KR-ingar líta í kringum sig: „Þetta er mikill skellur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2024 11:08 Gregg Ryder Pálmi Rafn Pálmason Vísir/Anton Brink Gregg Ryder, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta, segir vonbrigði að missa tvo kantmenn liðsins í meiðsli. Þetta sé tækifæri fyrir aðra að stíga upp og þá útilokar hann ekki styrkingu á hópnum í ljósi þessa. Aron Sigurðarson fór meiddur út af í leik KR og Fylkis í fyrstu umferð Bestu deildarinnar á sunnudag, leik sem KR vann 4-3. Hann fékk niðurstöðu úr myndatöku í gær. „Aron er frá í að minnsta kosti mánuð, þangað til um miðjan maí. Þetta er lærið, rifa eða tognun,“ segir Gregg. Einhver bið er eftir því að Aron Sigurðarson mæti á völlinn. Mánuður hið minnsta.Vísir/Einar Það læri hafði verið að plaga Aron í aðdraganda leiksins en hann hafði aftur á móti æft vel með liðinu og staðist öll próf fyrir leik. „Hann gat ekki fengið sneiðmyndatöku af þessu þegar hann meiddist fyrst. En hann hafði æft á fullu alla vikuna fyrir leikinn við Fylki. Hann náði topphraða á æfingu og hafði staðist öll próf fyrir leik,“ „Það var engin áhætta af okkar hálfu. Hann hafði æft á fullu og ég hugsaði ekki einu sinni út í þetta. Það var helst hvort hann gæti spilað 90 eða 70,“ segir Gregg. Krummi frá út leiktíðina Hrafn Tómasson kom inn á fyrir Aron í fyrri hálfleiknum gegn Fylki en þurfti svo sjálfur að víkja strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Hann steig þá illa niður og hélt um hnéð. Í gær kom í ljós að það fór á versta veg, hann hafði slitið krossband í annað sinn á ferlinum og á öðru hné en síðast. Hrafn sleit krossband í leiknum og spilar ekki meira í ár.Vísir/Anton Brink „Þetta er mikill skellur. Sérstaklega fyrir Krumma. Hann var búinn að standa sig svo vel fyrir tímabilið. Ég finn mikið til með honum en við þurfum núna að styðja hann og sjá til þess að hann mæti sterkari til baka,“ segir Gregg. Dregur þetta dug úr mönnum fyrir leik kvöldsins við Stjörnuna? „Þetta breytir ekki miklu. Við erum með sterkan hóp og þetta gefur öðrum leikmönnum tækifæri. Það er bara spennandi að sjá þá standa sig. Auðvitað er þetta alltaf svekkjandi að missa leikmenn en aðrir þurfa að stíga upp,“ segir Gregg. Skoða í kringum sig Atli Sigurjónsson kom inn fyrir Hrafn í síðari hálfleiknum og átti frábæran leik, skoraði tvö marka KR. Hann hefur hins vegar lítið æft vegna meiðsla síðasta hálfa árið og orðið grunnt á kantmönnum hjá KR. Þurfa þeir ekki hreinlega að bæta við hópinn í ljósi tíðindanna? „Við erum tilbúnir að stökkva á eitthvað komi það upp. Við erum að líta í kringum okkur en það er ekkert að klárt að neitt gerist,“ segir Gregg. Leikur Stjörnunnar og KR er klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn Fótbolti KR Besta deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Aron Sigurðarson fór meiddur út af í leik KR og Fylkis í fyrstu umferð Bestu deildarinnar á sunnudag, leik sem KR vann 4-3. Hann fékk niðurstöðu úr myndatöku í gær. „Aron er frá í að minnsta kosti mánuð, þangað til um miðjan maí. Þetta er lærið, rifa eða tognun,“ segir Gregg. Einhver bið er eftir því að Aron Sigurðarson mæti á völlinn. Mánuður hið minnsta.Vísir/Einar Það læri hafði verið að plaga Aron í aðdraganda leiksins en hann hafði aftur á móti æft vel með liðinu og staðist öll próf fyrir leik. „Hann gat ekki fengið sneiðmyndatöku af þessu þegar hann meiddist fyrst. En hann hafði æft á fullu alla vikuna fyrir leikinn við Fylki. Hann náði topphraða á æfingu og hafði staðist öll próf fyrir leik,“ „Það var engin áhætta af okkar hálfu. Hann hafði æft á fullu og ég hugsaði ekki einu sinni út í þetta. Það var helst hvort hann gæti spilað 90 eða 70,“ segir Gregg. Krummi frá út leiktíðina Hrafn Tómasson kom inn á fyrir Aron í fyrri hálfleiknum gegn Fylki en þurfti svo sjálfur að víkja strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Hann steig þá illa niður og hélt um hnéð. Í gær kom í ljós að það fór á versta veg, hann hafði slitið krossband í annað sinn á ferlinum og á öðru hné en síðast. Hrafn sleit krossband í leiknum og spilar ekki meira í ár.Vísir/Anton Brink „Þetta er mikill skellur. Sérstaklega fyrir Krumma. Hann var búinn að standa sig svo vel fyrir tímabilið. Ég finn mikið til með honum en við þurfum núna að styðja hann og sjá til þess að hann mæti sterkari til baka,“ segir Gregg. Dregur þetta dug úr mönnum fyrir leik kvöldsins við Stjörnuna? „Þetta breytir ekki miklu. Við erum með sterkan hóp og þetta gefur öðrum leikmönnum tækifæri. Það er bara spennandi að sjá þá standa sig. Auðvitað er þetta alltaf svekkjandi að missa leikmenn en aðrir þurfa að stíga upp,“ segir Gregg. Skoða í kringum sig Atli Sigurjónsson kom inn fyrir Hrafn í síðari hálfleiknum og átti frábæran leik, skoraði tvö marka KR. Hann hefur hins vegar lítið æft vegna meiðsla síðasta hálfa árið og orðið grunnt á kantmönnum hjá KR. Þurfa þeir ekki hreinlega að bæta við hópinn í ljósi tíðindanna? „Við erum tilbúnir að stökkva á eitthvað komi það upp. Við erum að líta í kringum okkur en það er ekkert að klárt að neitt gerist,“ segir Gregg. Leikur Stjörnunnar og KR er klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn Fótbolti KR Besta deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira