40 ára húsmóðir finnur sjálfa sig Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar 2. apríl 2024 11:31 Helgina fyrir páska lá leið mín til Hólmavíkur á Húmorsþing, en það er partur af námskeiði sem ég sit þessa önnina, að fara á þetta þing. Í þessu námskeiði, Húmor og hæðni er farið ofan í saumana á húmor í okkar daglega lífi, s.s. kvikmyndum, bókmenntum og fólks á milli. Í sumar er einmitt stefnan á að útskrifast sem þjóðfræðingur fá Háskóla Íslands og hlakka ég mikið til. Á þessu þingi stóð ég upp og flutti smá ræðu um ágæti kennara minna, en þá aðallega til að gera grín að þeim. Ég held að við hrósum hvert öðru ekki nógu oft, svo núna langar mig til þess. Hrósa öllum þeim frábæru kennurum sem ég hef hitt á leið minni í náminu. Þegar ég hóf BA nám við þjóðfræði var ég alls ekki viss um hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. Ég var samt orðin ágætlega stór á alla kanta en hafði þrátt fyrir það ekki fundið mína hillu í lífinu. Ég hafði vissulega prófað margt og fundið mig í mörgu, en aldrei nógu mikið til að setjast á skólabekk og læra það frekar. Það var því mín lífsins lukka að kynnast þjóðfræðinni, en í henni sameinast margt sem vekur áhuga minn, eins og félagsfræði, menningarfræði, fortíðin, nútíðin og framtíðin og áhugi minn á að vinna með fólki. Námið hefur verið virkilega skemmtilegt og afar gagnlegt og hef ég fengið mikla þjálfun í mörgu sem nýtist mér í hinu daglega lífi. Ég hef fengið það frelsi við verkefnavinnu síðastliðin 3 ár að ég hef alltaf getað skrifað um og rannsakað það sem ég hef áhuga á. Einnig eru verkefnin fjölbreytt og gaman að miðla reynslu sinni í gegnum myndbandsgerð og samfélagsmiðla. Námið er lifandi og áhugavert og kennararnir skora á okkur nemendurna á margvíslegan máta. Ég hef aldrei kynnst öðrum eins hópi fólki og í þjóðfræðinni (fyrirgefið þið öll sem ég þekkti áður). Samhugurinn, samfylgdin og áhuginn á hvert öðru og því sem hvert og eitt er að gera hverja stundina er næstum því áþreifanlegur. Kennararnir styðja vel við bakið á okkur nemendum og eru öll af vilja gerð að aðstoða okkur í einu og öllu. Þau eru snillingar í gagnrýni og gera það svo fallega. Ég hef eignast margar fyrirmyndir í náminu sem ég verð ævinlega þakklát fyrir. Takk Júlíana, Dagrún, Kristinn, Snjólaug, Anna Karen, Rósa og Áki, Ólafur, Gísli og Vilhelmína, fyrir að stuðla að því, með ykkar visku, að 40 ára gömul húsmóðir, fann sjálfa sig. Vona ég að með þessum skrifum, að meðaleinkunn mín muni rjúka upp. Höfundur er þjóðfræðinemi við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Helgina fyrir páska lá leið mín til Hólmavíkur á Húmorsþing, en það er partur af námskeiði sem ég sit þessa önnina, að fara á þetta þing. Í þessu námskeiði, Húmor og hæðni er farið ofan í saumana á húmor í okkar daglega lífi, s.s. kvikmyndum, bókmenntum og fólks á milli. Í sumar er einmitt stefnan á að útskrifast sem þjóðfræðingur fá Háskóla Íslands og hlakka ég mikið til. Á þessu þingi stóð ég upp og flutti smá ræðu um ágæti kennara minna, en þá aðallega til að gera grín að þeim. Ég held að við hrósum hvert öðru ekki nógu oft, svo núna langar mig til þess. Hrósa öllum þeim frábæru kennurum sem ég hef hitt á leið minni í náminu. Þegar ég hóf BA nám við þjóðfræði var ég alls ekki viss um hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. Ég var samt orðin ágætlega stór á alla kanta en hafði þrátt fyrir það ekki fundið mína hillu í lífinu. Ég hafði vissulega prófað margt og fundið mig í mörgu, en aldrei nógu mikið til að setjast á skólabekk og læra það frekar. Það var því mín lífsins lukka að kynnast þjóðfræðinni, en í henni sameinast margt sem vekur áhuga minn, eins og félagsfræði, menningarfræði, fortíðin, nútíðin og framtíðin og áhugi minn á að vinna með fólki. Námið hefur verið virkilega skemmtilegt og afar gagnlegt og hef ég fengið mikla þjálfun í mörgu sem nýtist mér í hinu daglega lífi. Ég hef fengið það frelsi við verkefnavinnu síðastliðin 3 ár að ég hef alltaf getað skrifað um og rannsakað það sem ég hef áhuga á. Einnig eru verkefnin fjölbreytt og gaman að miðla reynslu sinni í gegnum myndbandsgerð og samfélagsmiðla. Námið er lifandi og áhugavert og kennararnir skora á okkur nemendurna á margvíslegan máta. Ég hef aldrei kynnst öðrum eins hópi fólki og í þjóðfræðinni (fyrirgefið þið öll sem ég þekkti áður). Samhugurinn, samfylgdin og áhuginn á hvert öðru og því sem hvert og eitt er að gera hverja stundina er næstum því áþreifanlegur. Kennararnir styðja vel við bakið á okkur nemendum og eru öll af vilja gerð að aðstoða okkur í einu og öllu. Þau eru snillingar í gagnrýni og gera það svo fallega. Ég hef eignast margar fyrirmyndir í náminu sem ég verð ævinlega þakklát fyrir. Takk Júlíana, Dagrún, Kristinn, Snjólaug, Anna Karen, Rósa og Áki, Ólafur, Gísli og Vilhelmína, fyrir að stuðla að því, með ykkar visku, að 40 ára gömul húsmóðir, fann sjálfa sig. Vona ég að með þessum skrifum, að meðaleinkunn mín muni rjúka upp. Höfundur er þjóðfræðinemi við HÍ.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun