Góðar aðgerðir skila árangri, en meira þarf til Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 12. apríl 2024 11:01 Í gær mælti Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir frumvarpi sem veitir lífeyrissjóðum heimild til að fjárfesta í félögum þar sem meginstarfsemin er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis til einstaklinga. Ég fagna þessu frumvarpi enda hef ég áður í ræðu og riti bent á mikilvægi þess að veita lífeyrissjóðum rýmri heimild til fjárfestinga á húsnæðismarkaði og taka þátt í því mikilvæga verkefni að byggja hér upp traustan leigumarkað. Þá hefur það verið mér mikið kappsmál að benda á leiðir til þess að ná tökum á stöðunni á húsnæðismarkaði. Það er afar brýnt svo hægt sé að ná tökum á verðbólgunni til lengri tíma. Þessi heimild sem nú hefur verið mælt fyrir nú er einn liður í þeirri vegferð. Auknar forsendur fyrir fjárfestingu Lengi hefur verið rætt um skort á leiguhúsnæði á Íslandi ásamt fjölbreyttari úrræðum á húsnæðismarkaði. Með því að veita lífeyrissjóðum heimild til þess að fjárfesta í leiguhúsnæði skapast auknar forsendur fyrir því að lífeyrissjóðir beini fjármagni í fjárfestingu á leiguhúsnæði og er til þess fallið að halda aftur af verðhækkunum á fasteignamarkaði. Aukið framboð af leiguhúsnæði fjölgar valmöguleikum einstaklinga til að finna sér hentugt búsetuform. Þá eru fjársterkir langtímaeigendur mjög ákjósanlegir kaupendur að húsnæði og það eitt kann að flýta fyrir uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Markviss skref Lengi hefur verið kallað eftir að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sigurður Ingi vann að því marki sem innviðaráðherra og þá ráðherra húsnæðismála. Það var meðal annars gert með framlagningu húsnæðisstefnu en þar er um að ræða fyrstu heildarstefnu í húsnæðismálum til 15 ára og aðgerðaáætlunar til 5 ára. Með stefnunni má stuðla að skilvirkari stjórnsýslu þannig að stefna, áherslur og aðgerðir í húsnæðismálum skapi skilyrði til að öllum sé tryggt aðgengi að góðu og öruggu húsnæði með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði sem hentar ólíkum þörfum hvers og eins. Það frumvarp sem mælt var fyrir í gær er í samræmi við þá stefnu. Alls hafa níu frumvörp sem eru hluti aðgerðanna í tillögu til þingsályktunar um húsnæðisstefnu verið í vinnslu í ráðuneytinu eða hafa verið lögð fram á Alþingi. Frumvörpin styðja við þau markmið sem stefnan byggir á. Þá hafa ýmsar aðrar aðgerðir komið til framkvæmda og má þar nefna að alls eru 2.643 nýjar leiguíbúðir komnar í notkun af þeim 3.486 íbúðum sem hafa fengið stofnframlög frá ríki og sveitarfélögum á síðustu átta árum. Langflestar íbúðanna, eða um 2.227 eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa 806 íbúðir verið fjármagnaðar í hlutdeildarlánakerfinu, sem er nýtt kerfi og er leið fólks til að komast inn á fasteignamarkaðinn sem á ekki, eða á erfitt með að safna fyrir fullri útborgun en getur greitt mánaðarlegar afborganir. Skilyrðin eru að vera kaupa íbúð í fyrsta skipti eða að hafa ekki átt íbúð síðustu 5 ár. Það er augljóst að hið opinbera hefur á undanförnum árum verið að gera sitt til að tryggja jafnvægi á húsnæðismarkaði og óumdeilt að án styrkrar forystu Framsóknar í uppbyggingu nýs húsnæðiskerfis fyrir tekju- og eignalitla væri staðan mun verri fyrir þá hópa sem hér er um rætt. Það þurfa allir að dansa með Stærsta áskorun samfélagsins í húsnæðismálum á komandi árum snýr að því að tryggja nægt framboð af fjölbreyttu húsnæði og skapa umhverfi svo fýsilegt sé fyrir framkvæmdaaðila á almennum markaði að byggja húsnæði. Við vorum á réttri leið, en það hefur komið bakslag á síðustu árum og það má helst rekja til skorts á lóðum á nýjum svæðum, vaxtaumhverfis og hertra lánþegaskilyrða. Með öðrum orðum; það vantar lóðir, lánsfjármagn er orðið mjög dýrt sem hefur letjandi áhrif á framkvæmdaaðila og það hefur verið gert fólki erfiðara um vik að komast í gegnum greiðslumat vegna hertra lánþegaskilyrða. Þetta er eitraður kokteill í núverandi ástand þar sem nauðsynlegt er að byggja til að anna eftirspurn. Halda má því fram að Seðlabankinn hafi á undanförnu hlaðið í snjóhengju kynslóða sem bíða eftir tækifæri til að komast út á markaðinn á sama tíma og hann hefur tafið fyrir þeirri nauðsynlegu uppbyggingu sem fram undan er. Það er kominn tími til að vakna. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Alþingi Húsnæðismál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í gær mælti Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir frumvarpi sem veitir lífeyrissjóðum heimild til að fjárfesta í félögum þar sem meginstarfsemin er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis til einstaklinga. Ég fagna þessu frumvarpi enda hef ég áður í ræðu og riti bent á mikilvægi þess að veita lífeyrissjóðum rýmri heimild til fjárfestinga á húsnæðismarkaði og taka þátt í því mikilvæga verkefni að byggja hér upp traustan leigumarkað. Þá hefur það verið mér mikið kappsmál að benda á leiðir til þess að ná tökum á stöðunni á húsnæðismarkaði. Það er afar brýnt svo hægt sé að ná tökum á verðbólgunni til lengri tíma. Þessi heimild sem nú hefur verið mælt fyrir nú er einn liður í þeirri vegferð. Auknar forsendur fyrir fjárfestingu Lengi hefur verið rætt um skort á leiguhúsnæði á Íslandi ásamt fjölbreyttari úrræðum á húsnæðismarkaði. Með því að veita lífeyrissjóðum heimild til þess að fjárfesta í leiguhúsnæði skapast auknar forsendur fyrir því að lífeyrissjóðir beini fjármagni í fjárfestingu á leiguhúsnæði og er til þess fallið að halda aftur af verðhækkunum á fasteignamarkaði. Aukið framboð af leiguhúsnæði fjölgar valmöguleikum einstaklinga til að finna sér hentugt búsetuform. Þá eru fjársterkir langtímaeigendur mjög ákjósanlegir kaupendur að húsnæði og það eitt kann að flýta fyrir uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Markviss skref Lengi hefur verið kallað eftir að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sigurður Ingi vann að því marki sem innviðaráðherra og þá ráðherra húsnæðismála. Það var meðal annars gert með framlagningu húsnæðisstefnu en þar er um að ræða fyrstu heildarstefnu í húsnæðismálum til 15 ára og aðgerðaáætlunar til 5 ára. Með stefnunni má stuðla að skilvirkari stjórnsýslu þannig að stefna, áherslur og aðgerðir í húsnæðismálum skapi skilyrði til að öllum sé tryggt aðgengi að góðu og öruggu húsnæði með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði sem hentar ólíkum þörfum hvers og eins. Það frumvarp sem mælt var fyrir í gær er í samræmi við þá stefnu. Alls hafa níu frumvörp sem eru hluti aðgerðanna í tillögu til þingsályktunar um húsnæðisstefnu verið í vinnslu í ráðuneytinu eða hafa verið lögð fram á Alþingi. Frumvörpin styðja við þau markmið sem stefnan byggir á. Þá hafa ýmsar aðrar aðgerðir komið til framkvæmda og má þar nefna að alls eru 2.643 nýjar leiguíbúðir komnar í notkun af þeim 3.486 íbúðum sem hafa fengið stofnframlög frá ríki og sveitarfélögum á síðustu átta árum. Langflestar íbúðanna, eða um 2.227 eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa 806 íbúðir verið fjármagnaðar í hlutdeildarlánakerfinu, sem er nýtt kerfi og er leið fólks til að komast inn á fasteignamarkaðinn sem á ekki, eða á erfitt með að safna fyrir fullri útborgun en getur greitt mánaðarlegar afborganir. Skilyrðin eru að vera kaupa íbúð í fyrsta skipti eða að hafa ekki átt íbúð síðustu 5 ár. Það er augljóst að hið opinbera hefur á undanförnum árum verið að gera sitt til að tryggja jafnvægi á húsnæðismarkaði og óumdeilt að án styrkrar forystu Framsóknar í uppbyggingu nýs húsnæðiskerfis fyrir tekju- og eignalitla væri staðan mun verri fyrir þá hópa sem hér er um rætt. Það þurfa allir að dansa með Stærsta áskorun samfélagsins í húsnæðismálum á komandi árum snýr að því að tryggja nægt framboð af fjölbreyttu húsnæði og skapa umhverfi svo fýsilegt sé fyrir framkvæmdaaðila á almennum markaði að byggja húsnæði. Við vorum á réttri leið, en það hefur komið bakslag á síðustu árum og það má helst rekja til skorts á lóðum á nýjum svæðum, vaxtaumhverfis og hertra lánþegaskilyrða. Með öðrum orðum; það vantar lóðir, lánsfjármagn er orðið mjög dýrt sem hefur letjandi áhrif á framkvæmdaaðila og það hefur verið gert fólki erfiðara um vik að komast í gegnum greiðslumat vegna hertra lánþegaskilyrða. Þetta er eitraður kokteill í núverandi ástand þar sem nauðsynlegt er að byggja til að anna eftirspurn. Halda má því fram að Seðlabankinn hafi á undanförnu hlaðið í snjóhengju kynslóða sem bíða eftir tækifæri til að komast út á markaðinn á sama tíma og hann hefur tafið fyrir þeirri nauðsynlegu uppbyggingu sem fram undan er. Það er kominn tími til að vakna. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun