Hefur ekki lyst á að koma nálægt Eurovision Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. apríl 2024 21:22 Arnar Eggert segist fá kvíðahnút frekar en fiðrildi í magann þetta árið. Aðsend Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarfræðingur og Eurovisionaðdáandi mun sniðganga keppnina í ár vegna þátttöku Ísraels. Hann segir tilhugsunin um Eurovision gefa honum kvíðahnút í magann. Í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook fyrr í kvöld fjallaði hann um samband sitt við Eurovision í gegnum árin bæði sem blaðamaður og félags- og dægurtónlistarfræðingur við Háskóla Íslands. „Ég hef verið að skrifa um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Morgunblaðið í áratugi. Reit t.d. opnugrein um fatatízkustrauma í keppninni eitt sinn, geri aðrir betur!“ skrifar Arnar. Hann segist vera afar fylgjandi keppninni og segir að það sé „hreinlega sálarupplyftandi að hlusta á misgóð popplög með fjölskyldu og vinum.“ Dægurtónlist af öllu tagi búi yfir gildi og hafi áhrif. Árið 2019 hafi hann þó ekki getað notið keppninnar eins og svo oft áður og segir hann ástæðuna hafa verið þá að keppnin hefði verið haldin í Ísrael. „Ástæðan þá var að sjálfsögðu aðkoma Ísrael að keppninni og hvernig landið nýtti hana meðvitað í menningarlegan hvítþvott. Allt tal um að söngvakeppninni ætti að halda utan við pólitík, sem er göfugt markmið, var gert að hjómi af gestgjöfunum sjálfum,“ skrifar Arnar. Fremur kvíðahnútur en fiðrildi í maganum Sama er uppi á teningnum hjá honum í ár. Hann skrifaði ekki um íslensku lögin og mun sniðganga aðalkeppnina. „Ég þarf ekki að fara í saumana á ástæðunum, þær blasa við. Fyrst og fremst hef ég einfaldlega ekki lyst á að koma nálægt þessu og fæ kvíðahnúta fremur en fiðrildi í magann þegar ég hugsa til Eurovision,“ segir hann. „Sturlunin á Gaza blasir við öllum sem vilja sjá og skilja og að ætla að stíga gleðidans með fulltrúum þess ríkis sem að henni stendur gengur engan veginn upp í mínum huga. Mín lóð eru afskaplega léttvæg í stóra samhenginu en hér eru þau samt.“ Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Sjá meira
Í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook fyrr í kvöld fjallaði hann um samband sitt við Eurovision í gegnum árin bæði sem blaðamaður og félags- og dægurtónlistarfræðingur við Háskóla Íslands. „Ég hef verið að skrifa um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Morgunblaðið í áratugi. Reit t.d. opnugrein um fatatízkustrauma í keppninni eitt sinn, geri aðrir betur!“ skrifar Arnar. Hann segist vera afar fylgjandi keppninni og segir að það sé „hreinlega sálarupplyftandi að hlusta á misgóð popplög með fjölskyldu og vinum.“ Dægurtónlist af öllu tagi búi yfir gildi og hafi áhrif. Árið 2019 hafi hann þó ekki getað notið keppninnar eins og svo oft áður og segir hann ástæðuna hafa verið þá að keppnin hefði verið haldin í Ísrael. „Ástæðan þá var að sjálfsögðu aðkoma Ísrael að keppninni og hvernig landið nýtti hana meðvitað í menningarlegan hvítþvott. Allt tal um að söngvakeppninni ætti að halda utan við pólitík, sem er göfugt markmið, var gert að hjómi af gestgjöfunum sjálfum,“ skrifar Arnar. Fremur kvíðahnútur en fiðrildi í maganum Sama er uppi á teningnum hjá honum í ár. Hann skrifaði ekki um íslensku lögin og mun sniðganga aðalkeppnina. „Ég þarf ekki að fara í saumana á ástæðunum, þær blasa við. Fyrst og fremst hef ég einfaldlega ekki lyst á að koma nálægt þessu og fæ kvíðahnúta fremur en fiðrildi í magann þegar ég hugsa til Eurovision,“ segir hann. „Sturlunin á Gaza blasir við öllum sem vilja sjá og skilja og að ætla að stíga gleðidans með fulltrúum þess ríkis sem að henni stendur gengur engan veginn upp í mínum huga. Mín lóð eru afskaplega léttvæg í stóra samhenginu en hér eru þau samt.“
Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Sjá meira