„Að fá á sig þrjú mörk er bara of mikið” Árni Gísli Magnússon skrifar 13. apríl 2024 18:34 Hallgrímur Jónasson fylgist með af hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA í Bestu deild karla í knattspyrnu, segir erfitt að vinna þegar andstæðingurinn skorar þrjú mörk líkt og FH gerði á Greifavellinum í dag og fór með 3-2 sigur af hólmi gegn lærisveinum Hallgríms. „Við fáum á okkur þrjú mörk, það er bara of mikið hérna á okkar heimavelli, þó vissulega hefðum við getað fengið eitthvað út úr leiknum þrátt fyrir að fá á okkur þrjú mörk þá er það bara of mikið. Það er það sem fór með þetta í dag.” Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en skyndilega var FH komið í 2-0 forystu eftir 26 mínútur. „Mér finnst við byrja fyrstu mínúturnar mjög vel svo komu FH bara grimmari, settu langa bolta á framherjann Sigurð (Bjart Hallsson) og unnu í kringum hann og voru svona að ná að vinna annan boltann og gerðu það bara vel, eitthvað sem við vissum fyrir leikinn en við náðum ekki að bregðast alveg nógu vel við því. Staðan er 2-1 og við komum út og jöfnum og við erum finnst mér algjörlega með leikinn og mómentið er með okkur og við erum að keyra og þá kemur mjög pirrandi mark í andltið, rúllar inn, og þá svona einhvernveginn datt aðeins úr þessu.” „Við sækjum í lokin og fáum annað dauðafæri og sköllum í slá í fyrri hálfleik og við erum að skapa nóg, frammistaðan er fín, sem sagt sóknarlega, en að fá á sig þrjú mörk er bara of mikið.” Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmark leiksins en Kristijan Jajalo leit ekki vel út í markinu. Gerir Hallgrímur kröfu á að markmaðurinn verji þetta skot? „Ég þarf bara að sjá það betur, bara mark sem kemur á vondum tíma, við erum með leikinn og ekkert að gerast og allt í einu fer boltinn inn þannig ég þarf bara að sjá það betur en það var allavega vondur tími til að fá mark á sig.” KA byrjar mótið á þremur heimaleikjum og á fjóra heimaleiki af fyrstu fimm leikjum mótsins. Eftir tvo leiki er KA einungis með eitt stig. „Það er bara þannig, þetta er of lítið. Eitt stig eftir tvo leiki er ekki það sem við ætluðum okkur en við höldum bara áfram. Það er margt sem við erum að gera vel og svo er sumt sem við þurfum að laga og við bara förum í að laga það og erum bara klárir á móti Vestra.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Tengdar fréttir Uppgjör og viðtal: KA - FH 2-3 | Hafnfirðingar sóttu þrjú stig á Akureyri FH vann sterkan 3-2 útsigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í dag. FH komst í 2-0 snemma leiks en KA hafði jafnað metin í upphafi síðari hálfleiks. Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmarkið á 58. mínútu fyrir gestina og þar við sat. 13. apríl 2024 17:00 „Heyrði „skjóttu“ þannig ég lét bara vaða“ Kjartan Kári Halldórsson skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðru þegar FH vann 3-2 útisigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Mark Kjartans Kára kom á 58. mínútu og reyndist sigurmark leiksins. 13. apríl 2024 18:01 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
„Við fáum á okkur þrjú mörk, það er bara of mikið hérna á okkar heimavelli, þó vissulega hefðum við getað fengið eitthvað út úr leiknum þrátt fyrir að fá á okkur þrjú mörk þá er það bara of mikið. Það er það sem fór með þetta í dag.” Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en skyndilega var FH komið í 2-0 forystu eftir 26 mínútur. „Mér finnst við byrja fyrstu mínúturnar mjög vel svo komu FH bara grimmari, settu langa bolta á framherjann Sigurð (Bjart Hallsson) og unnu í kringum hann og voru svona að ná að vinna annan boltann og gerðu það bara vel, eitthvað sem við vissum fyrir leikinn en við náðum ekki að bregðast alveg nógu vel við því. Staðan er 2-1 og við komum út og jöfnum og við erum finnst mér algjörlega með leikinn og mómentið er með okkur og við erum að keyra og þá kemur mjög pirrandi mark í andltið, rúllar inn, og þá svona einhvernveginn datt aðeins úr þessu.” „Við sækjum í lokin og fáum annað dauðafæri og sköllum í slá í fyrri hálfleik og við erum að skapa nóg, frammistaðan er fín, sem sagt sóknarlega, en að fá á sig þrjú mörk er bara of mikið.” Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmark leiksins en Kristijan Jajalo leit ekki vel út í markinu. Gerir Hallgrímur kröfu á að markmaðurinn verji þetta skot? „Ég þarf bara að sjá það betur, bara mark sem kemur á vondum tíma, við erum með leikinn og ekkert að gerast og allt í einu fer boltinn inn þannig ég þarf bara að sjá það betur en það var allavega vondur tími til að fá mark á sig.” KA byrjar mótið á þremur heimaleikjum og á fjóra heimaleiki af fyrstu fimm leikjum mótsins. Eftir tvo leiki er KA einungis með eitt stig. „Það er bara þannig, þetta er of lítið. Eitt stig eftir tvo leiki er ekki það sem við ætluðum okkur en við höldum bara áfram. Það er margt sem við erum að gera vel og svo er sumt sem við þurfum að laga og við bara förum í að laga það og erum bara klárir á móti Vestra.”
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Tengdar fréttir Uppgjör og viðtal: KA - FH 2-3 | Hafnfirðingar sóttu þrjú stig á Akureyri FH vann sterkan 3-2 útsigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í dag. FH komst í 2-0 snemma leiks en KA hafði jafnað metin í upphafi síðari hálfleiks. Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmarkið á 58. mínútu fyrir gestina og þar við sat. 13. apríl 2024 17:00 „Heyrði „skjóttu“ þannig ég lét bara vaða“ Kjartan Kári Halldórsson skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðru þegar FH vann 3-2 útisigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Mark Kjartans Kára kom á 58. mínútu og reyndist sigurmark leiksins. 13. apríl 2024 18:01 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Uppgjör og viðtal: KA - FH 2-3 | Hafnfirðingar sóttu þrjú stig á Akureyri FH vann sterkan 3-2 útsigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í dag. FH komst í 2-0 snemma leiks en KA hafði jafnað metin í upphafi síðari hálfleiks. Kjartan Kári Halldórsson skoraði sigurmarkið á 58. mínútu fyrir gestina og þar við sat. 13. apríl 2024 17:00
„Heyrði „skjóttu“ þannig ég lét bara vaða“ Kjartan Kári Halldórsson skoraði eitt mark og átti stóran þátt í öðru þegar FH vann 3-2 útisigur á KA í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Mark Kjartans Kára kom á 58. mínútu og reyndist sigurmark leiksins. 13. apríl 2024 18:01