Fyrrverandi fjármálastjóri Trump dæmdur í fangelsi aftur Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2024 15:24 Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálstjóri Trump veldisins, afþakkaði að tjá sig áður en dómari ákvað refsingu hans í New York í dag. AP/Yuki Iwamura Dómari í New York dæmdi Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, í fimm mánaða fangelsi fyrir að bera ljúgvitni í máli gegn Trump. Þetta er í annað skiptið sem Weisselberg hlýtur fangelsisdóm á skömmum tíma. Meinsærið framdi Weisselberg í skýrslutökum og fyrir dómi í fjársvikamáli dómsmálaráðherra New York-ríkis gegn Trump. Fyrrverandi forsetinn var fundinn sekur um að hafa hagrætt verðmati á eignum sínum til þess að komast undan skatti og tryggja sér hagstæðari lánskjör. Trump var dæmdur til að greiða á fimmta hundrað milljónir dollara í sekt en Weisselberg eina milljón dollara. Weisselberg, sem er 76 ára gamall, játaði að hafa logið þegar hann sagðist vita lítið um hvernig það bar til að þakíbúð Trump var sögð þrefalt stærri en hún er í raun og veru og verðmetin í samræmi við það. Hann er nú á leið í fangelsi í annað skipti en hann afplánaði hundrað daga í alræmdu fangelsi á Rikers-eyju fyrir skattsvik sem tengdust ýmis konar sporslum sem hann fékk frá Trump-fyrirtækinu. AP-fréttastofan segir að dómsmálin tvö sýni hollustu Weisselberg við Trump sem hann vann fyrir í um fimmtíu ár. Fyrirtækið greiddi honum tvær milljónir dollara í starfslokagreiðslu þegar hann hætti vegna skattsvikamálsins og greiðir enn lögfræðikostnað hans. Þegar Weisselberg bar vitni í fjársvikamáli Trump ítrekaði hann að yfirmaður sinn hefði ekki framið neina alvarlega glæpi. Í skattsvikamálinu hélt fyrrverandi fjármálastjórinn því fram að Trump hefði ekki átt neinn þátt í að háttsettir stjórnendur Trump-fyrirtækisins fengju ókeypis bíla, íbúðir og annan lúxus án þess að það væri gefið upp til skatts yfir fimmtán ára tímabil. Sagður hafa átt þátt í ólöglegum greiðslum til klámstjörnu Ekki er ljóst hvort að Weisselberg verði á meðal vitna þegar sakamál á hendur Trump vegna þagnargreiðslu til fyrrverandi klámstjörnu þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar 2016 stóð sem hæst verður tekið fyrir í New York á mánudag, að sögn Washington Post. Samkomulag sem Weisselberg gerði við saksóknara um að hann játaði á sig meinsæri felur ekki í sér að hann skuldbindi sig til þess að bera vitni í þagnargreiðslumálinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Michael Cohen, fyrrverandi „reddari“ Trump til fjölda ára, heldur því fram að Weisselberg hafi átt þátt í að skipuleggja greiðslu fyrir þagnmælsku Stephanie Clifford, sem er betur þekkt sem Stormy Daniels, sem Trump er ákærður fyrir að hylma yfir ólöglega. Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump greiði 1,6 milljón dollara sekt fyrir skattsvik Fyrirtækinu Trump Organization sem er í eigu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið gert að greiða rúmlega 1,6 milljón dollara, tæplega 230 milljónir íslenskra króna, í sekt vegna skattsvika. Einn lögfræðinga fyrirtækisins segir Trump ætla að áfrýja dómnum. 13. janúar 2023 16:25 Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58 Trump fundinn sekur um að ljúga til um ríkidæmi sitt Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti laug til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og plataði þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. 27. september 2023 07:17 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Meinsærið framdi Weisselberg í skýrslutökum og fyrir dómi í fjársvikamáli dómsmálaráðherra New York-ríkis gegn Trump. Fyrrverandi forsetinn var fundinn sekur um að hafa hagrætt verðmati á eignum sínum til þess að komast undan skatti og tryggja sér hagstæðari lánskjör. Trump var dæmdur til að greiða á fimmta hundrað milljónir dollara í sekt en Weisselberg eina milljón dollara. Weisselberg, sem er 76 ára gamall, játaði að hafa logið þegar hann sagðist vita lítið um hvernig það bar til að þakíbúð Trump var sögð þrefalt stærri en hún er í raun og veru og verðmetin í samræmi við það. Hann er nú á leið í fangelsi í annað skipti en hann afplánaði hundrað daga í alræmdu fangelsi á Rikers-eyju fyrir skattsvik sem tengdust ýmis konar sporslum sem hann fékk frá Trump-fyrirtækinu. AP-fréttastofan segir að dómsmálin tvö sýni hollustu Weisselberg við Trump sem hann vann fyrir í um fimmtíu ár. Fyrirtækið greiddi honum tvær milljónir dollara í starfslokagreiðslu þegar hann hætti vegna skattsvikamálsins og greiðir enn lögfræðikostnað hans. Þegar Weisselberg bar vitni í fjársvikamáli Trump ítrekaði hann að yfirmaður sinn hefði ekki framið neina alvarlega glæpi. Í skattsvikamálinu hélt fyrrverandi fjármálastjórinn því fram að Trump hefði ekki átt neinn þátt í að háttsettir stjórnendur Trump-fyrirtækisins fengju ókeypis bíla, íbúðir og annan lúxus án þess að það væri gefið upp til skatts yfir fimmtán ára tímabil. Sagður hafa átt þátt í ólöglegum greiðslum til klámstjörnu Ekki er ljóst hvort að Weisselberg verði á meðal vitna þegar sakamál á hendur Trump vegna þagnargreiðslu til fyrrverandi klámstjörnu þegar kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar 2016 stóð sem hæst verður tekið fyrir í New York á mánudag, að sögn Washington Post. Samkomulag sem Weisselberg gerði við saksóknara um að hann játaði á sig meinsæri felur ekki í sér að hann skuldbindi sig til þess að bera vitni í þagnargreiðslumálinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Michael Cohen, fyrrverandi „reddari“ Trump til fjölda ára, heldur því fram að Weisselberg hafi átt þátt í að skipuleggja greiðslu fyrir þagnmælsku Stephanie Clifford, sem er betur þekkt sem Stormy Daniels, sem Trump er ákærður fyrir að hylma yfir ólöglega.
Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump greiði 1,6 milljón dollara sekt fyrir skattsvik Fyrirtækinu Trump Organization sem er í eigu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið gert að greiða rúmlega 1,6 milljón dollara, tæplega 230 milljónir íslenskra króna, í sekt vegna skattsvika. Einn lögfræðinga fyrirtækisins segir Trump ætla að áfrýja dómnum. 13. janúar 2023 16:25 Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58 Trump fundinn sekur um að ljúga til um ríkidæmi sitt Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti laug til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og plataði þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. 27. september 2023 07:17 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Fyrirtæki Trump greiði 1,6 milljón dollara sekt fyrir skattsvik Fyrirtækinu Trump Organization sem er í eigu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið gert að greiða rúmlega 1,6 milljón dollara, tæplega 230 milljónir íslenskra króna, í sekt vegna skattsvika. Einn lögfræðinga fyrirtækisins segir Trump ætla að áfrýja dómnum. 13. janúar 2023 16:25
Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. 18. ágúst 2022 15:58
Trump fundinn sekur um að ljúga til um ríkidæmi sitt Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti laug til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og plataði þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. 27. september 2023 07:17
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“