Hefur ekki lyst á að koma nálægt Eurovision Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. apríl 2024 21:22 Arnar Eggert segist fá kvíðahnút frekar en fiðrildi í magann þetta árið. Aðsend Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarfræðingur og Eurovisionaðdáandi mun sniðganga keppnina í ár vegna þátttöku Ísraels. Hann segir tilhugsunin um Eurovision gefa honum kvíðahnút í magann. Í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook fyrr í kvöld fjallaði hann um samband sitt við Eurovision í gegnum árin bæði sem blaðamaður og félags- og dægurtónlistarfræðingur við Háskóla Íslands. „Ég hef verið að skrifa um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Morgunblaðið í áratugi. Reit t.d. opnugrein um fatatízkustrauma í keppninni eitt sinn, geri aðrir betur!“ skrifar Arnar. Hann segist vera afar fylgjandi keppninni og segir að það sé „hreinlega sálarupplyftandi að hlusta á misgóð popplög með fjölskyldu og vinum.“ Dægurtónlist af öllu tagi búi yfir gildi og hafi áhrif. Árið 2019 hafi hann þó ekki getað notið keppninnar eins og svo oft áður og segir hann ástæðuna hafa verið þá að keppnin hefði verið haldin í Ísrael. „Ástæðan þá var að sjálfsögðu aðkoma Ísrael að keppninni og hvernig landið nýtti hana meðvitað í menningarlegan hvítþvott. Allt tal um að söngvakeppninni ætti að halda utan við pólitík, sem er göfugt markmið, var gert að hjómi af gestgjöfunum sjálfum,“ skrifar Arnar. Fremur kvíðahnútur en fiðrildi í maganum Sama er uppi á teningnum hjá honum í ár. Hann skrifaði ekki um íslensku lögin og mun sniðganga aðalkeppnina. „Ég þarf ekki að fara í saumana á ástæðunum, þær blasa við. Fyrst og fremst hef ég einfaldlega ekki lyst á að koma nálægt þessu og fæ kvíðahnúta fremur en fiðrildi í magann þegar ég hugsa til Eurovision,“ segir hann. „Sturlunin á Gaza blasir við öllum sem vilja sjá og skilja og að ætla að stíga gleðidans með fulltrúum þess ríkis sem að henni stendur gengur engan veginn upp í mínum huga. Mín lóð eru afskaplega léttvæg í stóra samhenginu en hér eru þau samt.“ Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook fyrr í kvöld fjallaði hann um samband sitt við Eurovision í gegnum árin bæði sem blaðamaður og félags- og dægurtónlistarfræðingur við Háskóla Íslands. „Ég hef verið að skrifa um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Morgunblaðið í áratugi. Reit t.d. opnugrein um fatatízkustrauma í keppninni eitt sinn, geri aðrir betur!“ skrifar Arnar. Hann segist vera afar fylgjandi keppninni og segir að það sé „hreinlega sálarupplyftandi að hlusta á misgóð popplög með fjölskyldu og vinum.“ Dægurtónlist af öllu tagi búi yfir gildi og hafi áhrif. Árið 2019 hafi hann þó ekki getað notið keppninnar eins og svo oft áður og segir hann ástæðuna hafa verið þá að keppnin hefði verið haldin í Ísrael. „Ástæðan þá var að sjálfsögðu aðkoma Ísrael að keppninni og hvernig landið nýtti hana meðvitað í menningarlegan hvítþvott. Allt tal um að söngvakeppninni ætti að halda utan við pólitík, sem er göfugt markmið, var gert að hjómi af gestgjöfunum sjálfum,“ skrifar Arnar. Fremur kvíðahnútur en fiðrildi í maganum Sama er uppi á teningnum hjá honum í ár. Hann skrifaði ekki um íslensku lögin og mun sniðganga aðalkeppnina. „Ég þarf ekki að fara í saumana á ástæðunum, þær blasa við. Fyrst og fremst hef ég einfaldlega ekki lyst á að koma nálægt þessu og fæ kvíðahnúta fremur en fiðrildi í magann þegar ég hugsa til Eurovision,“ segir hann. „Sturlunin á Gaza blasir við öllum sem vilja sjá og skilja og að ætla að stíga gleðidans með fulltrúum þess ríkis sem að henni stendur gengur engan veginn upp í mínum huga. Mín lóð eru afskaplega léttvæg í stóra samhenginu en hér eru þau samt.“
Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira