„Staðráðnar í því að láta drauminn rætast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2024 13:00 Sunna Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu en íslenski stelpurnar eru í dauðafæri að tryggja sig inn á EM 2024. Vísir/Hulda Margrét Sunna Jónsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta geta tryggt sér sæti á Evrópumótinu um næstu helgi. Stelpurnar eiga fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM 2024 en með sigrum þar tryggja þær sér sæti á EM sem verður haldið í lok árs í Sviss, Austurríki og Ungverjalandi. Fyrri leikur liðsins verður í Lúxemborg miðvikudaginn 3. apríl klukkan 16:45. Síðari leikurinn, og sá síðasti í þessari undankeppni, verður að Ásvöllum sunnudaginn 7. apríl klukkan 16:00. Valur Páll Eiríksson hitti Sunnu og ræddi við hana um komandi verkefni. Stelpurnar fá langan æfingaglugga fyrir leikina. Er það ekki mikilvægt? „Jú, mjög mikilvægt. Frábært að fá auka viku. Við ætlum að nýta hana mjög vel, taka smá páskafrí og svo förum við út á mánudaginn, annan í páskum,“ sagði Sunna Jónsdóttir. Íslenska liðið mætti sterku liði Svía í tveimur leikjum í síðasta landsleikjaglugga. Hvað taka þær út úr því verkefni? „Það voru mjög krefjandi leikir á móti frábæru liði sem er bara á topp fimm í heiminum. Það sem við tökum út úr þeim leikjum er að sjá hvar við stöndum gagnvart liði eins og Svíarnir eru með. Hvað við eigum í land og hvað þarf að bæta til að ná því? Kannski ekki lið sem við erum að bera okkur saman við akkúrat núna,“ sagði Sunna. Klippa: Sunna: Komið að því að sýna það að við eigum heima inn á þessum stórmótum Nær Sunna að borða páskamatinn með fjölskyldunni? „Það er gott að vera komin til Reykjavíkur og ná páskalambi hjá pabba. Það er um að gera að nýta tímann með fjölskyldunni líka,“ sagði Sunna. Íslenska liðið á að vinna þessa tvo leiki og er því í dauðafæri að komast á EM. Hvernig nálgast íslensku stelpurnar það? „Við erum í góðri stöðu og erum staðráðnar í því að láta drauminn rætast sem er að tryggja okkur inn á stórmót í desember 2024. Það er búið að vera draumur og markmið í nokkur ár núna. Loksins er komið að því. Við erum mjög vel einbeitt og einbeittar að því að ná þessu markmiði því það eru miklir möguleikar á því,“ sagði Sunna. Íslenska liðið var á síðasta heimsmeistaramóti í desember og fékk þar að kynnast því að taka þátt í stórmóti. „Það var ótrúlega góð gulrót og góður bónus. Við tökum bara jákvæða hluti með okkur af HM. Núna er komið að því að sýna það að við eigum heima inn á þessum stórmótum. Við erum mjög spenntar,“ sagði Sunna. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira
Stelpurnar eiga fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM 2024 en með sigrum þar tryggja þær sér sæti á EM sem verður haldið í lok árs í Sviss, Austurríki og Ungverjalandi. Fyrri leikur liðsins verður í Lúxemborg miðvikudaginn 3. apríl klukkan 16:45. Síðari leikurinn, og sá síðasti í þessari undankeppni, verður að Ásvöllum sunnudaginn 7. apríl klukkan 16:00. Valur Páll Eiríksson hitti Sunnu og ræddi við hana um komandi verkefni. Stelpurnar fá langan æfingaglugga fyrir leikina. Er það ekki mikilvægt? „Jú, mjög mikilvægt. Frábært að fá auka viku. Við ætlum að nýta hana mjög vel, taka smá páskafrí og svo förum við út á mánudaginn, annan í páskum,“ sagði Sunna Jónsdóttir. Íslenska liðið mætti sterku liði Svía í tveimur leikjum í síðasta landsleikjaglugga. Hvað taka þær út úr því verkefni? „Það voru mjög krefjandi leikir á móti frábæru liði sem er bara á topp fimm í heiminum. Það sem við tökum út úr þeim leikjum er að sjá hvar við stöndum gagnvart liði eins og Svíarnir eru með. Hvað við eigum í land og hvað þarf að bæta til að ná því? Kannski ekki lið sem við erum að bera okkur saman við akkúrat núna,“ sagði Sunna. Klippa: Sunna: Komið að því að sýna það að við eigum heima inn á þessum stórmótum Nær Sunna að borða páskamatinn með fjölskyldunni? „Það er gott að vera komin til Reykjavíkur og ná páskalambi hjá pabba. Það er um að gera að nýta tímann með fjölskyldunni líka,“ sagði Sunna. Íslenska liðið á að vinna þessa tvo leiki og er því í dauðafæri að komast á EM. Hvernig nálgast íslensku stelpurnar það? „Við erum í góðri stöðu og erum staðráðnar í því að láta drauminn rætast sem er að tryggja okkur inn á stórmót í desember 2024. Það er búið að vera draumur og markmið í nokkur ár núna. Loksins er komið að því. Við erum mjög vel einbeitt og einbeittar að því að ná þessu markmiði því það eru miklir möguleikar á því,“ sagði Sunna. Íslenska liðið var á síðasta heimsmeistaramóti í desember og fékk þar að kynnast því að taka þátt í stórmóti. „Það var ótrúlega góð gulrót og góður bónus. Við tökum bara jákvæða hluti með okkur af HM. Núna er komið að því að sýna það að við eigum heima inn á þessum stórmótum. Við erum mjög spenntar,“ sagði Sunna.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira