Man United stal stigi á Vitality-vellinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2024 18:40 Dan Mullan/Getty Images AFC Bournemouth og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Gestirnir frá Manchester lentu tvívegis undir en komu til baka í bæði skiptin. Það má þó með sanni segja að þeir hafi stolið stiginu í dag. Heimamenn byrjuðu frábærlega og Dominic Solanke kom þeim yfir með hnitmiðuðu skoti eftir rúman stundarfjórðung. Marcos Senesi vann boltann þá af landa sínum Alejandro Garnacho, boltinn barst á Solanke sem fór svo illa með hinn unga Willy Kambwala að miðvörðurinn steinlá. Solanke lét svo vaða rétt fyrir utan vítateig og söng boltinn í netinu án þess að André Onana kæmi neinum vörnum við í marki Man United. Gestirnir jöfnuðu metin eftir hálftímaleik. Góð pressa gestanna skilaði sér þá með því að boltinn hrökk fyrir fætur Bruno Fernandes inn á markteig og Portúgalinn þrumaði boltanum með vinstri fæti sínum upp í þaknetið. Man United er hins vegar ófært um að halda einbeitingu eftir að liðið skorar og komst Bournemouth yfir á nýjan leik þegar 36 mínútur voru komnar á klukkuna. Nú gaf Senesi á Justin Kluivert sem þrumaði boltanum nánast í gegnum tvo varnarmenn gestanna og í netið. Staðan 2-1 í hálfleik. Aðeins eitt mark var skorað í síðari hálfleik og það gerðu gestirnir. Fernandes jafnaði þá metin með marki úr vítaspyrnu þegar 65 mínútur voru liðnar. Í uppbótartíma fengu heimamenn vítaspyrnu en eftir að atvikið var skoðað nánar af myndbandsdómara leiksins þá sást að brotið var fyrir utan teig og aukaspyrna niðurstaðan. Hún endaði ekki í netinu og lokatölur á Vitality-vellinum 2-2 að þessu sinni. Despite going behind twice, @ManUtd claim a point against @afcbournemouth on the south coast #BOUMUN pic.twitter.com/faJAIVgcl1— Premier League (@premierleague) April 13, 2024 Stigið gerir lítið fyrir bæði lið en veik von Man United um að enda í Meistaradeildarsæti er orðin enn veikari. Rauðu djöflarnir sitja í 7. sæti með 50 stig að loknum 32 leikjum, tíu stigum á eftir Aston Villa og Tottenham Hotspur. Á sama tíma er Bournemouth með 42 stig í 12. sæti. Enski boltinn Fótbolti
AFC Bournemouth og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Gestirnir frá Manchester lentu tvívegis undir en komu til baka í bæði skiptin. Það má þó með sanni segja að þeir hafi stolið stiginu í dag. Heimamenn byrjuðu frábærlega og Dominic Solanke kom þeim yfir með hnitmiðuðu skoti eftir rúman stundarfjórðung. Marcos Senesi vann boltann þá af landa sínum Alejandro Garnacho, boltinn barst á Solanke sem fór svo illa með hinn unga Willy Kambwala að miðvörðurinn steinlá. Solanke lét svo vaða rétt fyrir utan vítateig og söng boltinn í netinu án þess að André Onana kæmi neinum vörnum við í marki Man United. Gestirnir jöfnuðu metin eftir hálftímaleik. Góð pressa gestanna skilaði sér þá með því að boltinn hrökk fyrir fætur Bruno Fernandes inn á markteig og Portúgalinn þrumaði boltanum með vinstri fæti sínum upp í þaknetið. Man United er hins vegar ófært um að halda einbeitingu eftir að liðið skorar og komst Bournemouth yfir á nýjan leik þegar 36 mínútur voru komnar á klukkuna. Nú gaf Senesi á Justin Kluivert sem þrumaði boltanum nánast í gegnum tvo varnarmenn gestanna og í netið. Staðan 2-1 í hálfleik. Aðeins eitt mark var skorað í síðari hálfleik og það gerðu gestirnir. Fernandes jafnaði þá metin með marki úr vítaspyrnu þegar 65 mínútur voru liðnar. Í uppbótartíma fengu heimamenn vítaspyrnu en eftir að atvikið var skoðað nánar af myndbandsdómara leiksins þá sást að brotið var fyrir utan teig og aukaspyrna niðurstaðan. Hún endaði ekki í netinu og lokatölur á Vitality-vellinum 2-2 að þessu sinni. Despite going behind twice, @ManUtd claim a point against @afcbournemouth on the south coast #BOUMUN pic.twitter.com/faJAIVgcl1— Premier League (@premierleague) April 13, 2024 Stigið gerir lítið fyrir bæði lið en veik von Man United um að enda í Meistaradeildarsæti er orðin enn veikari. Rauðu djöflarnir sitja í 7. sæti með 50 stig að loknum 32 leikjum, tíu stigum á eftir Aston Villa og Tottenham Hotspur. Á sama tíma er Bournemouth með 42 stig í 12. sæti.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti