Safnar undirskriftum gegn foreldrum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2024 20:31 Saga Davíðsdóttir, formaður nemendafélagsins og nemi í 10. bekk i Laugalækjaskóla. Vísir/Einar Nemandi í 10.bekk Laugalækjarskóla segir kennara hafa hemil á árgangnum alla daga og því sé ekkert því til fyrirstöðu að þeir fari einir með krökkunum í útskriftarferð. Hún stofnaði því undirskriftalista til að mótmæla fjölda foreldra í ferðina. Undirskriftalistar hafa verið talsvert í umræðunni undanfarna daga, ekki síst vegna þess að í vikunni hafa um fjörutíu þúsund Íslendingar skrifað undir lista gegn Bjarna Benediktssyni í embætti forsætisráðherra. En þegar rennt er yfir virka lista á Ísland.is er einn sem vekur sérstaka athygli, listi sem ber yfirskriftina „Færri foreldrar í ferðina.“ Saga Davíðsdóttir, nemandi í 10. bekk í Laugalækjarskóla stendur fyrir undirskriftasöfnuninni sem snýst um að mótmæla hversu margir foreldrar fari með í útskriftarferð árgangsins. „Þetta byrjaði bara með því að ég var búin að heyra rosalega marga krakka tala um hvað það væru óþarflega margir foreldrar að fara með í ferðina. Það er oft djókað með þetta, „eigum við ekki að stofna undirskriftarlista,“ svo ég ákvað bara að skella mér í það,“ segir Saga. Um tuttugu manns hafa skráð sig á listann sem kemur Sögu á óvart þar sem hún var ekki farin að deila listanum neinsstaðar. Listinn gegn Bjarna Benediktssyni hafi ekki haft neitt með ákvörðun hennar að stofna eigin lista að gera. „Það er bara fólk sem er ekki í skólanum að skrifa undir þetta, sem mér finnst mjög fyndið. Ég veit bara ekkert hvar fólk fann þennan lista, en þetta er bara skemmtilegt. Mjög fyndið að fólk hafi kannski fundið minn lista þegar það ætlaði að skrá sig á Bjarna-listann.“ Árgangurinn er stór og gert er ráð fyrir einu foreldri fyrir hverja tíu nemendur. „Mér finnst það of mikið og krakkarnir eru alveg sammála. Ég hef meira segja heyrt í sumum kennurum sem finnst þetta óþarfi þar sem við erum talinn mjög góður árgangur. Við fórum saman í skólaferðalag í vetur með bara fimm kennurum og það var ekkert vesen.“ „Við fórum saman í skólaferðalag í vetur með bara fimm kennurum og það var ekkert vesen,“ segir Saga.Vísir/Einar Saga segir að kostnaður við ferðina spili líka inn ákvörðun sína um að stofna undirskriftalistann, en foreldrar borgi sig ekki í ferðina og því aukist kostnaðurinn hjá öllum. „Það eru bara ekki allir í sömu fjárhagslegri stöðu. Sextíu þúsund krónur fyrir útskriftarferð er ekki eins og tíu þúsund, eða bara þúsund kall. Mig langaði að minnka kostnaðinn fyrir þau sem hafa ekki efni á sextíu þúsund króna ferð upp úr þurru.“ Ertu vongóð um að þessi listi skili árangri? „Ég vona það! En ef ekki þá bara koma foreldrarnir með og það verður bara mjög gaman hjá okkur.“ Vilja njóta þess að vera unglingar Aðspurð um hvert útskriftarferðinni væri heitið var Saga ekki alveg með það á hreinu, enda hafði hún aðalega verið með hugann við foreldrana. Eftir símtal til mömmu komst það þó á hreint, til Skagafjarðar munu krakkarnir skunda. LaugalækjaskóliReykjavíkurborg En Saga er líka með skilaboð til hinna foreldranna, sem mögulega voru farnir að hlakka til ferðarinnar í Skagafjörð en hugsa sig sennilega tvisvar um núna. „Þið fóruð örugglega í ykkar útskriftarferð þegar þið voruð í 10. bekk. Það væri örugglega mjög gaman að hafa ykkur en helst vildum við bara fá að fara og njóta þess að vera unglingar. Kennararnir hafa hemil á okkur á hverjum degi þannig þau hljóta að geta það í tvo daga í viðbót.“ Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ferðalög Reykjavík Krakkar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Undirskriftalistar hafa verið talsvert í umræðunni undanfarna daga, ekki síst vegna þess að í vikunni hafa um fjörutíu þúsund Íslendingar skrifað undir lista gegn Bjarna Benediktssyni í embætti forsætisráðherra. En þegar rennt er yfir virka lista á Ísland.is er einn sem vekur sérstaka athygli, listi sem ber yfirskriftina „Færri foreldrar í ferðina.“ Saga Davíðsdóttir, nemandi í 10. bekk í Laugalækjarskóla stendur fyrir undirskriftasöfnuninni sem snýst um að mótmæla hversu margir foreldrar fari með í útskriftarferð árgangsins. „Þetta byrjaði bara með því að ég var búin að heyra rosalega marga krakka tala um hvað það væru óþarflega margir foreldrar að fara með í ferðina. Það er oft djókað með þetta, „eigum við ekki að stofna undirskriftarlista,“ svo ég ákvað bara að skella mér í það,“ segir Saga. Um tuttugu manns hafa skráð sig á listann sem kemur Sögu á óvart þar sem hún var ekki farin að deila listanum neinsstaðar. Listinn gegn Bjarna Benediktssyni hafi ekki haft neitt með ákvörðun hennar að stofna eigin lista að gera. „Það er bara fólk sem er ekki í skólanum að skrifa undir þetta, sem mér finnst mjög fyndið. Ég veit bara ekkert hvar fólk fann þennan lista, en þetta er bara skemmtilegt. Mjög fyndið að fólk hafi kannski fundið minn lista þegar það ætlaði að skrá sig á Bjarna-listann.“ Árgangurinn er stór og gert er ráð fyrir einu foreldri fyrir hverja tíu nemendur. „Mér finnst það of mikið og krakkarnir eru alveg sammála. Ég hef meira segja heyrt í sumum kennurum sem finnst þetta óþarfi þar sem við erum talinn mjög góður árgangur. Við fórum saman í skólaferðalag í vetur með bara fimm kennurum og það var ekkert vesen.“ „Við fórum saman í skólaferðalag í vetur með bara fimm kennurum og það var ekkert vesen,“ segir Saga.Vísir/Einar Saga segir að kostnaður við ferðina spili líka inn ákvörðun sína um að stofna undirskriftalistann, en foreldrar borgi sig ekki í ferðina og því aukist kostnaðurinn hjá öllum. „Það eru bara ekki allir í sömu fjárhagslegri stöðu. Sextíu þúsund krónur fyrir útskriftarferð er ekki eins og tíu þúsund, eða bara þúsund kall. Mig langaði að minnka kostnaðinn fyrir þau sem hafa ekki efni á sextíu þúsund króna ferð upp úr þurru.“ Ertu vongóð um að þessi listi skili árangri? „Ég vona það! En ef ekki þá bara koma foreldrarnir með og það verður bara mjög gaman hjá okkur.“ Vilja njóta þess að vera unglingar Aðspurð um hvert útskriftarferðinni væri heitið var Saga ekki alveg með það á hreinu, enda hafði hún aðalega verið með hugann við foreldrana. Eftir símtal til mömmu komst það þó á hreint, til Skagafjarðar munu krakkarnir skunda. LaugalækjaskóliReykjavíkurborg En Saga er líka með skilaboð til hinna foreldranna, sem mögulega voru farnir að hlakka til ferðarinnar í Skagafjörð en hugsa sig sennilega tvisvar um núna. „Þið fóruð örugglega í ykkar útskriftarferð þegar þið voruð í 10. bekk. Það væri örugglega mjög gaman að hafa ykkur en helst vildum við bara fá að fara og njóta þess að vera unglingar. Kennararnir hafa hemil á okkur á hverjum degi þannig þau hljóta að geta það í tvo daga í viðbót.“
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ferðalög Reykjavík Krakkar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira