Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2024 15:25 Viðbúnaðarstig vegna mögulegra hryðjuverka hefur verið hækkað. EPA/HANNIBAL HANSCHKE Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. Þremenningarnir, sem eru fimmtán og sextán ára, eru grunuð um að hafa ætlað að fremja morð. Sextán ára unglingur í Stuttgart er sakaður um að hafa undirbúið alvarlegan glæp sem ógna myndi öryggi ríkisins. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar hafa frekari upplýsingar ekki verið gefnar upp. Í frétt DW er haft eftir heimildarmönnum að málið byggi á samskiptum milli ungmennanna. Þar eru þau sögð hafa rætt um að gera árásir í kirkjum og lögreglustöðvum í Dortmund, Düsseldorf og Köln með hnífum og bensínsprengjum. Við leit í Düsseldorf hafi fundist sveðja og rýtingur en engar bensínsprengjur fundust eða efni til sprengjugerðar. DW segir einnig að faðir sextán ára drengsins í Düsseldorf sé þekktur af lögreglu og hann hafi verið grunaður um að safna peningum fyrir Íslamska ríkið. Viðbúnaðarstig í Þýskalandi vegna mögulegra hryðjuverkaárása hefur verið hækkað vegna stríðsins á Gasaströndinni og árásar Íslamska ríkisins í Khorasan eða ISKP í Moskvu á dögunum. Viðbúnaðarstig hefur einnig verið hækkað í Frakklandi, þar sem ólympíuleikarnir verða haldnir í sumar. Ráðamenn í Þýskalandi segja hættuna á hryðjuverkaárásum vera hærri um þessar mundir en hún hafi verið í langan tíma. Þjóðverjar segjast hafa komið í veg fyrir eina árás fyrr á þessu ári og voru þar á ferðinni menn frá Tadsíkistan sem taldir eru aðhyllast boðskap ISKP. Þá voru tveir menn frá Afganistan handteknir í Þýskalandi í síðasta mánuði en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað sér að gera árás á sænska þingið. Þýskaland Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Þremenningarnir, sem eru fimmtán og sextán ára, eru grunuð um að hafa ætlað að fremja morð. Sextán ára unglingur í Stuttgart er sakaður um að hafa undirbúið alvarlegan glæp sem ógna myndi öryggi ríkisins. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar hafa frekari upplýsingar ekki verið gefnar upp. Í frétt DW er haft eftir heimildarmönnum að málið byggi á samskiptum milli ungmennanna. Þar eru þau sögð hafa rætt um að gera árásir í kirkjum og lögreglustöðvum í Dortmund, Düsseldorf og Köln með hnífum og bensínsprengjum. Við leit í Düsseldorf hafi fundist sveðja og rýtingur en engar bensínsprengjur fundust eða efni til sprengjugerðar. DW segir einnig að faðir sextán ára drengsins í Düsseldorf sé þekktur af lögreglu og hann hafi verið grunaður um að safna peningum fyrir Íslamska ríkið. Viðbúnaðarstig í Þýskalandi vegna mögulegra hryðjuverkaárása hefur verið hækkað vegna stríðsins á Gasaströndinni og árásar Íslamska ríkisins í Khorasan eða ISKP í Moskvu á dögunum. Viðbúnaðarstig hefur einnig verið hækkað í Frakklandi, þar sem ólympíuleikarnir verða haldnir í sumar. Ráðamenn í Þýskalandi segja hættuna á hryðjuverkaárásum vera hærri um þessar mundir en hún hafi verið í langan tíma. Þjóðverjar segjast hafa komið í veg fyrir eina árás fyrr á þessu ári og voru þar á ferðinni menn frá Tadsíkistan sem taldir eru aðhyllast boðskap ISKP. Þá voru tveir menn frá Afganistan handteknir í Þýskalandi í síðasta mánuði en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað sér að gera árás á sænska þingið.
Þýskaland Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira