Ekki lengur kátt á Klambra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. apríl 2024 07:01 Jóna Ottesen ásamt dóttur sinni Uglu Steingrímsdóttur á Klambratúni. Svo virðist vera sem barnahátíð verði ekki haldin framar á túninu. Vísir Skipuleggjendur barnahátíðarinnar Kátt á Klambra sem haldin hefur verið í fjórgang á Klambratúni leita nú að annarri staðsetningu fyrir hátíðina. Þeir segjast mæta fálæti og áhugaleysi hjá borgaryfirvöldum en hefur verið tekið opnum örmum hjá öðrum sveitarfélögum. „Við höfum unnið að því að endurvekja hátíðina aftur en lendum á vegg fyrir hátíðina 2023. Þá fáum við að heyra að Reykjavíkurborg vilji í raun og veru ekki leyfa okkur að loka svæðið af. Á fundi nú fyrir skipulagið 2024 er okkur tjáð að við fáum ekki leyfi til að halda þetta á Klambratúni í þeirri mynd sem við höfum gert áður,“ segir Jóna Ottesen einn skipuleggjenda í samtali við Vísi. Hátíðin var fyrst haldin árið 2016 og fram til ársins 2019 en lá svo í dvala árin á eftir vegna heimsfaraldurs. Jóna útskýrir að það fari ekki saman með hugmynd skipuleggjenda að barnahátíðinni að hafa svæðið opið öllum líkt og Reykjavíkurborg vilji. Þær útskýringar hafi verið gefnar að það sé stefna borgarinnar að allt sem gerist á Klambratúni og í Hljómskálagarðinum skuli vera opnir viðburðir. „Þau svona vildu ekki trúa okkar hugmyndafræði, vildu ekki koma til móts við okkur og í raun og veru þegar við sögðum að við þyrftum þá kannski að skoða önnur sveitarfélög var okkur eiginlega bara sagt að fólk hefði líka bara gott af því að kíkja í önnur sveitarfélög,“ segir Jóna. Ekki bara hoppukastali og ís Hún útskýrir að hátíðin snúist um að gera barnamenningu hærra undir höfði. Skipuleggjendur vilji gera töluvert meira en að henda bara upp hoppukastala og bjóða upp á frían ís. „Þetta byggist allt á því að virkja börn og foreldra og fjölskyldur til að taka þátt. Þetta er ekki bara skemmtun heldur er þetta þátttaka í fjölbreyttri listsköpun og menningarstarfi og snýst mikið um efla tengslamyndun fjölskyldunnar,“ útskýrir Jóna. „Við viljum náttúrulega hafa svæðið áfengislaust, tóbakslaust og tryggja að umhverfið sem við bjóðum upp á sé slysahættulaust fyrir börn. Líka þannig að foreldrar geti slappað af og kjaftað við aðra foreldra. Að börnin geti leikið, en líka tekið þátt í til dæmis föndurtjaldi, búið til konfekt í konfektbílnum, í allskonar smiðjum, ritlistar og tónlistarsmiðjum.“ Hátíðin sé það metnaðarfull að skipuleggjendur sjái sér ekki fært að halda henni úti á opnu svæði þar sem hver sem er geti gengið að henni, enda þurfi að rukka lítillega inn til að fjármagna hátíðina. Samstarfið við borgina hafi alltaf verið erfitt. „Það var alltaf óljóst hver átti að útvega okkur rafmagn, pláss, aðföng eins og bekki og borð. Reykjavíkurborg er náttúrulega mjög stórt batterí en okkur fannst leiðinlegt að þau gætu ekki hugsað aðeins út fyrir boxið og reynt að mæta okkur.“ Tekið opnum örmum annars staðar Hátíðin hefur farið fram síðustu helgina í júlí þegar börn eru í fríi. Enn hefur ekki verið ákveðið hvar hún verður og segir Jóna að þau vilji gefa sér góðan tíma í það. Það sé dýrt og tímafrekt að skipuleggja slíka hátíð og segir Jóna að skipuleggjendur vilji gefa sér tíma í að velja nýjan stað til að tryggja framtíð hátíðarinnar. „Þannig að vegna þessa þurftum við að hvolfa öllum okkar hugmyndum um Kátt á Klambra á Klambratúni og einmitt þess vegna erum við að skoða sævði bæði í Reykjavík sem gætu komið til greina en við höfum líka farið á fund með Hafnarfjarðarbæ og þar var okkur tekið opnum örmum.“ Úr kvöldfréttum Stöðvar 2 um hátíðina árið 2019: Jóna segir skipuleggjendur einnig eiga í viðræðum við Þrótt um að halda hátíðina mögulega í Laugardal. Það hafi verið allt annað að ræða sýn skipuleggjenda við stjórnendur í Hafnarfirði en í Reykjavík. „Það er bara allt annað eiga samtalið um hugmyndafræðina og að þau skilji það og vilji mæta okkur þar, í staðinn fyrir að í raun gera lítið úr okkur og setja okkur eitthvert, að því er liggur við út í horn án þátttöku sveitarfélagsins.“ Þurfi að hugsa ýmsa hluti upp á nýtt Jóna segir ljóst að skipuleggjendur þurfi að hugsa ýmsa hluti upp á nýtt þar sem hátíðin sé að fara á annan stað. Nafnið sjálft sé einmitt vísun í Klambratún. „En það er hægt að vera Kátt allsstaðar, þannig að við viljum sjá hvað er í boði. Hvað hentar okkar hugmyndafræði best, við viljum auðvitað vera á grænu svæði vegna þess að þetta snýst um að fjölskyldan sé úti að leika og hafi gaman, þannig við óskum bara eftir hugmyndum og staðsetningum á meðan við erum að þreifa fyrir okkur.“ Jóna segir heila málið vera það að þetta snúist um að hafa gaman saman. Þetta sé samfélagslegt verkefni þar sem fjöldi sjálfboðaliða taki þátt. Allir séu til, fjölskyldur og börn. „Þannig við finnum fyrir miklum meðbyr og það eru allir til í þetta en hjá Reykjavíkurborg benda bara allir á hvorn annan og það er enginn sem vill hoppa á það að taka þátt í þessu að fullu með okkur. Það er hægt að fylgjast með okkur á Instagram og Facebook, við erum mjög lifandi þar og munum upplýsa um það hvernig þetta þróast allt saman, því við ætlum að halda þetta í sumar, sama hvað.“ View this post on Instagram A post shared by KA TT A KLAMBRA (@katt_a_klambra_barnahatid) Reykjavík Hafnarfjörður Menning Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Við höfum unnið að því að endurvekja hátíðina aftur en lendum á vegg fyrir hátíðina 2023. Þá fáum við að heyra að Reykjavíkurborg vilji í raun og veru ekki leyfa okkur að loka svæðið af. Á fundi nú fyrir skipulagið 2024 er okkur tjáð að við fáum ekki leyfi til að halda þetta á Klambratúni í þeirri mynd sem við höfum gert áður,“ segir Jóna Ottesen einn skipuleggjenda í samtali við Vísi. Hátíðin var fyrst haldin árið 2016 og fram til ársins 2019 en lá svo í dvala árin á eftir vegna heimsfaraldurs. Jóna útskýrir að það fari ekki saman með hugmynd skipuleggjenda að barnahátíðinni að hafa svæðið opið öllum líkt og Reykjavíkurborg vilji. Þær útskýringar hafi verið gefnar að það sé stefna borgarinnar að allt sem gerist á Klambratúni og í Hljómskálagarðinum skuli vera opnir viðburðir. „Þau svona vildu ekki trúa okkar hugmyndafræði, vildu ekki koma til móts við okkur og í raun og veru þegar við sögðum að við þyrftum þá kannski að skoða önnur sveitarfélög var okkur eiginlega bara sagt að fólk hefði líka bara gott af því að kíkja í önnur sveitarfélög,“ segir Jóna. Ekki bara hoppukastali og ís Hún útskýrir að hátíðin snúist um að gera barnamenningu hærra undir höfði. Skipuleggjendur vilji gera töluvert meira en að henda bara upp hoppukastala og bjóða upp á frían ís. „Þetta byggist allt á því að virkja börn og foreldra og fjölskyldur til að taka þátt. Þetta er ekki bara skemmtun heldur er þetta þátttaka í fjölbreyttri listsköpun og menningarstarfi og snýst mikið um efla tengslamyndun fjölskyldunnar,“ útskýrir Jóna. „Við viljum náttúrulega hafa svæðið áfengislaust, tóbakslaust og tryggja að umhverfið sem við bjóðum upp á sé slysahættulaust fyrir börn. Líka þannig að foreldrar geti slappað af og kjaftað við aðra foreldra. Að börnin geti leikið, en líka tekið þátt í til dæmis föndurtjaldi, búið til konfekt í konfektbílnum, í allskonar smiðjum, ritlistar og tónlistarsmiðjum.