Vill raunsærri stefnu í útlendingamálum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2024 18:30 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir segir útlendingamálin eitt af því sem hann vill leggja áherslu á út kjörtímabilið. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. Sjálfstæðisflokkurinn hélt opinn fund á Hilton Reykjavík Nordica í dag þar sem Bjarni ávarpaði gesti ásamt öðrum ráðherrum flokksins. Bjarni tók við forsætisráðuneytinu í vikunni og hefur undirskriftasöfnun verið í gangi þar sem því er mótmælt. Hann sagði á fundinum ekki hafa skort gagnrýni í sinn garð og flokksins í gegnum tíðina en hann hefur setið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 2013. Hann sé orðinn góður í að láta gagnrýni ekki trufla sig og ekki vera á förum. „Í gegnum öll þessi ár, öll þessi mál, þá hefur alltaf verið einhver rödd innra með mér sem hefur sagt, þið kannist við fyrri hlutann af þessum frasa, minn tími er ekki búinn.“ Það styttist í kosningar en þær verða í síðasta lagi á næsta ári. Bjarni sagði á fundinum að lögð yrði áhersla á ákveðin aðalatriði það sem eftir er af kjörtímabilsins. Það er á verðbólgu, orkumál og útlendingamálin. „Við verðum að taka stjórn á landamærum Íslands. Það er númer eitt.“ Þeir sem hafi fengið tímabundið dvalarleyfi og brjóti af sér fyrirgeri til að mynda rétti sínum til að búa á Íslandi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra talaði á svipuðum nótum á fundinum og sagði flokkinn vera að vinna gegn mikilli fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi. „Við höfum verið með miklu meiri þrýsting á landamærin heldur en að við áttum von á. Stjórnkerfið okkar var alls ekki undirbúið að taka til meðferðar slíkan fjölda mála. Það hefur til dæmis birst í mjög löngum umsóknarfresti. Svo rennur það upp fyrir okkur að aðrir eru búnir að loka á möguleikann að sækja um vernd á meðan það er enn þá opið fyrir slíkar umsóknir á Íslandi. Þetta eru götin sem að við þurfum að stoppa upp í. Að hluta til er það búið. Sumt af því liggur í frumvörpunum sem eru fyrir þinginu og svo heldur sú vinna áfram.“ Aðspurður hvort að Bjarni sé að boða harðari stefnu í útlendingamálum undir sinni forystu segir Bjarni að stefnan sem hann boði sé raunsærri en sú sem verið hefur. „Raunsæja stefnu það er bara það sem við erum að tala um. Að við horfumst að einhverju raunsæi í augu við stöðuna í þessum málaflokki. Hvað aðrir eru að gera og við viljum gera þetta vel. Ég held að þrýstingurinn á landamærin á Íslandi hafi meðal annars verið vegna þess að við höfum verið með séríslenskar reglur sem eru rýmri varðandi réttindi til dæmis til fjölskyldusameininga heldur en á við víða annars staðar og það gengur ekki lengur.“ Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30 Bjarni býður til fundar Opinn fundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ávarpar fundinn ásamt öðrum ráðherrum flokksins. 13. apríl 2024 10:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hélt opinn fund á Hilton Reykjavík Nordica í dag þar sem Bjarni ávarpaði gesti ásamt öðrum ráðherrum flokksins. Bjarni tók við forsætisráðuneytinu í vikunni og hefur undirskriftasöfnun verið í gangi þar sem því er mótmælt. Hann sagði á fundinum ekki hafa skort gagnrýni í sinn garð og flokksins í gegnum tíðina en hann hefur setið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 2013. Hann sé orðinn góður í að láta gagnrýni ekki trufla sig og ekki vera á förum. „Í gegnum öll þessi ár, öll þessi mál, þá hefur alltaf verið einhver rödd innra með mér sem hefur sagt, þið kannist við fyrri hlutann af þessum frasa, minn tími er ekki búinn.“ Það styttist í kosningar en þær verða í síðasta lagi á næsta ári. Bjarni sagði á fundinum að lögð yrði áhersla á ákveðin aðalatriði það sem eftir er af kjörtímabilsins. Það er á verðbólgu, orkumál og útlendingamálin. „Við verðum að taka stjórn á landamærum Íslands. Það er númer eitt.“ Þeir sem hafi fengið tímabundið dvalarleyfi og brjóti af sér fyrirgeri til að mynda rétti sínum til að búa á Íslandi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra talaði á svipuðum nótum á fundinum og sagði flokkinn vera að vinna gegn mikilli fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi. „Við höfum verið með miklu meiri þrýsting á landamærin heldur en að við áttum von á. Stjórnkerfið okkar var alls ekki undirbúið að taka til meðferðar slíkan fjölda mála. Það hefur til dæmis birst í mjög löngum umsóknarfresti. Svo rennur það upp fyrir okkur að aðrir eru búnir að loka á möguleikann að sækja um vernd á meðan það er enn þá opið fyrir slíkar umsóknir á Íslandi. Þetta eru götin sem að við þurfum að stoppa upp í. Að hluta til er það búið. Sumt af því liggur í frumvörpunum sem eru fyrir þinginu og svo heldur sú vinna áfram.“ Aðspurður hvort að Bjarni sé að boða harðari stefnu í útlendingamálum undir sinni forystu segir Bjarni að stefnan sem hann boði sé raunsærri en sú sem verið hefur. „Raunsæja stefnu það er bara það sem við erum að tala um. Að við horfumst að einhverju raunsæi í augu við stöðuna í þessum málaflokki. Hvað aðrir eru að gera og við viljum gera þetta vel. Ég held að þrýstingurinn á landamærin á Íslandi hafi meðal annars verið vegna þess að við höfum verið með séríslenskar reglur sem eru rýmri varðandi réttindi til dæmis til fjölskyldusameininga heldur en á við víða annars staðar og það gengur ekki lengur.“
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Flóttamenn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30 Bjarni býður til fundar Opinn fundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ávarpar fundinn ásamt öðrum ráðherrum flokksins. 13. apríl 2024 10:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30
Bjarni býður til fundar Opinn fundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ávarpar fundinn ásamt öðrum ráðherrum flokksins. 13. apríl 2024 10:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent