Drögumst aftur úr vegna EES Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. apríl 2024 09:00 Haft var eftir Sigríði Mogensen, nýjum formanni ráðgjafarnefndar EFTA, í Viðskiptablaðinu fyrr á árinu að íþyngjandi regluverk innan Evrópu hefði haft neikvæð áhrif á ríki álfunnar. Evrópa væri fyrir vikið að dragast aftur úr öðrum efnahagssvæðum í heiminum í iðnaði sem gæti haft slæm áhrif á lífskjör. Þar væri Ísland ekki undanskilið. Sérstök áherzla yrði lögð á samkeppnishæfni í formennsku hennar. „Það sem er að gerast er að Evrópa er að dragast aftur úr öðrum efnahagssvæðum í verðmætasköpun eða í landframsleiðslu á mann og þar með lífskjörum. Þetta er áhyggjuefni sem er mikið í umræðunni núna innan ESB og Ísland er þar ekki undanskilið. Við eigum alltaf að vera hugsa um hvernig regluverk, reglur og lög, sem er sett hefur áhrif á verðmætasköpun og samkeppnishæfni,“ sagði Sigríður enn fremur. Mestu skipti að auka samkeppnishæfni EFTA/EES-ríkjanna og innri markaðar Evrópusambandsins. „Af því við höfum í raun áhyggjur af skertri samkeppnishæfni og áhrifum íþyngjandi löggjafar á samkeppnishæfni ríkjanna.“ Þá væri enn fremur mikilvægt að taka á svonefndri gullhúðun. Það er þegar regluverk frá sambandinu í gegnum EES-samninginn er innleitt meira íþyngjandi hér á landi en það kemur þaðan. Endalok dýrðardaga Evrópusambandsins Forystumenn Evrópusambandsins hafa ekki séð sér annað fært á undanförnum árum en að gangast við þeim veruleika að sambandið sé hnignandi markaður miðað við það sem er að gerast víðast hvar annars staðar og að regluverks þess sé iðulega afar íþyngjandi. Lausn þeirra hefur hins vegar allajafna verið meiri samruni innan Evrópusambandsins, meira framsal valds, meiri miðstýring – og meira regluverk. „Frá efnahagslegum sjónarhóli horfum við fram á endalok dýrðardaga Evrópusambandsins í samanburði við það sem aðrir eru að gera,“ sagði til að mynda Jean-Claude Juncker, þáverandi forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, í ræðu í Madrid, höfuðborg Spánar, í október 2015. „Evrópusambandinu gengur ekki mjög vel,“ sagði hann enn fremur. Þannig stæði sambandið frammi fyrir efnahagslegri hnignun. Vakti Juncker þannig athygli á því í ræðu sinni að hlutdeild Evrópusambandsins í hagvexti á heimsvísu færi minnkandi og yrði innan skamms einungis 15% á meðan 80% af hagvextinum yrði til í ríkjum utan þess. Hlutdeild sambandsins er í dag komin niður fyrir 15% en til samanburðar var hún tvöfalt meiri fyrir aldarfjórðungi síðan. Þá er gert ráð fyrir því að hlutdeild þess verði komin undir 10% fyrir árið 2050. Stærsta vandamálið er sjálft regluverkið Vaxandi umræða hefur farið fram hér á landi undanfarin ár um þau neikvæðu áhrif sem íþyngjandi regluverk hefur á atvinnulífið og lífskjör fólks. Bæði íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn og þegar illt er gert verra með gullhúðun þess. Hins vegar er ljóst að stærsta vandamálið er ekki gullhúðunin, þó taka þurfi hana föstum tökum, heldur sjálft regluverkið úr smiðju sambandsins. Til að mynda kemur fram í skýrslu ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur frá árinu 2016 að mikill meirihluti íþyngjandi löggjafar fyrir atvinnulífið kæmi frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn og að dræman árangur í einföldun íþyngjandi regluverks hér á landi mætti einkum rekja til þess að slíkt regluverk kæmi aðallega þaðan. Þá hefði gullhúðun á regluverki frá sambandinu átt sér stað í þriðjungi tilvika. „Það er ekki um það að ræða að við getum einfaldað regluverkið upp á okkar eindæmi nema að litlu leyti meðan við erum aðili að EES-samningnum,“ hafði ViðskiptaMogginn eftir Guðrúnu Þorleifsdóttur, skrifstofustjóra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 1. nóvember síðastliðinn. Við getum þannig tekið á gullhúðuninni en ekki breytt innleiddri löggjöf frá Evrópusambandinu á meðan Ísland er aðili að samningnum. Regluverkið í gegnum EES orðið of flókið Fyrir vikið hafa þær aðgerðir, sem stjórnvöld hafa gripið til á liðnum árum til þess að einfalda regluverk, eingöngu snúið að regluverki sem heyrir ekki undir EES-samninginn. Til að mynda regluverk um sjávarútveg. Eins var að sama skapi tekið sérstaklega fram í samkeppnismati OECD fyrir ríkisstjórnina á regluverki um ferðaþjónustu og byggingariðnað árið 2020 að matið næði ekki til regluverks frá Evrópusambandinu. „Ég held að það sé ógerningur fyrir fólk sem vinnur ekki við þetta að gera sér í hugarlund hversu umfangsmikið og flókið regluverkið er orðið,“ sagði Unnur Gunnarsdóttir, þáverandi varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits Seðlabankans, við Innherja í lok árs 2021 um regluverk frá Evrópusambandinu um fjármálamarkaðinn. Tók hún þar undir orð kollega sinna frá Danmörku og Noregi um að regluverkið væri of flókið. Hliðstæð gagnrýni kom fram í máli Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, í Dagmálum í ágúst 2022 þar sem hún sagði að eftirlitskröfur, sem rekja mætti til regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn, þýddu að sífellt meiri vinna færi í skriffinsku. Virkt eftirlit væri mikilvægt en að það mætti hins vegar ekki verða svo íþyngjandi að starfsfólk væri aðallega að horfa í baksýnisspegilinn. Minna íþyngjandi reglur eða alls engar Við erum í raun þannig í verstu mögulegu stöðu í þessum efnum fyrir utan inngöngu í Evrópusambandið þar sem allt regluverk þess væri undir og vægi Íslands færi aðallega eftir íbúafjölda landsins. Á sama tíma og óheimilt er þannig að innleiða regluverk frá sambandinu minna íþyngjandi en það kemur í gegnum EES-samninginn hefur hérlend stjórnsýsla í reynd fullt svigrúm til þess að innleiða það meira íþyngjandi. Talað er gjarnan um að EES-samningurinn þýði að íslenzkt atvinnulíf sé samkeppnishæft á við atvinnulíf annarra ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins en nær er að segja að vegna hans sé hérlent atvinnulíf jafn ósamkeppnishæft og það. Markmiðið hlýtur að vera að hérlent atvinnulíf verði sem samkeppnishæfast og þar með til að mynda samkeppnishæfara en atvinnulíf annarra ríkja innan svæðisins. Með aðildinni að EES-samningnum erum við Íslendingar þannig í vaxandi mæli bundnir á regluverksklafa hnignandi markaðar. Væri samningnum hins vegar skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning, líkt og flest ríki heimsins kjósa að semja um í dag, þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu hagsmuni, væri mögulegt að setja minna íþyngjandi reglur í stað regluverks frá Evrópusambandinu eða alls engar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Haft var eftir Sigríði Mogensen, nýjum formanni ráðgjafarnefndar EFTA, í Viðskiptablaðinu fyrr á árinu að íþyngjandi regluverk innan Evrópu hefði haft neikvæð áhrif á ríki álfunnar. Evrópa væri fyrir vikið að dragast aftur úr öðrum efnahagssvæðum í heiminum í iðnaði sem gæti haft slæm áhrif á lífskjör. Þar væri Ísland ekki undanskilið. Sérstök áherzla yrði lögð á samkeppnishæfni í formennsku hennar. „Það sem er að gerast er að Evrópa er að dragast aftur úr öðrum efnahagssvæðum í verðmætasköpun eða í landframsleiðslu á mann og þar með lífskjörum. Þetta er áhyggjuefni sem er mikið í umræðunni núna innan ESB og Ísland er þar ekki undanskilið. Við eigum alltaf að vera hugsa um hvernig regluverk, reglur og lög, sem er sett hefur áhrif á verðmætasköpun og samkeppnishæfni,“ sagði Sigríður enn fremur. Mestu skipti að auka samkeppnishæfni EFTA/EES-ríkjanna og innri markaðar Evrópusambandsins. „Af því við höfum í raun áhyggjur af skertri samkeppnishæfni og áhrifum íþyngjandi löggjafar á samkeppnishæfni ríkjanna.“ Þá væri enn fremur mikilvægt að taka á svonefndri gullhúðun. Það er þegar regluverk frá sambandinu í gegnum EES-samninginn er innleitt meira íþyngjandi hér á landi en það kemur þaðan. Endalok dýrðardaga Evrópusambandsins Forystumenn Evrópusambandsins hafa ekki séð sér annað fært á undanförnum árum en að gangast við þeim veruleika að sambandið sé hnignandi markaður miðað við það sem er að gerast víðast hvar annars staðar og að regluverks þess sé iðulega afar íþyngjandi. Lausn þeirra hefur hins vegar allajafna verið meiri samruni innan Evrópusambandsins, meira framsal valds, meiri miðstýring – og meira regluverk. „Frá efnahagslegum sjónarhóli horfum við fram á endalok dýrðardaga Evrópusambandsins í samanburði við það sem aðrir eru að gera,“ sagði til að mynda Jean-Claude Juncker, þáverandi forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, í ræðu í Madrid, höfuðborg Spánar, í október 2015. „Evrópusambandinu gengur ekki mjög vel,“ sagði hann enn fremur. Þannig stæði sambandið frammi fyrir efnahagslegri hnignun. Vakti Juncker þannig athygli á því í ræðu sinni að hlutdeild Evrópusambandsins í hagvexti á heimsvísu færi minnkandi og yrði innan skamms einungis 15% á meðan 80% af hagvextinum yrði til í ríkjum utan þess. Hlutdeild sambandsins er í dag komin niður fyrir 15% en til samanburðar var hún tvöfalt meiri fyrir aldarfjórðungi síðan. Þá er gert ráð fyrir því að hlutdeild þess verði komin undir 10% fyrir árið 2050. Stærsta vandamálið er sjálft regluverkið Vaxandi umræða hefur farið fram hér á landi undanfarin ár um þau neikvæðu áhrif sem íþyngjandi regluverk hefur á atvinnulífið og lífskjör fólks. Bæði íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn og þegar illt er gert verra með gullhúðun þess. Hins vegar er ljóst að stærsta vandamálið er ekki gullhúðunin, þó taka þurfi hana föstum tökum, heldur sjálft regluverkið úr smiðju sambandsins. Til að mynda kemur fram í skýrslu ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur frá árinu 2016 að mikill meirihluti íþyngjandi löggjafar fyrir atvinnulífið kæmi frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn og að dræman árangur í einföldun íþyngjandi regluverks hér á landi mætti einkum rekja til þess að slíkt regluverk kæmi aðallega þaðan. Þá hefði gullhúðun á regluverki frá sambandinu átt sér stað í þriðjungi tilvika. „Það er ekki um það að ræða að við getum einfaldað regluverkið upp á okkar eindæmi nema að litlu leyti meðan við erum aðili að EES-samningnum,“ hafði ViðskiptaMogginn eftir Guðrúnu Þorleifsdóttur, skrifstofustjóra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 1. nóvember síðastliðinn. Við getum þannig tekið á gullhúðuninni en ekki breytt innleiddri löggjöf frá Evrópusambandinu á meðan Ísland er aðili að samningnum. Regluverkið í gegnum EES orðið of flókið Fyrir vikið hafa þær aðgerðir, sem stjórnvöld hafa gripið til á liðnum árum til þess að einfalda regluverk, eingöngu snúið að regluverki sem heyrir ekki undir EES-samninginn. Til að mynda regluverk um sjávarútveg. Eins var að sama skapi tekið sérstaklega fram í samkeppnismati OECD fyrir ríkisstjórnina á regluverki um ferðaþjónustu og byggingariðnað árið 2020 að matið næði ekki til regluverks frá Evrópusambandinu. „Ég held að það sé ógerningur fyrir fólk sem vinnur ekki við þetta að gera sér í hugarlund hversu umfangsmikið og flókið regluverkið er orðið,“ sagði Unnur Gunnarsdóttir, þáverandi varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits Seðlabankans, við Innherja í lok árs 2021 um regluverk frá Evrópusambandinu um fjármálamarkaðinn. Tók hún þar undir orð kollega sinna frá Danmörku og Noregi um að regluverkið væri of flókið. Hliðstæð gagnrýni kom fram í máli Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, í Dagmálum í ágúst 2022 þar sem hún sagði að eftirlitskröfur, sem rekja mætti til regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn, þýddu að sífellt meiri vinna færi í skriffinsku. Virkt eftirlit væri mikilvægt en að það mætti hins vegar ekki verða svo íþyngjandi að starfsfólk væri aðallega að horfa í baksýnisspegilinn. Minna íþyngjandi reglur eða alls engar Við erum í raun þannig í verstu mögulegu stöðu í þessum efnum fyrir utan inngöngu í Evrópusambandið þar sem allt regluverk þess væri undir og vægi Íslands færi aðallega eftir íbúafjölda landsins. Á sama tíma og óheimilt er þannig að innleiða regluverk frá sambandinu minna íþyngjandi en það kemur í gegnum EES-samninginn hefur hérlend stjórnsýsla í reynd fullt svigrúm til þess að innleiða það meira íþyngjandi. Talað er gjarnan um að EES-samningurinn þýði að íslenzkt atvinnulíf sé samkeppnishæft á við atvinnulíf annarra ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins en nær er að segja að vegna hans sé hérlent atvinnulíf jafn ósamkeppnishæft og það. Markmiðið hlýtur að vera að hérlent atvinnulíf verði sem samkeppnishæfast og þar með til að mynda samkeppnishæfara en atvinnulíf annarra ríkja innan svæðisins. Með aðildinni að EES-samningnum erum við Íslendingar þannig í vaxandi mæli bundnir á regluverksklafa hnignandi markaðar. Væri samningnum hins vegar skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning, líkt og flest ríki heimsins kjósa að semja um í dag, þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu hagsmuni, væri mögulegt að setja minna íþyngjandi reglur í stað regluverks frá Evrópusambandinu eða alls engar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun