Fredericia kom mörgum á óvart á leiktíðinni og er nú meðal þeirra átta liða sem berjast um að komast í undanúrslit úrslitakeppninnar. Leikið er í tveimur fjögurra liða riðlum, þar er leikið heima og að heiman. Þegar því er lokið fara tvö efstu liðin í sitthvorum riðlinum í undanúrslit.
Lærisveinar Guðmundar töpuðu fyrir Ringsted í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á dögunum og töpuðu svo öðrum leiknum í röð þegar Skjern kom í heimsókn. Lokatölur 28-30 í leik þar sem gestirnir voru hænuskrefi framar nær allan leikinn.
Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði tvö mörk í liði Fredericia.