Sauðkindin - listir og Mogginn Birgir Dýrförð skrifar 4. apríl 2024 12:31 Vera kann þegar sauðkindin þreyir þorrann njóti hún minninga um gróna haga, sól í heiði og svala vindsins. Um það veit ég ekkert, en hitt veit ég, að aldrei getur hún deilt þeim tilfinningum til annarra. Beethoven gat ekki látið okkur skynja hvernig tónarnir ómuðu í huga hans. Hann gat þó efnisbundið þá með bleki á blað og skapað listaverk, sem í aldir hafa nært mannsálina og aukið þroska hennar og sköpunarmátt. Listaverk hvort sem eru skrifuð orð eða nótur á blað, litir á fleti eða form í stein, eru árangur af viðleitni einstaklings að efnisbinda hugsun og tilfinningu. Það heitir sköpun. Það sem mest skilur milli sauðkindarinnar og mannkindarinnar er hæfileikinn að skapa. Sköpunargáfan er uppspretta allrar menningar og tækniafreka mannkyns. Strax í bernsku sést að það er í eðli manna að skapa. Snjókallinn með gulrótarnefið. Blómum skrýddar drullukökur og myndir og textar á blaði, og endalausar breytingar á uppröðun húsgagna og skrautmuna. Allt eru það afleiðingar þess að efnisbinda hugsanir. Þannig er listaverk, Það veldur skynjun sem vekur upplifun, sem við köllum list. Dæmi: Hópur fólks horfir á listaverk og sumir segja; hvaða hryllingur er þetta? Aðrir segja; mikið er þetta yndislega fallegt. Þetta segir okkur að list er upplifun þeirra sem skynja, ekki síður en þeirra sem skapa. Uppeldisfræðingar fullyrða að besta aðferðin til að þjálfa og þroska sköpunargáfuna, sem skilur milli manns og skepnu, sé listaiðkun og listaneysla. Líklega er sköpunargáfan dýrmætasti eiginleiki Íslensku þjóðarinnar. Hámenntaðir hagfræðingar hafa sannað, að víðfræg listaiðkun á Íslandi gefur af sér verðmæti sem mælast í ævintýralegum stærðum, á annað hundruð milljarða. Það jafngildir að selja eitt stykki Íslandsbanka á hverju ári – takk fyrir. Ríkssjóði gagnast vel margt sem smærra er. Listafólk á Íslandi er því sjálfbær og gróðavænleg auðlind, sem gáfulegt er að rækta. Þá er ótalið það sem aldrei verður metið til fjár. Áhrifin af upplifun listarinnar. Þau áhrif eru viðvarandi allsherjar heilun. Þau örva sköpunargáfu og andlega getu íslendinga. Vel meinandi ráðherra Lilja Alfreðsdóttir hefur í mörgu reynst góður ráðherra. Hún hefur beitt sér fyrir ýmsum tímabærum og farsælum framfaramálum. Mörg verk hennar minna okkur á, að samvinnustefnan og jafnaðarstefnan eru sitt hvor greinin á einum og sama stofni félagshyggjunnar. Nú hefur Lilja kynnt áform sín um aukin listamannalaun. Það er góð fjárfesting. Sumt fólk er þó svo smátt, að það sér ekki út yfir röndina á tíkallinum sem því er snúið á. Það er samgróið þeirri skaðlegu trú, að aldrei verði bókvitið í askana látið. Nú hefur það fundið sálufélaga innan Sjálfstæðisflokksins. Þar safnast það í klíkur og hefur áhrif. Í þessu máli ber að benda á skýr skil milli Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. Mogginn hefur alla sína tíð fjallað mikið um listir og verið þar dýrmæt fyrirmynd. Höfundur er rafvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Vera kann þegar sauðkindin þreyir þorrann njóti hún minninga um gróna haga, sól í heiði og svala vindsins. Um það veit ég ekkert, en hitt veit ég, að aldrei getur hún deilt þeim tilfinningum til annarra. Beethoven gat ekki látið okkur skynja hvernig tónarnir ómuðu í huga hans. Hann gat þó efnisbundið þá með bleki á blað og skapað listaverk, sem í aldir hafa nært mannsálina og aukið þroska hennar og sköpunarmátt. Listaverk hvort sem eru skrifuð orð eða nótur á blað, litir á fleti eða form í stein, eru árangur af viðleitni einstaklings að efnisbinda hugsun og tilfinningu. Það heitir sköpun. Það sem mest skilur milli sauðkindarinnar og mannkindarinnar er hæfileikinn að skapa. Sköpunargáfan er uppspretta allrar menningar og tækniafreka mannkyns. Strax í bernsku sést að það er í eðli manna að skapa. Snjókallinn með gulrótarnefið. Blómum skrýddar drullukökur og myndir og textar á blaði, og endalausar breytingar á uppröðun húsgagna og skrautmuna. Allt eru það afleiðingar þess að efnisbinda hugsanir. Þannig er listaverk, Það veldur skynjun sem vekur upplifun, sem við köllum list. Dæmi: Hópur fólks horfir á listaverk og sumir segja; hvaða hryllingur er þetta? Aðrir segja; mikið er þetta yndislega fallegt. Þetta segir okkur að list er upplifun þeirra sem skynja, ekki síður en þeirra sem skapa. Uppeldisfræðingar fullyrða að besta aðferðin til að þjálfa og þroska sköpunargáfuna, sem skilur milli manns og skepnu, sé listaiðkun og listaneysla. Líklega er sköpunargáfan dýrmætasti eiginleiki Íslensku þjóðarinnar. Hámenntaðir hagfræðingar hafa sannað, að víðfræg listaiðkun á Íslandi gefur af sér verðmæti sem mælast í ævintýralegum stærðum, á annað hundruð milljarða. Það jafngildir að selja eitt stykki Íslandsbanka á hverju ári – takk fyrir. Ríkssjóði gagnast vel margt sem smærra er. Listafólk á Íslandi er því sjálfbær og gróðavænleg auðlind, sem gáfulegt er að rækta. Þá er ótalið það sem aldrei verður metið til fjár. Áhrifin af upplifun listarinnar. Þau áhrif eru viðvarandi allsherjar heilun. Þau örva sköpunargáfu og andlega getu íslendinga. Vel meinandi ráðherra Lilja Alfreðsdóttir hefur í mörgu reynst góður ráðherra. Hún hefur beitt sér fyrir ýmsum tímabærum og farsælum framfaramálum. Mörg verk hennar minna okkur á, að samvinnustefnan og jafnaðarstefnan eru sitt hvor greinin á einum og sama stofni félagshyggjunnar. Nú hefur Lilja kynnt áform sín um aukin listamannalaun. Það er góð fjárfesting. Sumt fólk er þó svo smátt, að það sér ekki út yfir röndina á tíkallinum sem því er snúið á. Það er samgróið þeirri skaðlegu trú, að aldrei verði bókvitið í askana látið. Nú hefur það fundið sálufélaga innan Sjálfstæðisflokksins. Þar safnast það í klíkur og hefur áhrif. Í þessu máli ber að benda á skýr skil milli Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. Mogginn hefur alla sína tíð fjallað mikið um listir og verið þar dýrmæt fyrirmynd. Höfundur er rafvirkjameistari.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun