Íslenskir bræður við upptök skjálftans: „Traffíkin stoppaði alveg og hlutir byrjuðu að hrynja“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2024 12:10 Þessa mynd tók Þorsteinn í Hualien-borg fyrr í dag. Rauðleita byggingin til vinstri er að hruni komin eftir jarðskjálftann og hallar ískyggilega. Þorsteinn Kristinsson Að minnsta kosti níu eru látnir og 800 slasaðir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,4 reið yfir á Taívan í nótt. Íslendingur á upptakasvæðinu fylgdist með umferð stöðvast og hlutum hrynja þegar jörð tók að skjálfa. Hann og bróðir hans þurftu að flýja inn í land í skyndi þegar flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út. Jarðskjálftinn er sá stærsti á Taívan í aldarfjórðung og átti upptök sín í Hualien-héraði, skammt frá Hualein-borg, þar sem miklar skemmdir urðu á húsum. Héraðið er fjalllent og skjálftinn framkallaði miklar skriður og grjóthrun; að minnsta kosti fimm létust þegar þeir urðu fyrir steinum sem ultu niður fjallshlíðar. Skjálftinn fannst auk þess vel í höfuðborginni Taipei þar sem háhýsi sveifluðust til. „Laukheppnir“ að hafa ekki verið komnir lengra Þorsteinn Kristinsson alþjóðastjórnmálafræðingur býr í Taipei en er staddur í Hualein-borg. Hann var að hjóla með bróður sínum norður af borginni þegar skjálftinn reið yfir. „Það fer allt alveg á hreyfingu, maður heldur fyrst að það sé sprungið dekkið eða sé eitthvað að hjólinu en svo sér maður að allar byggingar eru á fullri ferð. Bróðir minn datt í jörðina en ég náði einhvern veginn að standa þetta af mér. Traffíkin stoppaði alveg og hlutir byrjuðu að hrynja,“ segir Þorsteinn. Hann og bróðir hans hafa undanfarið verið að hjóla í nágrenni borgarinnar. „Við erum eiginlega laukheppnir að hafa ekki verð búnir að hjóla lengra þegar þetta gerðist. Við höfðum verið á þessum vegum í fjallshlíðinni þar sem hrundi mest á. Ef þetta hefði gerst einum, tveimur tímum seinna.“ Þorsteinn Kristinsson (t.h.) og bróðir hans á ferð um fjallshlíðar við Hualien-borg í gær, nokkru áður en jarðskjálftinn reið yfir.Þorsteinn Kristinsson Ekki hægt að bera saman við íslensku skjálftana Skömmu síðar byrjuðu sírenur að hljóma og þeir bræður fengu flóðbylgjuviðvaranir í síma sína. Þá hjóluðu þeir með hraði inn í land til að komast enn hærra yfir sjávarmál. Voruði ekkert hræddir þegar þið fenguð svoleiðis meldingar? „Nei. Við vorum búnir að standa af okkur mesta skjálftann og vorum ágætlega inni í landi þannig að við vorum sæmilega öruggir með það, héldum við. Þannig að það var allt í lagi.“ Grjóthrun hefur sett samgöngur til og frá Hualien úr skorðum. Bræðurnir eru fastir í borginni þar til á morgun. Þorsteinn er staddur í miðbænum og segir talsverða eyðileggingu blasa við. Þá er öll starfsemi í borginni í algjöru lágmarki. „Fólk er náttúrulega slegið eins og gengur en Taívanar eru ýmsu vanir þegar kemur að jarðskjálftum. Fólk tekur þessu með ákveðinni ró en auðvitað er fólki brugðið þegar þetta er svona stórt.“ Hvernig er þetta í samanburði við jarðskjálfta heima á Íslandi? „Þetta er af allt annarri stærðargráðu. Það er mjög erfitt að bera þetta eitthvað saman,“ segir Þorsteinn Kristinsson, alþjóðastjórnmálafræðingur. Taívan Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fjórir látnir og 700 særðir eftir 7,4 stiga skjálfta í Taívan Gríðarlega stór jarðskjálfti reið yfir á Taívan í nótt en hann mældist 7,4 stig að stærð. Þetta er stærsti skjálfti sem riðið hefur yfir eyjuna í 25 ár. Fjórir eru látnir hið minnsta en rúmlega 700 eru særðir. 3. apríl 2024 06:49 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Jarðskjálftinn er sá stærsti á Taívan í aldarfjórðung og átti upptök sín í Hualien-héraði, skammt frá Hualein-borg, þar sem miklar skemmdir urðu á húsum. Héraðið er fjalllent og skjálftinn framkallaði miklar skriður og grjóthrun; að minnsta kosti fimm létust þegar þeir urðu fyrir steinum sem ultu niður fjallshlíðar. Skjálftinn fannst auk þess vel í höfuðborginni Taipei þar sem háhýsi sveifluðust til. „Laukheppnir“ að hafa ekki verið komnir lengra Þorsteinn Kristinsson alþjóðastjórnmálafræðingur býr í Taipei en er staddur í Hualein-borg. Hann var að hjóla með bróður sínum norður af borginni þegar skjálftinn reið yfir. „Það fer allt alveg á hreyfingu, maður heldur fyrst að það sé sprungið dekkið eða sé eitthvað að hjólinu en svo sér maður að allar byggingar eru á fullri ferð. Bróðir minn datt í jörðina en ég náði einhvern veginn að standa þetta af mér. Traffíkin stoppaði alveg og hlutir byrjuðu að hrynja,“ segir Þorsteinn. Hann og bróðir hans hafa undanfarið verið að hjóla í nágrenni borgarinnar. „Við erum eiginlega laukheppnir að hafa ekki verð búnir að hjóla lengra þegar þetta gerðist. Við höfðum verið á þessum vegum í fjallshlíðinni þar sem hrundi mest á. Ef þetta hefði gerst einum, tveimur tímum seinna.“ Þorsteinn Kristinsson (t.h.) og bróðir hans á ferð um fjallshlíðar við Hualien-borg í gær, nokkru áður en jarðskjálftinn reið yfir.Þorsteinn Kristinsson Ekki hægt að bera saman við íslensku skjálftana Skömmu síðar byrjuðu sírenur að hljóma og þeir bræður fengu flóðbylgjuviðvaranir í síma sína. Þá hjóluðu þeir með hraði inn í land til að komast enn hærra yfir sjávarmál. Voruði ekkert hræddir þegar þið fenguð svoleiðis meldingar? „Nei. Við vorum búnir að standa af okkur mesta skjálftann og vorum ágætlega inni í landi þannig að við vorum sæmilega öruggir með það, héldum við. Þannig að það var allt í lagi.“ Grjóthrun hefur sett samgöngur til og frá Hualien úr skorðum. Bræðurnir eru fastir í borginni þar til á morgun. Þorsteinn er staddur í miðbænum og segir talsverða eyðileggingu blasa við. Þá er öll starfsemi í borginni í algjöru lágmarki. „Fólk er náttúrulega slegið eins og gengur en Taívanar eru ýmsu vanir þegar kemur að jarðskjálftum. Fólk tekur þessu með ákveðinni ró en auðvitað er fólki brugðið þegar þetta er svona stórt.“ Hvernig er þetta í samanburði við jarðskjálfta heima á Íslandi? „Þetta er af allt annarri stærðargráðu. Það er mjög erfitt að bera þetta eitthvað saman,“ segir Þorsteinn Kristinsson, alþjóðastjórnmálafræðingur.
Taívan Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fjórir látnir og 700 særðir eftir 7,4 stiga skjálfta í Taívan Gríðarlega stór jarðskjálfti reið yfir á Taívan í nótt en hann mældist 7,4 stig að stærð. Þetta er stærsti skjálfti sem riðið hefur yfir eyjuna í 25 ár. Fjórir eru látnir hið minnsta en rúmlega 700 eru særðir. 3. apríl 2024 06:49 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Fjórir látnir og 700 særðir eftir 7,4 stiga skjálfta í Taívan Gríðarlega stór jarðskjálfti reið yfir á Taívan í nótt en hann mældist 7,4 stig að stærð. Þetta er stærsti skjálfti sem riðið hefur yfir eyjuna í 25 ár. Fjórir eru látnir hið minnsta en rúmlega 700 eru særðir. 3. apríl 2024 06:49
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda