Af hverju eru ekki allir launþegar 60 ára og eldri að nýta sér séreignarsparnað? Jenný Ýr Jóhannsdóttir skrifar 9. apríl 2024 16:01 Það hljómar kannski eins og falsfrétt en staðreyndin er sú að allt að 38% launþega afþakka 2% launahækkun með því að nýta sér ekki séreignarsparnað. Þetta kemur meðal annars fram í gögnum Gallup og í rannsókn sem Seðlabankinn birti 2023. Af þeim hópi eru allmargir 60 ára og eldri. Það má gera sér í hugarlund að það tengist því að þegar þú mátt byrja að taka út þá hætti fólk að nýta sér sparnaðinn. En í rauninni ætti hver einasti launþegi sem orðinn er 60 ára að vera með séreignarsparnað og fá þannig mótframlag sem hægt er að taka út á nánast sama tíma. Reiknum dæmið Sá sem er 60 ára með 800 þúsund króna mánaðarlaun getur sparað 32 þúsund á mánuði og eignast 48 þúsund króna sparnað. Það hljóta að teljast góð skipti. Sá sem er 60 ára með 800 þúsund króna mánaðarlaun sparar á einu ári tæpar 600 þúsund krónur. Þar af lagði hann 384 þúsund til sjálfur en mótframlagið frá launagreiðanda auk ávöxtunar myndar restina. Sparnaðinn má taka út í einu lagi eða dreifa eftir hentugleika. Sá sem sparar í þrjú ár safnar 1.850 þúsund ef við miðum við afar hóflega ávöxtun en leggur sjálfur til aðeins 1.150 þúsund. Aðrir kostir þessa sparnaðarforms eru að sparnaðurinn er sjálfvirkur og launagreiðandi sér um að koma honum til skila. Það eina sem þú þarft að gera er að gera samning um séreignarsparnað og þú getur fylgst með inneigninni vaxa eða tekið út. Allt eftir þínum þörfum. Þá geta þeir sem eru með húsnæðislán nýtt sparnaðinn skattfrjálst og þeim að kostnaðarlausu til að borga inn á höfuðstól lánsins. Já, skattfrjáls innborgun og mótframlag og skattfrjáls útborgun sem lækkar skuldir. Það er einfaldlega ekki hægt að óska sér hagstæðari sparnaðar. Er eitthvað að varast eða hafa í huga? Það er alltaf gott að hafa í huga að dreifa úttektum þannig að þær lendi í sem hagkvæmustu skattþrepi. Allar útgreiðslur eru skattlagðar eins og tekjur enda voru þær lagðar óskattlagðar inn. Skoðaðu reglulega yfirlitin þín eða Mínar síður til að vera viss um að greiðslurnar hafi skilað sér frá launagreiðanda. Mikilvægt er að kanna hvort vörsluaðilinn hefur bindingu á innlögnum eða þóknanir sem skerða innborganir, en mikill munur getur verið á kostnaði á milli vörsluaðila. Staldraðu við og athugaðu hvort þinn sparnaður sé í réttri fjárfestingarleið. Þegar styttist í starfslok þá getur verið skynsamlegt að draga úr áhættu þannig að sveiflur á sparnaðinum verði minni. Hvað þarft þú að gera? Vertu viss um að þú sért að greiða í séreignarsparnað með því að skoða launaseðilinn þinn. Ef ekki kemur fram greiðsla í séreignarsparnað skaltu senda launagreiðanda afrit af samningi sem þú hefur gert eða óskaðu eftir því við vörsluaðila að hann sendi afrit samnings til launagreiðanda. Ef þú þarft að gera nýjan samning þá tekur það varla meira en 2 mínútur þar sem það er gert stafrænt með rafrænum skilríkjum. Ef þú hefur spurningar er þinn vörsluaðili vafalaust fús til að svara þeim. Ekki missa af þessari kjarabót þó þú sért að huga að úttekt samhliða. Reiknaðu dæmið og spáðu í sparnaðinn. Höfundur er deildarstjóri séreignardeildar hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Eldri borgarar Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Það hljómar kannski eins og falsfrétt en staðreyndin er sú að allt að 38% launþega afþakka 2% launahækkun með því að nýta sér ekki séreignarsparnað. Þetta kemur meðal annars fram í gögnum Gallup og í rannsókn sem Seðlabankinn birti 2023. Af þeim hópi eru allmargir 60 ára og eldri. Það má gera sér í hugarlund að það tengist því að þegar þú mátt byrja að taka út þá hætti fólk að nýta sér sparnaðinn. En í rauninni ætti hver einasti launþegi sem orðinn er 60 ára að vera með séreignarsparnað og fá þannig mótframlag sem hægt er að taka út á nánast sama tíma. Reiknum dæmið Sá sem er 60 ára með 800 þúsund króna mánaðarlaun getur sparað 32 þúsund á mánuði og eignast 48 þúsund króna sparnað. Það hljóta að teljast góð skipti. Sá sem er 60 ára með 800 þúsund króna mánaðarlaun sparar á einu ári tæpar 600 þúsund krónur. Þar af lagði hann 384 þúsund til sjálfur en mótframlagið frá launagreiðanda auk ávöxtunar myndar restina. Sparnaðinn má taka út í einu lagi eða dreifa eftir hentugleika. Sá sem sparar í þrjú ár safnar 1.850 þúsund ef við miðum við afar hóflega ávöxtun en leggur sjálfur til aðeins 1.150 þúsund. Aðrir kostir þessa sparnaðarforms eru að sparnaðurinn er sjálfvirkur og launagreiðandi sér um að koma honum til skila. Það eina sem þú þarft að gera er að gera samning um séreignarsparnað og þú getur fylgst með inneigninni vaxa eða tekið út. Allt eftir þínum þörfum. Þá geta þeir sem eru með húsnæðislán nýtt sparnaðinn skattfrjálst og þeim að kostnaðarlausu til að borga inn á höfuðstól lánsins. Já, skattfrjáls innborgun og mótframlag og skattfrjáls útborgun sem lækkar skuldir. Það er einfaldlega ekki hægt að óska sér hagstæðari sparnaðar. Er eitthvað að varast eða hafa í huga? Það er alltaf gott að hafa í huga að dreifa úttektum þannig að þær lendi í sem hagkvæmustu skattþrepi. Allar útgreiðslur eru skattlagðar eins og tekjur enda voru þær lagðar óskattlagðar inn. Skoðaðu reglulega yfirlitin þín eða Mínar síður til að vera viss um að greiðslurnar hafi skilað sér frá launagreiðanda. Mikilvægt er að kanna hvort vörsluaðilinn hefur bindingu á innlögnum eða þóknanir sem skerða innborganir, en mikill munur getur verið á kostnaði á milli vörsluaðila. Staldraðu við og athugaðu hvort þinn sparnaður sé í réttri fjárfestingarleið. Þegar styttist í starfslok þá getur verið skynsamlegt að draga úr áhættu þannig að sveiflur á sparnaðinum verði minni. Hvað þarft þú að gera? Vertu viss um að þú sért að greiða í séreignarsparnað með því að skoða launaseðilinn þinn. Ef ekki kemur fram greiðsla í séreignarsparnað skaltu senda launagreiðanda afrit af samningi sem þú hefur gert eða óskaðu eftir því við vörsluaðila að hann sendi afrit samnings til launagreiðanda. Ef þú þarft að gera nýjan samning þá tekur það varla meira en 2 mínútur þar sem það er gert stafrænt með rafrænum skilríkjum. Ef þú hefur spurningar er þinn vörsluaðili vafalaust fús til að svara þeim. Ekki missa af þessari kjarabót þó þú sért að huga að úttekt samhliða. Reiknaðu dæmið og spáðu í sparnaðinn. Höfundur er deildarstjóri séreignardeildar hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun