Af hverju eru ekki allir launþegar 60 ára og eldri að nýta sér séreignarsparnað? Jenný Ýr Jóhannsdóttir skrifar 9. apríl 2024 16:01 Það hljómar kannski eins og falsfrétt en staðreyndin er sú að allt að 38% launþega afþakka 2% launahækkun með því að nýta sér ekki séreignarsparnað. Þetta kemur meðal annars fram í gögnum Gallup og í rannsókn sem Seðlabankinn birti 2023. Af þeim hópi eru allmargir 60 ára og eldri. Það má gera sér í hugarlund að það tengist því að þegar þú mátt byrja að taka út þá hætti fólk að nýta sér sparnaðinn. En í rauninni ætti hver einasti launþegi sem orðinn er 60 ára að vera með séreignarsparnað og fá þannig mótframlag sem hægt er að taka út á nánast sama tíma. Reiknum dæmið Sá sem er 60 ára með 800 þúsund króna mánaðarlaun getur sparað 32 þúsund á mánuði og eignast 48 þúsund króna sparnað. Það hljóta að teljast góð skipti. Sá sem er 60 ára með 800 þúsund króna mánaðarlaun sparar á einu ári tæpar 600 þúsund krónur. Þar af lagði hann 384 þúsund til sjálfur en mótframlagið frá launagreiðanda auk ávöxtunar myndar restina. Sparnaðinn má taka út í einu lagi eða dreifa eftir hentugleika. Sá sem sparar í þrjú ár safnar 1.850 þúsund ef við miðum við afar hóflega ávöxtun en leggur sjálfur til aðeins 1.150 þúsund. Aðrir kostir þessa sparnaðarforms eru að sparnaðurinn er sjálfvirkur og launagreiðandi sér um að koma honum til skila. Það eina sem þú þarft að gera er að gera samning um séreignarsparnað og þú getur fylgst með inneigninni vaxa eða tekið út. Allt eftir þínum þörfum. Þá geta þeir sem eru með húsnæðislán nýtt sparnaðinn skattfrjálst og þeim að kostnaðarlausu til að borga inn á höfuðstól lánsins. Já, skattfrjáls innborgun og mótframlag og skattfrjáls útborgun sem lækkar skuldir. Það er einfaldlega ekki hægt að óska sér hagstæðari sparnaðar. Er eitthvað að varast eða hafa í huga? Það er alltaf gott að hafa í huga að dreifa úttektum þannig að þær lendi í sem hagkvæmustu skattþrepi. Allar útgreiðslur eru skattlagðar eins og tekjur enda voru þær lagðar óskattlagðar inn. Skoðaðu reglulega yfirlitin þín eða Mínar síður til að vera viss um að greiðslurnar hafi skilað sér frá launagreiðanda. Mikilvægt er að kanna hvort vörsluaðilinn hefur bindingu á innlögnum eða þóknanir sem skerða innborganir, en mikill munur getur verið á kostnaði á milli vörsluaðila. Staldraðu við og athugaðu hvort þinn sparnaður sé í réttri fjárfestingarleið. Þegar styttist í starfslok þá getur verið skynsamlegt að draga úr áhættu þannig að sveiflur á sparnaðinum verði minni. Hvað þarft þú að gera? Vertu viss um að þú sért að greiða í séreignarsparnað með því að skoða launaseðilinn þinn. Ef ekki kemur fram greiðsla í séreignarsparnað skaltu senda launagreiðanda afrit af samningi sem þú hefur gert eða óskaðu eftir því við vörsluaðila að hann sendi afrit samnings til launagreiðanda. Ef þú þarft að gera nýjan samning þá tekur það varla meira en 2 mínútur þar sem það er gert stafrænt með rafrænum skilríkjum. Ef þú hefur spurningar er þinn vörsluaðili vafalaust fús til að svara þeim. Ekki missa af þessari kjarabót þó þú sért að huga að úttekt samhliða. Reiknaðu dæmið og spáðu í sparnaðinn. Höfundur er deildarstjóri séreignardeildar hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Eldri borgarar Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Það hljómar kannski eins og falsfrétt en staðreyndin er sú að allt að 38% launþega afþakka 2% launahækkun með því að nýta sér ekki séreignarsparnað. Þetta kemur meðal annars fram í gögnum Gallup og í rannsókn sem Seðlabankinn birti 2023. Af þeim hópi eru allmargir 60 ára og eldri. Það má gera sér í hugarlund að það tengist því að þegar þú mátt byrja að taka út þá hætti fólk að nýta sér sparnaðinn. En í rauninni ætti hver einasti launþegi sem orðinn er 60 ára að vera með séreignarsparnað og fá þannig mótframlag sem hægt er að taka út á nánast sama tíma. Reiknum dæmið Sá sem er 60 ára með 800 þúsund króna mánaðarlaun getur sparað 32 þúsund á mánuði og eignast 48 þúsund króna sparnað. Það hljóta að teljast góð skipti. Sá sem er 60 ára með 800 þúsund króna mánaðarlaun sparar á einu ári tæpar 600 þúsund krónur. Þar af lagði hann 384 þúsund til sjálfur en mótframlagið frá launagreiðanda auk ávöxtunar myndar restina. Sparnaðinn má taka út í einu lagi eða dreifa eftir hentugleika. Sá sem sparar í þrjú ár safnar 1.850 þúsund ef við miðum við afar hóflega ávöxtun en leggur sjálfur til aðeins 1.150 þúsund. Aðrir kostir þessa sparnaðarforms eru að sparnaðurinn er sjálfvirkur og launagreiðandi sér um að koma honum til skila. Það eina sem þú þarft að gera er að gera samning um séreignarsparnað og þú getur fylgst með inneigninni vaxa eða tekið út. Allt eftir þínum þörfum. Þá geta þeir sem eru með húsnæðislán nýtt sparnaðinn skattfrjálst og þeim að kostnaðarlausu til að borga inn á höfuðstól lánsins. Já, skattfrjáls innborgun og mótframlag og skattfrjáls útborgun sem lækkar skuldir. Það er einfaldlega ekki hægt að óska sér hagstæðari sparnaðar. Er eitthvað að varast eða hafa í huga? Það er alltaf gott að hafa í huga að dreifa úttektum þannig að þær lendi í sem hagkvæmustu skattþrepi. Allar útgreiðslur eru skattlagðar eins og tekjur enda voru þær lagðar óskattlagðar inn. Skoðaðu reglulega yfirlitin þín eða Mínar síður til að vera viss um að greiðslurnar hafi skilað sér frá launagreiðanda. Mikilvægt er að kanna hvort vörsluaðilinn hefur bindingu á innlögnum eða þóknanir sem skerða innborganir, en mikill munur getur verið á kostnaði á milli vörsluaðila. Staldraðu við og athugaðu hvort þinn sparnaður sé í réttri fjárfestingarleið. Þegar styttist í starfslok þá getur verið skynsamlegt að draga úr áhættu þannig að sveiflur á sparnaðinum verði minni. Hvað þarft þú að gera? Vertu viss um að þú sért að greiða í séreignarsparnað með því að skoða launaseðilinn þinn. Ef ekki kemur fram greiðsla í séreignarsparnað skaltu senda launagreiðanda afrit af samningi sem þú hefur gert eða óskaðu eftir því við vörsluaðila að hann sendi afrit samnings til launagreiðanda. Ef þú þarft að gera nýjan samning þá tekur það varla meira en 2 mínútur þar sem það er gert stafrænt með rafrænum skilríkjum. Ef þú hefur spurningar er þinn vörsluaðili vafalaust fús til að svara þeim. Ekki missa af þessari kjarabót þó þú sért að huga að úttekt samhliða. Reiknaðu dæmið og spáðu í sparnaðinn. Höfundur er deildarstjóri séreignardeildar hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun