Handbolti

Sann­færandi hjá Leipzig í Íslendingaslag

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Viggó Kristjánsson var markahæsti maður vallarins í dag.
Viggó Kristjánsson var markahæsti maður vallarins í dag. Getty/Jan Woitas

Leipzig hrósaði átta marka sigri á útivelli, 17-25, gegn Balingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. 

Balingen hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og missti þennan leik frá sér strax í upphafi þegar Leipzig komst 8-1 yfir eftir rúmar tíu mínútur. 

Oddur Grétarsson og Daníel Þór Ingason léku báðir með Balingen í dag. Oddi tókst að skora eitt mark og Daníel gaf eina stoðsendingu. 

Hinum megin hjá Leipzig var Viggó Kristjánsson markahæstur með fimm mörk. Andri Már Rúnarsson spilaði einnig með liðinu og skoraði tvö mörk. Faðir hans, Rúnar Sigtryggsson, var að sjálfsögðu við stjórnvölinn. 

Balingen berst áfram á botni deildarinnar, tveimur stigum á eftir næsta liði og fimm stigum frá öruggu sæti. Leipzig situr um miðja deild, í 8. sæti með 23 stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×