“ Hátíðin sé það metnaðarfull að skipuleggjendur sjái sér ekki fært að halda henni úti á opnu svæði þar sem hver sem er geti gengið að henni, enda þurfi að rukka lítillega inn til að fjármagna hátíðina. Samstarfið við borgina hafi alltaf verið erfitt. „Það var alltaf óljóst hver átti að útvega okkur rafmagn, pláss, aðföng eins og bekki og borð. Reykjavíkurborg er náttúrulega mjög stórt batterí en okkur fannst leiðinlegt að þau gætu ekki hugsað aðeins út fyrir boxið og reynt að mæta okkur.“ Tekið opnum örmum annars staðar Hátíðin hefur farið fram síðustu helgina í júlí þegar börn eru í fríi. Enn hefur ekki verið ákveðið hvar hún verður og segir Jóna að þau vilji gefa sér góðan tíma í það. Það sé dýrt og tímafrekt að skipuleggja slíka hátíð og segir Jóna að skipuleggjendur vilji gefa sér tíma í að velja nýjan stað til að tryggja framtíð hátíðarinnar. „Þannig að vegna þessa þurftum við að hvolfa öllum okkar hugmyndum um Kátt á Klambra á Klambratúni og einmitt þess vegna erum við að skoða sævði bæði í Reykjavík sem gætu komið til greina en við höfum líka farið á fund með Hafnarfjarðarbæ og þar var okkur tekið opnum örmum.“ Úr kvöldfréttum Stöðvar 2 um hátíðina árið 2019: Jóna segir skipuleggjendur einnig eiga í viðræðum við Þrótt um að halda hátíðina mögulega í Laugardal. Það hafi verið allt annað að ræða sýn skipuleggjenda við stjórnendur í Hafnarfirði en í Reykjavík. „Það er bara allt annað eiga samtalið um hugmyndafræðina og að þau skilji það og vilji mæta okkur þar, í staðinn fyrir að í raun gera lítið úr okkur og setja okkur eitthvert, að því er liggur við út í horn án þátttöku sveitarfélagsins.“ Þurfi að hugsa ýmsa hluti upp á nýtt Jóna segir ljóst að skipuleggjendur þurfi að hugsa ýmsa hluti upp á nýtt þar sem hátíðin sé að fara á annan stað. Nafnið sjálft sé einmitt vísun í Klambratún. „En það er hægt að vera Kátt allsstaðar, þannig að við viljum sjá hvað er í boði. Hvað hentar okkar hugmyndafræði best, við viljum auðvitað vera á grænu svæði vegna þess að þetta snýst um að fjölskyldan sé úti að leika og hafi gaman, þannig við óskum bara eftir hugmyndum og staðsetningum á meðan við erum að þreifa fyrir okkur.“ Jóna segir heila málið vera það að þetta snúist um að hafa gaman saman. Þetta sé samfélagslegt verkefni þar sem fjöldi sjálfboðaliða taki þátt. Allir séu til, fjölskyldur og börn. „Þannig við finnum fyrir miklum meðbyr og það eru allir til í þetta en hjá Reykjavíkurborg benda bara allir á hvorn annan og það er enginn sem vill hoppa á það að taka þátt í þessu að fullu með okkur. Það er hægt að fylgjast með okkur á Instagram og Facebook, við erum mjög lifandi þar og munum upplýsa um það hvernig þetta þróast allt saman, því við ætlum að halda þetta í sumar, sama hvað.“ View this post on Instagram A post shared by KA TT A KLAMBRA (@katt_a_klambra_barnahatid)
Reykjavík Hafnarfjörður Menning Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira