Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2024 15:25 Viðbúnaðarstig vegna mögulegra hryðjuverka hefur verið hækkað. EPA/HANNIBAL HANSCHKE Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. Þremenningarnir, sem eru fimmtán og sextán ára, eru grunuð um að hafa ætlað að fremja morð. Sextán ára unglingur í Stuttgart er sakaður um að hafa undirbúið alvarlegan glæp sem ógna myndi öryggi ríkisins. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar hafa frekari upplýsingar ekki verið gefnar upp. Í frétt DW er haft eftir heimildarmönnum að málið byggi á samskiptum milli ungmennanna. Þar eru þau sögð hafa rætt um að gera árásir í kirkjum og lögreglustöðvum í Dortmund, Düsseldorf og Köln með hnífum og bensínsprengjum. Við leit í Düsseldorf hafi fundist sveðja og rýtingur en engar bensínsprengjur fundust eða efni til sprengjugerðar. DW segir einnig að faðir sextán ára drengsins í Düsseldorf sé þekktur af lögreglu og hann hafi verið grunaður um að safna peningum fyrir Íslamska ríkið. Viðbúnaðarstig í Þýskalandi vegna mögulegra hryðjuverkaárása hefur verið hækkað vegna stríðsins á Gasaströndinni og árásar Íslamska ríkisins í Khorasan eða ISKP í Moskvu á dögunum. Viðbúnaðarstig hefur einnig verið hækkað í Frakklandi, þar sem ólympíuleikarnir verða haldnir í sumar. Ráðamenn í Þýskalandi segja hættuna á hryðjuverkaárásum vera hærri um þessar mundir en hún hafi verið í langan tíma. Þjóðverjar segjast hafa komið í veg fyrir eina árás fyrr á þessu ári og voru þar á ferðinni menn frá Tadsíkistan sem taldir eru aðhyllast boðskap ISKP. Þá voru tveir menn frá Afganistan handteknir í Þýskalandi í síðasta mánuði en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað sér að gera árás á sænska þingið. Þýskaland Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Þremenningarnir, sem eru fimmtán og sextán ára, eru grunuð um að hafa ætlað að fremja morð. Sextán ára unglingur í Stuttgart er sakaður um að hafa undirbúið alvarlegan glæp sem ógna myndi öryggi ríkisins. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar hafa frekari upplýsingar ekki verið gefnar upp. Í frétt DW er haft eftir heimildarmönnum að málið byggi á samskiptum milli ungmennanna. Þar eru þau sögð hafa rætt um að gera árásir í kirkjum og lögreglustöðvum í Dortmund, Düsseldorf og Köln með hnífum og bensínsprengjum. Við leit í Düsseldorf hafi fundist sveðja og rýtingur en engar bensínsprengjur fundust eða efni til sprengjugerðar. DW segir einnig að faðir sextán ára drengsins í Düsseldorf sé þekktur af lögreglu og hann hafi verið grunaður um að safna peningum fyrir Íslamska ríkið. Viðbúnaðarstig í Þýskalandi vegna mögulegra hryðjuverkaárása hefur verið hækkað vegna stríðsins á Gasaströndinni og árásar Íslamska ríkisins í Khorasan eða ISKP í Moskvu á dögunum. Viðbúnaðarstig hefur einnig verið hækkað í Frakklandi, þar sem ólympíuleikarnir verða haldnir í sumar. Ráðamenn í Þýskalandi segja hættuna á hryðjuverkaárásum vera hærri um þessar mundir en hún hafi verið í langan tíma. Þjóðverjar segjast hafa komið í veg fyrir eina árás fyrr á þessu ári og voru þar á ferðinni menn frá Tadsíkistan sem taldir eru aðhyllast boðskap ISKP. Þá voru tveir menn frá Afganistan handteknir í Þýskalandi í síðasta mánuði en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað sér að gera árás á sænska þingið.
Þýskaland Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira