betur en það var allavega vondur tími til að fá mark á sig.” KA byrjar mótið á þremur heimaleikjum og á fjóra heimaleiki af fyrstu fimm leikjum mótsins. Eftir tvo leiki er KA einungis með eitt stig. „Það er bara þannig, þetta er of lítið. Eitt stig eftir tvo leiki er ekki það sem við ætluðum okkur en við höldum bara áfram. Það er margt sem við erum að gera vel og svo er sumt sem við þurfum að laga og við bara förum í að laga það og erum bara klárir á móti Vestra.”
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Tengdar fréttir Uppgjör og viðtal: KA - FH 2-3 | Hafnfirðingar sóttu þrjú stig á Akureyri FH vann sterkan 3-2 útsigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í dag. FH komst í 2-0 snemma leiks en KA hafði jafnað metin í upphafi síðari hálfleiks. Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmarkið á 58. mínútu fyrir gestina og þar við sat. 13. apríl 2024 17:00 „Heyrði „skjóttu“ þannig ég lét bara vaða“ Kjartan Kári Halldórsson skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðru þegar FH vann 3-2 útisigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Mark Kjartans Kára kom á 58. mínútu og reyndist sigurmark leiksins. 13. apríl 2024 18:01 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Uppgjör og viðtal: KA - FH 2-3 | Hafnfirðingar sóttu þrjú stig á Akureyri FH vann sterkan 3-2 útsigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í dag. FH komst í 2-0 snemma leiks en KA hafði jafnað metin í upphafi síðari hálfleiks. Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmarkið á 58. mínútu fyrir gestina og þar við sat. 13. apríl 2024 17:00
„Heyrði „skjóttu“ þannig ég lét bara vaða“ Kjartan Kári Halldórsson skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðru þegar FH vann 3-2 útisigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Mark Kjartans Kára kom á 58. mínútu og reyndist sigurmark leiksins. 13. apríl 2024 18:01