Vill raunsærri stefnu í útlendingamálum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2024 18:30 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir segir útlendingamálin eitt af því sem hann vill leggja áherslu á út kjörtímabilið. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. Sjálfstæðisflokkurinn hélt opinn fund á Hilton Reykjavík Nordica í dag þar sem Bjarni ávarpaði gesti ásamt öðrum ráðherrum flokksins. Bjarni tók við forsætisráðuneytinu í vikunni og hefur undirskriftasöfnun verið í gangi þar sem því er mótmælt. Hann sagði á fundinum ekki hafa skort gagnrýni í sinn garð og flokksins í gegnum tíðina en hann hefur setið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 2013. Hann sé orðinn góður í að láta gagnrýni ekki trufla sig og ekki vera á förum. „Í gegnum öll þessi ár, öll þessi mál, þá hefur alltaf verið einhver rödd innra með mér sem hefur sagt, þið kannist við fyrri hlutann af þessum frasa, minn tími er ekki búinn.“ Það styttist í kosningar en þær verða í síðasta lagi á næsta ári. Bjarni sagði á fundinum að lögð yrði áhersla á ákveðin aðalatriði það sem eftir er af kjörtímabilsins. Það er á verðbólgu, orkumál og útlendingamálin. „Við verðum að taka stjórn á landamærum Íslands. Það er númer eitt.“ Þeir sem hafi fengið tímabundið dvalarleyfi og brjóti af sér fyrirgeri til að mynda rétti sínum til að búa á Íslandi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra talaði á svipuðum nótum á fundinum og sagði flokkinn vera að vinna gegn mikilli fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi. „Við höfum verið með miklu meiri þrýsting á landamærin heldur en að við áttum von á. Stjórnkerfið okkar var alls ekki undirbúið að taka til meðferðar slíkan fjölda mála. Það hefur til dæmis birst í mjög löngum umsóknarfresti. Svo rennur það upp fyrir okkur að aðrir eru búnir að loka á möguleikann að sækja um vernd á meðan það er enn þá opið fyrir slíkar umsóknir á Íslandi. Þetta eru götin sem að við þurfum að stoppa upp í. Að hluta til er það búið. Sumt af því liggur í frumvörpunum sem eru fyrir þinginu og svo heldur sú vinna áfram.“ Aðspurður hvort að Bjarni sé að boða harðari stefnu í útlendingamálum undir sinni forystu segir Bjarni að stefnan sem hann boði sé raunsærri en sú sem verið hefur. „Raunsæja stefnu það er bara það sem við erum að tala um. Að við horfumst að einhverju raunsæi í augu við stöðuna í þessum málaflokki. Hvað aðrir eru að gera og við viljum gera þetta vel. Ég held að þrýstingurinn á landamærin á Íslandi hafi meðal annars verið vegna þess að við höfum verið með séríslenskar reglur sem eru rýmri varðandi réttindi til dæmis til fjölskyldusameininga heldur en á við víða annars staðar og það gengur ekki lengur.“ Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30 Bjarni býður til fundar Opinn fundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ávarpar fundinn ásamt öðrum ráðherrum flokksins. 13. apríl 2024 10:00 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hélt opinn fund á Hilton Reykjavík Nordica í dag þar sem Bjarni ávarpaði gesti ásamt öðrum ráðherrum flokksins. Bjarni tók við forsætisráðuneytinu í vikunni og hefur undirskriftasöfnun verið í gangi þar sem því er mótmælt. Hann sagði á fundinum ekki hafa skort gagnrýni í sinn garð og flokksins í gegnum tíðina en hann hefur setið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 2013. Hann sé orðinn góður í að láta gagnrýni ekki trufla sig og ekki vera á förum. „Í gegnum öll þessi ár, öll þessi mál, þá hefur alltaf verið einhver rödd innra með mér sem hefur sagt, þið kannist við fyrri hlutann af þessum frasa, minn tími er ekki búinn.“ Það styttist í kosningar en þær verða í síðasta lagi á næsta ári. Bjarni sagði á fundinum að lögð yrði áhersla á ákveðin aðalatriði það sem eftir er af kjörtímabilsins. Það er á verðbólgu, orkumál og útlendingamálin. „Við verðum að taka stjórn á landamærum Íslands. Það er númer eitt.“ Þeir sem hafi fengið tímabundið dvalarleyfi og brjóti af sér fyrirgeri til að mynda rétti sínum til að búa á Íslandi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra talaði á svipuðum nótum á fundinum og sagði flokkinn vera að vinna gegn mikilli fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi. „Við höfum verið með miklu meiri þrýsting á landamærin heldur en að við áttum von á. Stjórnkerfið okkar var alls ekki undirbúið að taka til meðferðar slíkan fjölda mála. Það hefur til dæmis birst í mjög löngum umsóknarfresti. Svo rennur það upp fyrir okkur að aðrir eru búnir að loka á möguleikann að sækja um vernd á meðan það er enn þá opið fyrir slíkar umsóknir á Íslandi. Þetta eru götin sem að við þurfum að stoppa upp í. Að hluta til er það búið. Sumt af því liggur í frumvörpunum sem eru fyrir þinginu og svo heldur sú vinna áfram.“ Aðspurður hvort að Bjarni sé að boða harðari stefnu í útlendingamálum undir sinni forystu segir Bjarni að stefnan sem hann boði sé raunsærri en sú sem verið hefur. „Raunsæja stefnu það er bara það sem við erum að tala um. Að við horfumst að einhverju raunsæi í augu við stöðuna í þessum málaflokki. Hvað aðrir eru að gera og við viljum gera þetta vel. Ég held að þrýstingurinn á landamærin á Íslandi hafi meðal annars verið vegna þess að við höfum verið með séríslenskar reglur sem eru rýmri varðandi réttindi til dæmis til fjölskyldusameininga heldur en á við víða annars staðar og það gengur ekki lengur.“
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30 Bjarni býður til fundar Opinn fundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ávarpar fundinn ásamt öðrum ráðherrum flokksins. 13. apríl 2024 10:00 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
„Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30
Bjarni býður til fundar Opinn fundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ávarpar fundinn ásamt öðrum ráðherrum flokksins. 13. apríl 2024 10:00